Viðskipti erlent

Fyrirtæki Murdochs tapar 260 milljörðum

Magnús Halldórsson skrifar
Rupert Murdoch er stærsti eigandi og stjórnarfermaður News Corporation.
Rupert Murdoch er stærsti eigandi og stjórnarfermaður News Corporation.
Fjömiðlafyrirtækið News Corporation, sem að stærstum hluta í eigu Rupert Murdoch, tapaði 2,1 milljarði dala á síðasta rekstrarári, eða sem nemur ríflega 260 milljörðum króna. Tekjur félagsins minnkuðu um fimm prósent frá fyrra ári, að því er segir í tilkynningu fyrirtækisins til eftirlitsaðila í Bretlandi, en breska ríkisútvarpið BBC greinir tapi félagsins í dag.

Stærstu miðlarnir sem eru í eigu fyrirtækisins eru Wall Street Journal, The Sun í Bretlandi og Fox sjónvarpsstöðvarnar í Bandaríkjunum. Þá á fyrirtækið fleiri fyrirtæki í útgáfu, m.a. bókaútgefandann Harper Collins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×