Heggur sá er hlífa skyldi Líf Magneudóttir skrifar 9. febrúar 2012 06:00 Ekki alls fyrir löngu stóð Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur (áður Menntaráð) frammi fyrir því að þurfa að skera töluvert niður. Þurfa er kannski ofsagt – það var pólitísk ákvörðun meirihlutans að skera svona mikið niður í menntamálum en hlífa í staðinn öðrum sviðum. Meirihluti Besta flokks og Samfylkingarinnar var auðvitað fljótur að finna upp á frábærri leið til þess að spara hundruð milljóna króna ef ekki milljarða. Þau ætluðu bara að sameina fullt af skólum og leikskólum og alls konar menntastofnunum. Nýr og skapandi meirihluti. Í aðdraganda málsins og í ferlinu sjálfu gerðum við Vinstri græn mýmargar athugasemdir og vöktum máls á margvíslegum vandamálum við sameiningarnar. Fag- og stéttarfélög gagnrýndu fyrirætlanirnar líka harðlega, og þegar áformin urðu almenningi ljós bárust jafnframt alvarlegar athugasemdir frá foreldrum. Tvennt stóð að mínu mati upp úr. Ekkert mat lá fyrir um faglegan ávinning fyrir nemendur borgarinnar og fjárhagslegi ávinningurinn af sameiningunum var sýnd veiði en ekki gefin. Nú þegar nokkuð er liðið frá því að ákvörðunin var tekin er meintur fjárhagslegur ávinningur umdeilanlegur. Hins vegar blasir við að sameiningarnar skapa hin ýmsu vandkvæði í skólunum. Það hefur sannast á foreldrafundum sem haldnir hafa verið nýlega þar sem foreldrar hafa bent á alvarlega galla á sameiningarhugmyndunum. Auðvitað hafa ákvarðanir líkt og þær að sameina skóla margar hliðar og koma sér misvel fyrir borgarbúa. Eflaust breyta sameiningarnar ekki miklu fyrir stóran hluta þeirra en foreldrar í Grafarvogi hafa sýnt að þær hafa ýmiss konar neikvæð áhrif fyrir börnin þar. Til dæmis hefur óvissa skapast um sérkennsluna og leið barnanna í skólann lengist og þurfa þau að fara yfir fleiri umferðargötur svo eitthvað sé nefnt. Samgöngumál í Hamrahverfinu í Grafarvogi voru lítið skoðuð þegar ákvörðunin var tekin og hefur meirihlutinn ekki beitt sér fyrir því að strætó keyri í hverfið. Þegar upp er staðið virðist því sem áhrif sameininganna á skólastarf hafi í besta falli verið hlutlaus en því miður neikvæð fyrir alltof marga án þess að nokkur fjárhagslegur ávinningur hafi fylgt sameiningunum. Faglegt starf menntastofnana hefur hins vegar verið sett í uppnám og tekur tíma að leysa úr því. Minnir þetta nokkuð á útrásarvíkingana sem sómdu sér svo vel við að skipuleggja viðskiptalífið á landakorti og reiknuðu sér alltaf gríðarlegan hagnað með aðstoð einhverra fínna reikniformúla. Ekki er nú reynslan af þeirri aðferðafræði góð. Það verður því að segjast að betra hefði verið heima setið en af stað farið. Þessari ógæfuför hefði meirihlutinn getað afstýrt ef hann hefði hlustað á borgarbúa, kennara, foreldra, fulltrúa minnihlutans og marga fleiri sem bentu á gallana strax í upphafi. En eins og svo oft áður valdi meirihlutinn að skella skollaeyrum við allri gagnrýni og keyra málið í gegn. Fá leik- og grunnskólabörn í borginni, foreldrar þeirra og fagstéttir nú að súpa seyðið af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Ekki alls fyrir löngu stóð Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur (áður Menntaráð) frammi fyrir því að þurfa að skera töluvert niður. Þurfa er kannski ofsagt – það var pólitísk ákvörðun meirihlutans að skera svona mikið niður í menntamálum en hlífa í staðinn öðrum sviðum. Meirihluti Besta flokks og Samfylkingarinnar var auðvitað fljótur að finna upp á frábærri leið til þess að spara hundruð milljóna króna ef ekki milljarða. Þau ætluðu bara að sameina fullt af skólum og leikskólum og alls konar menntastofnunum. Nýr og skapandi meirihluti. Í aðdraganda málsins og í ferlinu sjálfu gerðum við Vinstri græn mýmargar athugasemdir og vöktum máls á margvíslegum vandamálum við sameiningarnar. Fag- og stéttarfélög gagnrýndu fyrirætlanirnar líka harðlega, og þegar áformin urðu almenningi ljós bárust jafnframt alvarlegar athugasemdir frá foreldrum. Tvennt stóð að mínu mati upp úr. Ekkert mat lá fyrir um faglegan ávinning fyrir nemendur borgarinnar og fjárhagslegi ávinningurinn af sameiningunum var sýnd veiði en ekki gefin. Nú þegar nokkuð er liðið frá því að ákvörðunin var tekin er meintur fjárhagslegur ávinningur umdeilanlegur. Hins vegar blasir við að sameiningarnar skapa hin ýmsu vandkvæði í skólunum. Það hefur sannast á foreldrafundum sem haldnir hafa verið nýlega þar sem foreldrar hafa bent á alvarlega galla á sameiningarhugmyndunum. Auðvitað hafa ákvarðanir líkt og þær að sameina skóla margar hliðar og koma sér misvel fyrir borgarbúa. Eflaust breyta sameiningarnar ekki miklu fyrir stóran hluta þeirra en foreldrar í Grafarvogi hafa sýnt að þær hafa ýmiss konar neikvæð áhrif fyrir börnin þar. Til dæmis hefur óvissa skapast um sérkennsluna og leið barnanna í skólann lengist og þurfa þau að fara yfir fleiri umferðargötur svo eitthvað sé nefnt. Samgöngumál í Hamrahverfinu í Grafarvogi voru lítið skoðuð þegar ákvörðunin var tekin og hefur meirihlutinn ekki beitt sér fyrir því að strætó keyri í hverfið. Þegar upp er staðið virðist því sem áhrif sameininganna á skólastarf hafi í besta falli verið hlutlaus en því miður neikvæð fyrir alltof marga án þess að nokkur fjárhagslegur ávinningur hafi fylgt sameiningunum. Faglegt starf menntastofnana hefur hins vegar verið sett í uppnám og tekur tíma að leysa úr því. Minnir þetta nokkuð á útrásarvíkingana sem sómdu sér svo vel við að skipuleggja viðskiptalífið á landakorti og reiknuðu sér alltaf gríðarlegan hagnað með aðstoð einhverra fínna reikniformúla. Ekki er nú reynslan af þeirri aðferðafræði góð. Það verður því að segjast að betra hefði verið heima setið en af stað farið. Þessari ógæfuför hefði meirihlutinn getað afstýrt ef hann hefði hlustað á borgarbúa, kennara, foreldra, fulltrúa minnihlutans og marga fleiri sem bentu á gallana strax í upphafi. En eins og svo oft áður valdi meirihlutinn að skella skollaeyrum við allri gagnrýni og keyra málið í gegn. Fá leik- og grunnskólabörn í borginni, foreldrar þeirra og fagstéttir nú að súpa seyðið af því.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun