Brian Dunn versti forstjóri ársins 2012 Magnús Halldórsson skrifar 23. desember 2012 16:30 Brian Dunn, fyrrverandi forstjóri Best Buy. Honum tókst ekki að nútímavæða starfsemi verslanakeðjunnar risavöxnu, með alvarlegum afleiðingum. Brian Dunn, fyrrverandi forstjóri raftækjaverslanakeðjunnar Best Buy, er versti forstjóri ársins 2012, samkvæmt lista Business Week. Gengi Best Buy var slakt á árinu, félagið tapaði markaðshlutdeild, gengi hlutabréfa félagsins hrundi, og erfilega gekk að nútímavæða verslanirnar og auka sölu á vefnum, eins og keppinautarnir gerðu með góðum árangri. Næst versti forstjórinn var Aubrey McClendon, forstjóri orkufyrirtækisins Chesapeake Energy. Ástæðan fyrir því að hann er á listanum, er sú að hann var staðinn að því að reka eigin vogunarsjóð upp á 200 milljónir dala, rétt um 25,4 milljarða króna, meðfram störfum sínum fyrir fyrirtækið, þar sem hann veðjaði með eða á móti fjárfestingum þess. Þá notaði hann sjóði fyrirtækisins til þess að borga undir sig og sína, þegar hann var að gera auglýsingasamninga við körfuboltaliðið Oklahoma City Thunder. Hann var sjálfur eigandi félagsins á þeim tíma. Þriðji versti forstjóri ársins 2012 að mati Business Week, er Andrea Jung, fyrrverandi forstjóri Avon. Staða fyrirtækisins hefur versnað mikið á undanförnum árum, markaðsvirði þess hefur minnkað um 80 prósent á sex árum. Jung var rekinn í apríl, eftir afleitt gengi. Sjá má lista Business Week, yfir tíu verstu forstjóra ársins 2012, hér. Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Brian Dunn, fyrrverandi forstjóri raftækjaverslanakeðjunnar Best Buy, er versti forstjóri ársins 2012, samkvæmt lista Business Week. Gengi Best Buy var slakt á árinu, félagið tapaði markaðshlutdeild, gengi hlutabréfa félagsins hrundi, og erfilega gekk að nútímavæða verslanirnar og auka sölu á vefnum, eins og keppinautarnir gerðu með góðum árangri. Næst versti forstjórinn var Aubrey McClendon, forstjóri orkufyrirtækisins Chesapeake Energy. Ástæðan fyrir því að hann er á listanum, er sú að hann var staðinn að því að reka eigin vogunarsjóð upp á 200 milljónir dala, rétt um 25,4 milljarða króna, meðfram störfum sínum fyrir fyrirtækið, þar sem hann veðjaði með eða á móti fjárfestingum þess. Þá notaði hann sjóði fyrirtækisins til þess að borga undir sig og sína, þegar hann var að gera auglýsingasamninga við körfuboltaliðið Oklahoma City Thunder. Hann var sjálfur eigandi félagsins á þeim tíma. Þriðji versti forstjóri ársins 2012 að mati Business Week, er Andrea Jung, fyrrverandi forstjóri Avon. Staða fyrirtækisins hefur versnað mikið á undanförnum árum, markaðsvirði þess hefur minnkað um 80 prósent á sex árum. Jung var rekinn í apríl, eftir afleitt gengi. Sjá má lista Business Week, yfir tíu verstu forstjóra ársins 2012, hér.
Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira