Systurnar eru eins og svart og hvítt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2012 08:00 Elísa Viðarsdóttir í leik með ÍBV síðasta sumar. Mynd/Hag Eyjakonan Elísa Viðarsdóttir var í gær valin í A-landsliðshópinn fyrir Algarve-bikarinn en þetta er í fyrsta sinn sem landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson velur hana í keppnishóp. Elísa mun hitta þar fyrir markadrottninguna og eldri systur sína Margréti Láru Viðarsdóttur sem er markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi. Elísa var að sjálfsögðu í skýjunum þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. „Þetta er mjög kærkomið enda er þetta draumur hvers knattspyrnumanns," sagði Elísa og þeir sem til hennar þekkja í Eyjum og annars staðar vita að hún hefur metnað til að ná langt. „Ég er búin að leggja mjög hart að mér síðastliðið ár og er búin vinna að því markvisst það að komast í landsliðið síðasta eina og hálfa árið," segir Elísa sem spilaði mjög vel með spútnikliði ÍBV í fyrrasumar en nýliðarnir náðu þá þriðja sæti deildarinnar. Elísa er fimm árum yngri en systir hennar Margrét Lára Viðarsdóttir sem hefur skorað 63 mörk í 77 A-landsleikjum. „Það hefur verið langþráður draumur að fá að spila með stóru systur enda hefur maður alltaf litið upp til hennar," segir Elísa sem er mjög ólíkur leikmaður enda spilar hún í vörninni og vanalega sem bakvörður. „Við erum eiginlega bara svart og hvítt," segir Elísa í léttum tón. Elísa er nýkomin heim frá Þýskalandi þar sem hún heimsótti stóru systur hjá þýska stórliðinu Turbine Potsdam. „Ég var í heimsókn hjá henni fyrir tveimur vikum og æfði með þeim hjá Potsdam. Það var rosalega gaman og þvílík reynsla sem ég fékk þar á þessum tíu dögum. Það gekk framar vonum," segir Elísa og hún ætlar sér langt. „Það er draumur númer eitt, tvo og þrjú að komast í eitt að bestu liðum í heimi. Maður þarf að taka þetta skref fyrir skref, byrja á því að koma sér í landsliðið og svo í liðið. Þá eru manni allir vegir færir því eins og landsliðið er í dag þá er þetta eitt besta landslið í heimi. Það hefur verið erfitt að komast í landsliðið síðustu ár enda stelpurnar alltaf að verða betri og betri. Það er frábært að vera byrjuð að banka á dyrnar," segir Elísa og hún er sannfærð um að æfingarnar í Potsdam hafi verið góður undirbúningur. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Sjá meira
Eyjakonan Elísa Viðarsdóttir var í gær valin í A-landsliðshópinn fyrir Algarve-bikarinn en þetta er í fyrsta sinn sem landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson velur hana í keppnishóp. Elísa mun hitta þar fyrir markadrottninguna og eldri systur sína Margréti Láru Viðarsdóttur sem er markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi. Elísa var að sjálfsögðu í skýjunum þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. „Þetta er mjög kærkomið enda er þetta draumur hvers knattspyrnumanns," sagði Elísa og þeir sem til hennar þekkja í Eyjum og annars staðar vita að hún hefur metnað til að ná langt. „Ég er búin að leggja mjög hart að mér síðastliðið ár og er búin vinna að því markvisst það að komast í landsliðið síðasta eina og hálfa árið," segir Elísa sem spilaði mjög vel með spútnikliði ÍBV í fyrrasumar en nýliðarnir náðu þá þriðja sæti deildarinnar. Elísa er fimm árum yngri en systir hennar Margrét Lára Viðarsdóttir sem hefur skorað 63 mörk í 77 A-landsleikjum. „Það hefur verið langþráður draumur að fá að spila með stóru systur enda hefur maður alltaf litið upp til hennar," segir Elísa sem er mjög ólíkur leikmaður enda spilar hún í vörninni og vanalega sem bakvörður. „Við erum eiginlega bara svart og hvítt," segir Elísa í léttum tón. Elísa er nýkomin heim frá Þýskalandi þar sem hún heimsótti stóru systur hjá þýska stórliðinu Turbine Potsdam. „Ég var í heimsókn hjá henni fyrir tveimur vikum og æfði með þeim hjá Potsdam. Það var rosalega gaman og þvílík reynsla sem ég fékk þar á þessum tíu dögum. Það gekk framar vonum," segir Elísa og hún ætlar sér langt. „Það er draumur númer eitt, tvo og þrjú að komast í eitt að bestu liðum í heimi. Maður þarf að taka þetta skref fyrir skref, byrja á því að koma sér í landsliðið og svo í liðið. Þá eru manni allir vegir færir því eins og landsliðið er í dag þá er þetta eitt besta landslið í heimi. Það hefur verið erfitt að komast í landsliðið síðustu ár enda stelpurnar alltaf að verða betri og betri. Það er frábært að vera byrjuð að banka á dyrnar," segir Elísa og hún er sannfærð um að æfingarnar í Potsdam hafi verið góður undirbúningur.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann