Það hefur mikið gengið á hjá Indianapolis Colts í vetur en mesta áfallið kom snemma er þjálfarinn, Chuck Pagano, greindist með hvítblæði og varð að yfirgefa liðið.
Meðferð Pagano hefur gengið vel og læknar hafa nú gefið honum leyfi til þess að snúa aftur til starfa. Það er nú undir þjálfaranum og félaginu komið hversu mikið Pagano fer að gera. Læknar setja engar skorður við hversu mikið hann má vinna.
"Þjálfarinn hefur staðið sig frábærlega í sinni lyfjameðferð og ég treysti honum," sagði læknir Pagano.
Pagano var síðast á hliðarlínunni þann 23. september. Án hans hefur liðið komið öllum á óvart og er svo gott sem búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.
Colts hefur ekkert gefið út um endurkomu þjálfarans en koma hans aftur á bekkinn mun örugglega gefa liðinu mikinn kraft.
Pagano má byrja að þjálfa aftur

Mest lesið

Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti




Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn




Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti
