Viðskipti erlent

Chevron veðjar á jarðgasviðskipti í Kanada

Magnús Halldórsson skrifar
Olíurisinn Chevron einblínir nú á viðskiptatækifæri í Kanada, samkvæmt frétt Wall Street Journal frá því í gær. Fyrirtækið hefur keypt sig inn í jarðgasflutninga frá Kanada til kaupenda í Asíu, með því að kaupa tvö fyrirtæki út úr verkefnum þar sem jarðgasið er unnið og flutt til kaupenda, ekki síst um Norðurslóðir. Fyrirtækin sem Chevron hefur keypt út eru Encana og EOG Resources.

Wall Street Journal segir að kaupin séu upp á 1,3 milljarða dala, eða sem nemur um 160 milljörðum króna.

Sjá má umfjöllun Wall Street Journal um þessi viðskipti, hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×