Evrópusambandið í hart gegn Írönum 24. janúar 2012 00:00 Á markaði í Teheran Íranar hafa til þessa selt um fimmtung olíu sinnar til Evrópusambandsríkjanna, en þurfa nú að finna aðra kaupendur.nordicphotos/AFP Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna samþykktu í gær að öll olíuviðskipti við Íran verði bönnuð. Jafnframt verða eignir íranska seðlabankans í aðildarríkjum ESB frystar. Þetta er gert til að þrýsta á írönsk stjórnvöld um að hefja aftur viðræður um kjarnorkuáform sín. Sjálfir segjast Íranar eingöngu ætla að nota kjarnorkuna til að uppfylla orkuþarfir landsins, en stjórnvöld í Bandaríkjunum, Ísrael og fleiri löndum telja sig hafa rökstuddan grun um að þeir stefni á að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins vísa í nýlega skýrslu frá Alþjóðlega kjarnorkueftirlitinu, þar sem segir að Íranar hafi neitað að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar og leyfa ekki fullan aðgang alþjóðlegra eftirlitsmanna. Íranar framleiða um það bil fjórar milljónir olíutunna á dag og hafa selt um fimmtung þeirra til Evrópusambandsríkjanna. Olíukaupin frá Íran nema þó ekki nema sex prósentum af heildarolíukaupum Evrópusambandsríkjanna. Tveir íranskir þingmenn brugðust við tíðindunum í gær með því að rifja upp hótanir um að loka Hormússundi, sem er þröngt sund milli Írans og Arabíuskaga. Sigla þarf um Hormússund til að komast inn á Persaflóa, og um sundið er fluttur um fimmtungur af allri þeirri olíu sem seld er á heimsmarkaði. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins ætla að endurskoða ákvörðun sína í vor, meðal annars með tilliti til þess hvaða áhrif viðskiptabannið getur haft á Evrópuríki, og þá ekki síst Grikkland, sem á í miklum efnahagsörðugleikum og treystir mjög á að fá ódýra olíu keypta frá Íran. Um fjórðungur af þeirri olíu sem Grikkir kaupa kemur frá Íran. Olíuverð hefur hækkað nokkuð vegna þeirrar spennu sem refsiaðgerðir ESB hafa aukið enn frekar. Íranska fréttastofan IRNA hefur það eftir embættismanni í íranska utanríkisráðuneytinu að refsiaðgerðirnar muni bitna mest á Evrópusambandsríkjunum sjálfum. Þá sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að refsiaðgerðir Evrópusambandsins myndu ekki liðka fyrir lausn málsins. Þess í stað hvatti hann til þess að viðræður hæfust að nýju. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Innlent Fleiri fréttir Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Sjá meira
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna samþykktu í gær að öll olíuviðskipti við Íran verði bönnuð. Jafnframt verða eignir íranska seðlabankans í aðildarríkjum ESB frystar. Þetta er gert til að þrýsta á írönsk stjórnvöld um að hefja aftur viðræður um kjarnorkuáform sín. Sjálfir segjast Íranar eingöngu ætla að nota kjarnorkuna til að uppfylla orkuþarfir landsins, en stjórnvöld í Bandaríkjunum, Ísrael og fleiri löndum telja sig hafa rökstuddan grun um að þeir stefni á að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins vísa í nýlega skýrslu frá Alþjóðlega kjarnorkueftirlitinu, þar sem segir að Íranar hafi neitað að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar og leyfa ekki fullan aðgang alþjóðlegra eftirlitsmanna. Íranar framleiða um það bil fjórar milljónir olíutunna á dag og hafa selt um fimmtung þeirra til Evrópusambandsríkjanna. Olíukaupin frá Íran nema þó ekki nema sex prósentum af heildarolíukaupum Evrópusambandsríkjanna. Tveir íranskir þingmenn brugðust við tíðindunum í gær með því að rifja upp hótanir um að loka Hormússundi, sem er þröngt sund milli Írans og Arabíuskaga. Sigla þarf um Hormússund til að komast inn á Persaflóa, og um sundið er fluttur um fimmtungur af allri þeirri olíu sem seld er á heimsmarkaði. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins ætla að endurskoða ákvörðun sína í vor, meðal annars með tilliti til þess hvaða áhrif viðskiptabannið getur haft á Evrópuríki, og þá ekki síst Grikkland, sem á í miklum efnahagsörðugleikum og treystir mjög á að fá ódýra olíu keypta frá Íran. Um fjórðungur af þeirri olíu sem Grikkir kaupa kemur frá Íran. Olíuverð hefur hækkað nokkuð vegna þeirrar spennu sem refsiaðgerðir ESB hafa aukið enn frekar. Íranska fréttastofan IRNA hefur það eftir embættismanni í íranska utanríkisráðuneytinu að refsiaðgerðirnar muni bitna mest á Evrópusambandsríkjunum sjálfum. Þá sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að refsiaðgerðir Evrópusambandsins myndu ekki liðka fyrir lausn málsins. Þess í stað hvatti hann til þess að viðræður hæfust að nýju. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Innlent Fleiri fréttir Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Sjá meira