Álfheiði misbýður lausn ríkisins vegna sílíkonpúða 11. janúar 2012 07:00 Álfheiður Ingadóttir Formaður velferðarnefndar og fyrrverandi heilbrigðisráðherra telur að ríkið ætti að bjóða öllum konum með P.I.P. fyllingar að láta fjarlægja þær þeim að kostnaðarlausu. Landlæknir vissi af gallanum árið 2010. „Mér er algjörlega misboðið með þessari ákvörðun. Hún er vissulega fyrsta skref, en þetta er hluti af svo miklu stærra og meira máli," segir Álfheiður Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis og fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Að mati Álfheiðar á umsvifalaust að bjóða öllum konum með P.I.P. brjóstafyllingar að láta fjarlægja púðana þeim að kostnaðarlausu. Kostnaðinn eigi ríkið svo að sækja á það fyrirtæki sem flutti inn púðana annars vegar, og setti þá í konurnar hins vegar. Í þessu tilviki er þetta einn og sami aðilinn, Jens Kjartansson, lýtalæknir og yfirlæknir lýtalækningadeilda á Landspítalanum. Ríkisstjórnin ákvað í gær að bjóða öllum þeim 440 konum sem fengið hafa P.I.P. púðana á árunum 2000 til 2010 og eru með íslenskar sjúkratryggingar að koma í ómskoðun sér að kostnaðarlausu til að kanna ástand púðana. Séu púðarnir lekir tekur ríkið þátt í kostnaði við að fjarlægja þá. Áætlaður heildarkostnaður vegna þessa er á bilinu 800.000 til 6.000.000 króna. Álfheiður var heilbrigðisráðherra í apríl árið 2010, en þá barst landlæknisembættinu tilkynning um að P.I.P. púðarnir hefðu verið teknir af markaði í Evrópu. Þeir hafa þó verið bannaðir í Bandaríkjunum síðustu tíu ár. Embættið hafði eftirlitsskyldu með innfluttum læknavörum á þeim tíma, en nú er það í höndum Lyfjastofnunar. Geir Gunnlaugsson landlæknir segist hafa tekið þá ákvörðun þegar tilkynningin barst árið 2010 að senda út bréf til allra lýtalækna og láta það í þeirra hendur að veita sjúklingum sínum upplýsingarnar. Hann veit ekki til þess að púðarnir hafi verið settir í eftir að upplýsingarnar bárust. Álfheiði barst ekki tilkynning um málið í sinni ráðherratíð. „Ég var ekki látin vita af þessu máli, mér var ekki gert viðvart," segir hún. „En mér þykja það mjög mikil tíðindi að púðarnir hafi verið bannaðir í tíu ár í Bandaríkjunum. Mér þykir afar skrýtið að það bann hafi ekki borist hingað fyrr en árið 2010." Í Fréttablaðinu í febrúar á síðasta ári kom fram að landlæknir hafi ekki upplýsingar um brjóstastækkanir sem gerðar eru á Íslandi. Þar er haft eftir landlækni að verið sé að kalla eftir þeim upplýsingum, en það gangi treglega að fá þær. Geir segir að nú hljóti sérfræðingar að sjá að það liggi á upplýsingunum í ljósi umræðunnar. „Við vonumst til þess að vera búin að fá þessar upplýsingar í vikulok," segir hann. sunna@frettabladid.is Nordicphotos/afp PIP-brjóstapúðar Alþingi Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Formaður velferðarnefndar og fyrrverandi heilbrigðisráðherra telur að ríkið ætti að bjóða öllum konum með P.I.P. fyllingar að láta fjarlægja þær þeim að kostnaðarlausu. Landlæknir vissi af gallanum árið 2010. „Mér er algjörlega misboðið með þessari ákvörðun. Hún er vissulega fyrsta skref, en þetta er hluti af svo miklu stærra og meira máli," segir Álfheiður Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis og fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Að mati Álfheiðar á umsvifalaust að bjóða öllum konum með P.I.P. brjóstafyllingar að láta fjarlægja púðana þeim að kostnaðarlausu. Kostnaðinn eigi ríkið svo að sækja á það fyrirtæki sem flutti inn púðana annars vegar, og setti þá í konurnar hins vegar. Í þessu tilviki er þetta einn og sami aðilinn, Jens Kjartansson, lýtalæknir og yfirlæknir lýtalækningadeilda á Landspítalanum. Ríkisstjórnin ákvað í gær að bjóða öllum þeim 440 konum sem fengið hafa P.I.P. púðana á árunum 2000 til 2010 og eru með íslenskar sjúkratryggingar að koma í ómskoðun sér að kostnaðarlausu til að kanna ástand púðana. Séu púðarnir lekir tekur ríkið þátt í kostnaði við að fjarlægja þá. Áætlaður heildarkostnaður vegna þessa er á bilinu 800.000 til 6.000.000 króna. Álfheiður var heilbrigðisráðherra í apríl árið 2010, en þá barst landlæknisembættinu tilkynning um að P.I.P. púðarnir hefðu verið teknir af markaði í Evrópu. Þeir hafa þó verið bannaðir í Bandaríkjunum síðustu tíu ár. Embættið hafði eftirlitsskyldu með innfluttum læknavörum á þeim tíma, en nú er það í höndum Lyfjastofnunar. Geir Gunnlaugsson landlæknir segist hafa tekið þá ákvörðun þegar tilkynningin barst árið 2010 að senda út bréf til allra lýtalækna og láta það í þeirra hendur að veita sjúklingum sínum upplýsingarnar. Hann veit ekki til þess að púðarnir hafi verið settir í eftir að upplýsingarnar bárust. Álfheiði barst ekki tilkynning um málið í sinni ráðherratíð. „Ég var ekki látin vita af þessu máli, mér var ekki gert viðvart," segir hún. „En mér þykja það mjög mikil tíðindi að púðarnir hafi verið bannaðir í tíu ár í Bandaríkjunum. Mér þykir afar skrýtið að það bann hafi ekki borist hingað fyrr en árið 2010." Í Fréttablaðinu í febrúar á síðasta ári kom fram að landlæknir hafi ekki upplýsingar um brjóstastækkanir sem gerðar eru á Íslandi. Þar er haft eftir landlækni að verið sé að kalla eftir þeim upplýsingum, en það gangi treglega að fá þær. Geir segir að nú hljóti sérfræðingar að sjá að það liggi á upplýsingunum í ljósi umræðunnar. „Við vonumst til þess að vera búin að fá þessar upplýsingar í vikulok," segir hann. sunna@frettabladid.is Nordicphotos/afp
PIP-brjóstapúðar Alþingi Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira