Andófsmaður verður forseti 21. febrúar 2012 00:00 Joachim Gauck og Angela Merkel Forseti og kanslari Þýskalands verða bæði fyrrverandi Austur-Þjóðverjar.nordicphotos/AFP Joachim Gauck, 72 ára fyrrverandi prestur og fyrrverandi austur-þýskur andófsmaður, tekur við af Christian Wulff sem forseti Þýskalands. Angela Merkel Þýskalandskanslari sá sig nauðbeygða til að fallast á þetta um helgina eftir að Philipp Rösler, leiðtogi samstarfsflokks hennar í ríkisstjórninni, ákvað að styðja tillögu Sósíaldemókrata og Græningja. Þetta er talinn verulegur ósigur fyrir Merkel, þar sem hún var fyrir tveimur árum andvíg því að Gauck yrði forseti, eins og Sósíaldemókratar og Græningjar vildu strax þá. Þess í stað fékk Merkel því framgengt þá að Christian Wulff yrði fyrir valinu, en hann neyddist til að segja af sér í lok síðustu viku vegna gruns um spillingu. Merkel er hins vegar sjálf prestsdóttir frá Austur-Þýskalandi, þannig að nú verða tvö æðstu embætti landsins í fyrsta sinn skipuð fyrrverandi Austur-Þjóðverjum. Merkel tók fram að hún bæri fyllsta traust til Gaucks, þrátt fyrir fyrri andstöðu sína: „Við höfum bæði alið aldur okkar að hluta í Austur-Þýskalandi og draumur okkar um frelsi rættist árið 1989," sagði Merkel.- gb Fréttir Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Joachim Gauck, 72 ára fyrrverandi prestur og fyrrverandi austur-þýskur andófsmaður, tekur við af Christian Wulff sem forseti Þýskalands. Angela Merkel Þýskalandskanslari sá sig nauðbeygða til að fallast á þetta um helgina eftir að Philipp Rösler, leiðtogi samstarfsflokks hennar í ríkisstjórninni, ákvað að styðja tillögu Sósíaldemókrata og Græningja. Þetta er talinn verulegur ósigur fyrir Merkel, þar sem hún var fyrir tveimur árum andvíg því að Gauck yrði forseti, eins og Sósíaldemókratar og Græningjar vildu strax þá. Þess í stað fékk Merkel því framgengt þá að Christian Wulff yrði fyrir valinu, en hann neyddist til að segja af sér í lok síðustu viku vegna gruns um spillingu. Merkel er hins vegar sjálf prestsdóttir frá Austur-Þýskalandi, þannig að nú verða tvö æðstu embætti landsins í fyrsta sinn skipuð fyrrverandi Austur-Þjóðverjum. Merkel tók fram að hún bæri fyllsta traust til Gaucks, þrátt fyrir fyrri andstöðu sína: „Við höfum bæði alið aldur okkar að hluta í Austur-Þýskalandi og draumur okkar um frelsi rættist árið 1989," sagði Merkel.- gb
Fréttir Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira