Fullorðinn maður lést og þrjú leikskólabörn slösuðust þegar rúta og fólksbíll rákust saman í nágrenni Kaupmannahafnar síðdegis í gær.
38 börn voru í rútunni, sem valt út af veginum og niður brekku eftir áreksturinn. Talið er að bílarnir hafi komið hvor úr sinni áttinni og lent framan á hvor öðrum. Þrjú barnanna voru flutt á Ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn, en rútan var á leið til höfuðborgarinnar þegar óhappið átti sér stað.- þj
Ökumaður lést – börnin sluppu
