Bakreikningur ógnar framtíð FIH bankans 12. desember 2012 10:30 Seðlabanki Íslands seldi FIH bankann árið 2010. Dómsmál sem er í uppsiglingu gegn Bankaumsýslu Danmerkur (Finansiel Stabilitet) gæti endað með stórum bakreikningi til FIH bankans. Þar með myndu minnka enn frekar möguleikar Seðlabanka Íslands á að fá helminginn af söluverðinu fyrir FIH bankann endurgreiddan. Málið snýst um að í febrúar í ár yfirtók bankaumsýslan stóran hluta af fasteignalánum FIH eða fyrir um 17 milljarða danskra króna. Síðan voru vextirnir á þessum lánum hækkaðir. Þeir sem skulda lánin eru ekki ánægðir með vaxtahækkunina og hefur eitt fasteignafélag höfðað mál gegn bankaumsýslunni vegna vaxtanna. Lögmaður þessa félags segir að vissulega eigi bankaumsýslan ekki að keppa við bankana á fasteignamarkaðinum með því að bjóða lægri vexti en þeir. Hinsvegar séu einnig til staðar skilmálar í þessum lánum og bankaumsýslan hafi ekki staðið við þá skilmála. Í frétt um málið í Berlingske Tidende segir að ef bankaumsýslan tapi málinu muni bakreikningur upp á um hálfan milljarð danskra króna eða nærri 11 milljarða króna lenda á FIH bankanum bara á fyrsta árinu. Um slíkt hafi verið samið við yfirtökuna á lánunum. Henrik Bjerre-Nielsen forstjóri bankaumsýslunnar staðfestir þetta. Hann segir að bankaumsýslan muni ekki tapa neinu fé fyrr en hluthafar í FIH bankanum hafi tapað fjárfestingu sinni. Seðlabankinn seldi FIH bankann árið 2010 fyrir 5 milljarða danskra kr. eða yfir 100 milljarða kr. Nær helmingur söluverðsins var staðgreiddur en helmingurinn var að mestu bundinn við gengi bankans fram til ársins 2014. Ef framangreint mál tapast er útséð um að Seðlabankinn fái nokkuð fé vegna gengis FIH bankans næstu tvö árin og gæti því tapað allt að rúmlega 50 milljörðum kr. Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Dómsmál sem er í uppsiglingu gegn Bankaumsýslu Danmerkur (Finansiel Stabilitet) gæti endað með stórum bakreikningi til FIH bankans. Þar með myndu minnka enn frekar möguleikar Seðlabanka Íslands á að fá helminginn af söluverðinu fyrir FIH bankann endurgreiddan. Málið snýst um að í febrúar í ár yfirtók bankaumsýslan stóran hluta af fasteignalánum FIH eða fyrir um 17 milljarða danskra króna. Síðan voru vextirnir á þessum lánum hækkaðir. Þeir sem skulda lánin eru ekki ánægðir með vaxtahækkunina og hefur eitt fasteignafélag höfðað mál gegn bankaumsýslunni vegna vaxtanna. Lögmaður þessa félags segir að vissulega eigi bankaumsýslan ekki að keppa við bankana á fasteignamarkaðinum með því að bjóða lægri vexti en þeir. Hinsvegar séu einnig til staðar skilmálar í þessum lánum og bankaumsýslan hafi ekki staðið við þá skilmála. Í frétt um málið í Berlingske Tidende segir að ef bankaumsýslan tapi málinu muni bakreikningur upp á um hálfan milljarð danskra króna eða nærri 11 milljarða króna lenda á FIH bankanum bara á fyrsta árinu. Um slíkt hafi verið samið við yfirtökuna á lánunum. Henrik Bjerre-Nielsen forstjóri bankaumsýslunnar staðfestir þetta. Hann segir að bankaumsýslan muni ekki tapa neinu fé fyrr en hluthafar í FIH bankanum hafi tapað fjárfestingu sinni. Seðlabankinn seldi FIH bankann árið 2010 fyrir 5 milljarða danskra kr. eða yfir 100 milljarða kr. Nær helmingur söluverðsins var staðgreiddur en helmingurinn var að mestu bundinn við gengi bankans fram til ársins 2014. Ef framangreint mál tapast er útséð um að Seðlabankinn fái nokkuð fé vegna gengis FIH bankans næstu tvö árin og gæti því tapað allt að rúmlega 50 milljörðum kr.
Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira