Sá heitir Cazziano Bouzon og líkt og Messi er hann með einstakan vinstri fót og flýgur fram hjá varnarmönnum eins og ekkert sé.
Barcelona fékk hann til sín á dögunum en þar sem hann er aðeins 11 ára má félagið ekki semja við hann. Það getur félagið ekki gert fyrr en hann er orðinn 13 ára gamall.
Fjölskylda Bouzon er spennt fyrir því að fara til Barcelona en á meðan mun hann spila með Fluminese í heimalandinu.