Nýtingarsamningar sem framtíðarleið Jóhann Ársælsson skrifar 22. febrúar 2012 06:00 Hér fer á eftir tillaga að leið sem er ætlað að skapa jafnræðisgrundvöll fyrir útgerðarfyrirtæki til að þróast í, jafnframt því að þjóðin fái notið eðlilegs arðs af nýtingu auðlindarinnar. Leið sem er ætlað að koma á stöðugu en lifandi og þjálu umhverfi fyrir sjávarútveginn. Þessi tillaga er um aðferð (% og árafjölda ber að taka með fyrirvara) við að ná markmiðum um þjóðareign á auðlindum sjávar á grundvelli „samningaleiðarinnar". Hér er einungis fjallað um langtíma veiðirétt (aflahlutdeildir). 1. Gerðir verði nýtingarsamningar við einstakar útgerðir til 15 ára á grundvelli þeirra aflahlutdeilda sem þær hafa nú. 2. Nýtingarsamningarnir verði afmarkaðir í 15 hluti og verði stysti samningurinn til eins árs en sá lengsti til 15 ára. Ári eftir gildistöku kerfisins koma því fyrstu samningarnir til endurráðstöfunar og stöðugt og jafnt eftir það. 3. Nýir nýtingarsamningar verði afmarkaðir og boðnir til leigu á kvótaþingi til 15 ára. 4. Þeir sem fá nýtingarsamninga við upphaf þessa kerfis skulu fá 85% af því endurgjaldi (meðaltalsverði tegundar á viðkomandi ári) sem fyrir upphafssamningana fæst á kvótaþingi að frádregnu andvirði þeirrar nýtingar sem á sér stað eftir að lengsti upphafssamningurinn rennur út. GreinargerðMeð þeirri leið sem hér er lýst yrði öllum langtímaveiðirétti komið fyrir í nýtingarsamningum sem endurúthlutað yrði með stöðugu framboði á kvótaþingi. Framtíðarfyrirkomulagið færi strax að virka og tryggði jafnræði í greininni og eðlilega verðmyndun á nýtingarsamningunum. Gert er ráð fyrir þeirri einföldu aðferð að hverri útgerð verði úthlutað nýtingarsamningum fyrir þeim veiðirétti sem þeir hafa nú. Dæmi: Skip hefur sem svarar 150 tonna kvóta. Það fengi 15 samninga upp á 10 tonn hvern, einn rynni út eftir 15 ár, einn eftir 14 ár o.s.frv. sá stysti eftir eitt ár. Þar með hefur forgangi skipsins til kvótaúthlutunar verið lokið og framvegis verður útgerðarmaðurinn að sækja sér viðbót á kvótaþingi ef hann ætlar að halda í horfinu eða bæta við sig. Það yrði útgerðarmanni skipsins líklega of erfitt að tapa fimmtánda hluta nýtingarsamninganna árlega og þess vegna er þörf á mótvægisaðgerðum. Einföld leið til að koma til móts við hann væri að hann fengi á aðlögunartímanum (15 árum) mikinn hluta þess andvirðis sem fæst fyrir heimildirnar á kvótaþingi við endurúthlutun þeirra í fyrsta sinn. Hann fengi þess vegna mest þegar stysta samningnum lýkur en ekki neitt þegar þeim lengsta lýkur. Verðið ræðst á kvótaþingi. Það að útgerðarmaðurinn fái ekki allt andvirðið á aðlögunartímanum er nauðsynlegt til að þeir sem eru núna í útgerð geti ekki sprengt upp verðið til að útiloka aðra. Með þessari leið er ekki verið að kaupa kvótann af útgerðinni. Miklu frekar ber að líta á hana sem tímabundið fyrirkomulag sem kemur í stað þeirrar úthlutunar kvótans sem nú gildir. En þessi aðferð gerir kleift að koma á stöðugu og þjálu úthlutunarkerfi strax sem stendur til framtíðar. Þessi aðferð fjármagnar sig sjálf og gott betur. Ef nýtingarsamningar verða leigðir út til 15 ára rennur í ríkissjóð andvirði þeirra ára sem veiðiheimildirnar ná til eftir 15 árin og auk þeirra 15% af verðinu sem fæst á kvótaþingi fyrir tímann fram að því. Með þessari aðferð er einföld leið opin til að koma meira til móts við „gömlu" útgerðirnar ef vilji er til sátta, það er að hafa tímann sem útgerðir hafa rétt til andvirðis upphafssamningana lengri en hér er sett fram. Eðlilegt er að fella núgildandi veiðigjald niður þar sem og þegar leiga fyrir nýtingarsamninga kemur í stað þess . Kostirnir við þessa aðferð er að framtíðarkerfið fer strax að virka, öllum langtíma veiðirétti hefur þá verið breytt í nýtingarsamninga og einn fimmtándi hluti þeirra fer á kvótaþing hvert ár. Einingarnar sem verða leigðar út geta verið hvaða stærð sem er. Aðferðin leysir endurnýjunarvandann sem annars myndast eftir 15 ár. Hún opnar klárlega fyrir nýliða inn í greinina, tryggir fullt jafnræði og getur rúmað verulegan sveigjanleika. Skynsamlegt væri að leyfa framsal slíkra nýtingarsamninga a.m.k. upphafssamninganna sem hér er fjallað um en einnig gætu útgerðir í stað þess haft innskilunarrétt á kvótaþing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Hér fer á eftir tillaga að leið sem er ætlað að skapa jafnræðisgrundvöll fyrir útgerðarfyrirtæki til að þróast í, jafnframt því að þjóðin fái notið eðlilegs arðs af nýtingu auðlindarinnar. Leið sem er ætlað að koma á stöðugu en lifandi og þjálu umhverfi fyrir sjávarútveginn. Þessi tillaga er um aðferð (% og árafjölda ber að taka með fyrirvara) við að ná markmiðum um þjóðareign á auðlindum sjávar á grundvelli „samningaleiðarinnar". Hér er einungis fjallað um langtíma veiðirétt (aflahlutdeildir). 1. Gerðir verði nýtingarsamningar við einstakar útgerðir til 15 ára á grundvelli þeirra aflahlutdeilda sem þær hafa nú. 2. Nýtingarsamningarnir verði afmarkaðir í 15 hluti og verði stysti samningurinn til eins árs en sá lengsti til 15 ára. Ári eftir gildistöku kerfisins koma því fyrstu samningarnir til endurráðstöfunar og stöðugt og jafnt eftir það. 3. Nýir nýtingarsamningar verði afmarkaðir og boðnir til leigu á kvótaþingi til 15 ára. 4. Þeir sem fá nýtingarsamninga við upphaf þessa kerfis skulu fá 85% af því endurgjaldi (meðaltalsverði tegundar á viðkomandi ári) sem fyrir upphafssamningana fæst á kvótaþingi að frádregnu andvirði þeirrar nýtingar sem á sér stað eftir að lengsti upphafssamningurinn rennur út. GreinargerðMeð þeirri leið sem hér er lýst yrði öllum langtímaveiðirétti komið fyrir í nýtingarsamningum sem endurúthlutað yrði með stöðugu framboði á kvótaþingi. Framtíðarfyrirkomulagið færi strax að virka og tryggði jafnræði í greininni og eðlilega verðmyndun á nýtingarsamningunum. Gert er ráð fyrir þeirri einföldu aðferð að hverri útgerð verði úthlutað nýtingarsamningum fyrir þeim veiðirétti sem þeir hafa nú. Dæmi: Skip hefur sem svarar 150 tonna kvóta. Það fengi 15 samninga upp á 10 tonn hvern, einn rynni út eftir 15 ár, einn eftir 14 ár o.s.frv. sá stysti eftir eitt ár. Þar með hefur forgangi skipsins til kvótaúthlutunar verið lokið og framvegis verður útgerðarmaðurinn að sækja sér viðbót á kvótaþingi ef hann ætlar að halda í horfinu eða bæta við sig. Það yrði útgerðarmanni skipsins líklega of erfitt að tapa fimmtánda hluta nýtingarsamninganna árlega og þess vegna er þörf á mótvægisaðgerðum. Einföld leið til að koma til móts við hann væri að hann fengi á aðlögunartímanum (15 árum) mikinn hluta þess andvirðis sem fæst fyrir heimildirnar á kvótaþingi við endurúthlutun þeirra í fyrsta sinn. Hann fengi þess vegna mest þegar stysta samningnum lýkur en ekki neitt þegar þeim lengsta lýkur. Verðið ræðst á kvótaþingi. Það að útgerðarmaðurinn fái ekki allt andvirðið á aðlögunartímanum er nauðsynlegt til að þeir sem eru núna í útgerð geti ekki sprengt upp verðið til að útiloka aðra. Með þessari leið er ekki verið að kaupa kvótann af útgerðinni. Miklu frekar ber að líta á hana sem tímabundið fyrirkomulag sem kemur í stað þeirrar úthlutunar kvótans sem nú gildir. En þessi aðferð gerir kleift að koma á stöðugu og þjálu úthlutunarkerfi strax sem stendur til framtíðar. Þessi aðferð fjármagnar sig sjálf og gott betur. Ef nýtingarsamningar verða leigðir út til 15 ára rennur í ríkissjóð andvirði þeirra ára sem veiðiheimildirnar ná til eftir 15 árin og auk þeirra 15% af verðinu sem fæst á kvótaþingi fyrir tímann fram að því. Með þessari aðferð er einföld leið opin til að koma meira til móts við „gömlu" útgerðirnar ef vilji er til sátta, það er að hafa tímann sem útgerðir hafa rétt til andvirðis upphafssamningana lengri en hér er sett fram. Eðlilegt er að fella núgildandi veiðigjald niður þar sem og þegar leiga fyrir nýtingarsamninga kemur í stað þess . Kostirnir við þessa aðferð er að framtíðarkerfið fer strax að virka, öllum langtíma veiðirétti hefur þá verið breytt í nýtingarsamninga og einn fimmtándi hluti þeirra fer á kvótaþing hvert ár. Einingarnar sem verða leigðar út geta verið hvaða stærð sem er. Aðferðin leysir endurnýjunarvandann sem annars myndast eftir 15 ár. Hún opnar klárlega fyrir nýliða inn í greinina, tryggir fullt jafnræði og getur rúmað verulegan sveigjanleika. Skynsamlegt væri að leyfa framsal slíkra nýtingarsamninga a.m.k. upphafssamninganna sem hér er fjallað um en einnig gætu útgerðir í stað þess haft innskilunarrétt á kvótaþing.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun