Körfubolti

Stjarnan slapp með sigur frá Ísafirði - tveir í röð hjá Tindastól

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Justin Shouse.
Justin Shouse. Mynd/Valli
Botnliðin bitu frá sér í Dominos-deild karla í kvöld. Tindastóll vann sinn annan leik í röð og Stjörnumenn máttu þakka fyrir sigur í framlengingu á Ísafirði.

Stjarnan vann 107-101 sigur á KFÍ í framlengdum leik á Ísafirði. Justin Shouse tryggði Stjörnunni framlengingu með því að jafna með þriggja stiga körfu og skoraði síðan sjö af 19 stigum Stjörnuliðsins í framlengingunni. Þetta var sjöunda tap KFÍ í röð.

Tindastólsmenn fögnuðu sínum öðrum sigri í röð þegar liðið vann sex stiga sigur á ÍR á heimavelli, 96-90. Tindastóll tapaði sjö fyrstu deildarleikjum sínum í vetur en hefur nú unnið tvö í röð og á auk þess leik inni.

Þröstur Leó Jóhannsson var frábær hjá Stólunum í kvöld en hann var með 22 stig og 8 stoðsendingar. Valentine var þó atkvæðamestur með 26 stig og 14 fráköst.

KR-ingar ætla að hanga í efstu liðunum þrátt fyrir að spila bara með einn Bandaríkjamenn en liðið vann 12 stiga sigur á Skallagrími, 102-90,í Borgarnesi í kvöld. Skallagrímsmenn hafa nú tapað fimm leikjum í röð.

Brynjar Þór Björnsson skoraði 35 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir KR í kvöld og Martin Hermannsson var með 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×