Harka færist í bardagana í Sýrlandi á ný 28. janúar 2012 00:00 Liðhlaupar í Homs Hópur sýrlenskra hermanna sem hefur gengið til liðs við uppreisnarmenn í borginni Homs.Nordicphotos/afp Hörð átök hafa verið í Sýrlandi undanfarna tvo daga, einkum í borginni Homs þar sem tugir manna eru sagðir hafa látið lífið, þar á meðal börn. Að minnsta kosti fimmtíu voru látnir þar í borg og stjórnarandstæðingar saka stjórnarherinn um fjöldamorð. Fyrr í vikunni tilkynnti Arababandalagið að eftirlitsmenn á vegum þess verði kallaðir heim. Þeir staðfestu þó í yfirlýsingu í gær að ofbeldið í landinu hafi aukist mikið síðustu daga. Þeir hafi orðið vitni að því í borgunum Homs, Hama og Idlib. Fréttamaður á vegum breska útvarpsins BBC segir að svo virðist sem stjórnin sé einnig að missa tökin á ástandinu í hverfum uppreisnarmanna í höfuðborginni Damaskus. Myndband var birt á vefsíðu í gær þar sem sjá mátti fimm barnslík ásamt líkum fimm kvenna og eins karls í íbúðarhúsi í borginni Homs. Fjöldi fólks hélt síðan út á götur víða í borgum og bæjum landsins í gær að loknum föstudagsbænum, sem eru mikilvægar samkomustundir í arabaheiminum og snúast iðulega upp í pólitískar umræður og kröfugerðir. Í Egyptalandi ruddust hundruð mótmælenda inn í sýrlenska sendiráðið í Kaíró. Hurðir og gluggarúður voru brotnar, en á endanum mættu sýrlenskir hermenn og ráku fólkið út. Sýrlenski sendiherrann sagðist ætla að leggja fram formlega kvörtun hjá egypskum stjórnvöldum, að sögn arabíska fréttavefsins Al Jazeera. Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna hafa meira en 5.000 manns látist í tengslum við aðgerðir stjórnarhersins gegn mótmælendum síðustu mánuðina. Basher al Assad Sýrlandsforseti og stjórn hans segja á móti að um 2.000 hermenn hafi fallið í átökum við vopnaða hópa, sem þeir segja standa að baki uppreisninni. Assad hefur reglulega lýst því yfir að sjálfsagt mál sé að verða við óskum um lýðræðisumbætur, en lítið hefur orðið úr efndum. Hins vegar stendur hann fast á því að beita her og lögreglu af fullri hörku gegn mótmælendum. Hann féllst ekki á tillögur Arababandalagsins, sem fela meðal annars í sér að hann segi af sér, en það hefur verið ein helsta krafa uppreisnarmanna frá upphafi. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Hörð átök hafa verið í Sýrlandi undanfarna tvo daga, einkum í borginni Homs þar sem tugir manna eru sagðir hafa látið lífið, þar á meðal börn. Að minnsta kosti fimmtíu voru látnir þar í borg og stjórnarandstæðingar saka stjórnarherinn um fjöldamorð. Fyrr í vikunni tilkynnti Arababandalagið að eftirlitsmenn á vegum þess verði kallaðir heim. Þeir staðfestu þó í yfirlýsingu í gær að ofbeldið í landinu hafi aukist mikið síðustu daga. Þeir hafi orðið vitni að því í borgunum Homs, Hama og Idlib. Fréttamaður á vegum breska útvarpsins BBC segir að svo virðist sem stjórnin sé einnig að missa tökin á ástandinu í hverfum uppreisnarmanna í höfuðborginni Damaskus. Myndband var birt á vefsíðu í gær þar sem sjá mátti fimm barnslík ásamt líkum fimm kvenna og eins karls í íbúðarhúsi í borginni Homs. Fjöldi fólks hélt síðan út á götur víða í borgum og bæjum landsins í gær að loknum föstudagsbænum, sem eru mikilvægar samkomustundir í arabaheiminum og snúast iðulega upp í pólitískar umræður og kröfugerðir. Í Egyptalandi ruddust hundruð mótmælenda inn í sýrlenska sendiráðið í Kaíró. Hurðir og gluggarúður voru brotnar, en á endanum mættu sýrlenskir hermenn og ráku fólkið út. Sýrlenski sendiherrann sagðist ætla að leggja fram formlega kvörtun hjá egypskum stjórnvöldum, að sögn arabíska fréttavefsins Al Jazeera. Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna hafa meira en 5.000 manns látist í tengslum við aðgerðir stjórnarhersins gegn mótmælendum síðustu mánuðina. Basher al Assad Sýrlandsforseti og stjórn hans segja á móti að um 2.000 hermenn hafi fallið í átökum við vopnaða hópa, sem þeir segja standa að baki uppreisninni. Assad hefur reglulega lýst því yfir að sjálfsagt mál sé að verða við óskum um lýðræðisumbætur, en lítið hefur orðið úr efndum. Hins vegar stendur hann fast á því að beita her og lögreglu af fullri hörku gegn mótmælendum. Hann féllst ekki á tillögur Arababandalagsins, sem fela meðal annars í sér að hann segi af sér, en það hefur verið ein helsta krafa uppreisnarmanna frá upphafi. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira