Kári Gunnarsson og Ragna Ingólfsdóttir hafa verið valin badmintonfólk ársins 2012. Stjórn Badmintonsambands Íslands tilkynnti valið í dag.
Ragna var fulltrúi Íslands á Ólympíuleikunum í London í sumar auk þess að verða Íslandsmeistari í einliðaleik í níunda skipti. Enginn annar badmintonspilari hefur hampað Íslandsmeistaratitli í einliðaleik svo oft. Að auki stóð hún sig mjög vel í alþjóðlegum keppnum.
Kári Gunnarsson er Íslandsmeistari í einliðaleik og lykilmaður í landsliði Íslands. Hann hefur spilað á fyrsta velli í einliðaleik fyrir Íslands hönd.
Nánari umfjöllun um afrek Kára og Rögnu á árinu 2012 má sjá á heimasíðu Badmintonsambandsins, sjá hér.
Sport