Viðurkennir siðleysi sitt fúslega 24. febrúar 2012 00:15 Fallni embættismaðurinn Dominique Strauss-Kahn gerir sér varla miklar vonir um að endurheimta æruna úr þessu.nordicphotos/AFP Enn eitt kynlífshneykslið hefur bæst á ferilskrá franska stjórnmálamannsins og hagfræðingsins Dominique Strauss-Kahn, sem hefur á skömmum tíma hrapað úr háum embættum og situr nú uppi með litla von um að geta nokkurn tímann endurheimt æruna. Nú í vikunni var hann tæpa tvo sólarhringa í gæsluvarðhaldi í borginni Lille, sem er nyrst í Frakklandi skammt frá landamærum Belgíu, þar sem hann var yfirheyrður um aðild sína að Carlton-málinu svonefnda, sem kennt er við Carlton-hótelið þar í borg. Á þessu hóteli hefur Strauss-Kahn oft gist, iðulega að loknum vinnukvöldverði í tengslum við stjórnmál eða viðskipti. Fjölmiðlafulltrúi hótelsins, René Kojfer, er grunaður um að hafa óspart otað vændiskonum að fjársterkum viðskiptavinum. Það virðist hann hafa gert í félagi við yfirmann í lögreglunni, Jean-Christophe Lagarde, sem er sakaður um að hafa við ýmis tækifæri bókað hótelherbergi á Carlton og gjarnan látið vændiskonur fylgja með herberginu. Lagarde er í frönskum fjölmiðlum sagður hafa verið metnaðarfullur embættismaður, sem hafi gert sér far um að rækta vinskap við Dominique Strauss-Kahn í von um að komast til æðri metorða þegar Sósíalistaflokkurinn kæmist í ríkisstjórn. Þeir Lagarde og Strauss-Kahn eru einnig sagðir hafa stundað svallveislur í París og New York í fylgd vændiskvenna, sem Strauss-Kahn segist reyndar ekki vita að hafi verið vændiskonur. Við sögu koma þekktir viðskiptamenn í Frakklandi og sakamálið gegn þeim snýst meðal annars um það hvort þeir hafi notað fé fyrirtækja sinna til að greiða fyrir vændið. Alls hafa átta manns verið ákærðir. Vændiskonurnar virðast þeir hafa fengið frá manni að nafni Dominque Alderweireld, sem er eigandi svokallaðra nuddstofa í Belgíu, skammt frá landamærum Frakklands og ekki langt frá borginni Lille. Alderweireld, sem gengur reyndar almennt undir nafninu Dodo la Saumure, var handtekinn í Belgíu í október síðastliðnum og strax þá komst Carlton-málið í hámæli í frönskum fjölmiðlum. Strauss-Kahn komst þá eina ferðina enn í fréttirnar fyrir vafasöm tiltæki sín, og var þó varla á það bætandi eftir nauðgunarmálið frá New York síðastliðið vor, þar sem hótelþerna sagði hann hafa ráðist á sig inni á hótelherbergi. Það mál var fellt niður þegar efasemdir vöknuðu um trúverðugleika þernunnar, en hún hefur haldið fast við málflutning sinn og hefur höfðað borgaralegt mál á hendur honum. Þeim málaferlum er ekki lokið. Það var Strauss-Kahn sjálfur sem krafðist þess að verða yfirheyrður í Carlton-málinu. Hann mætti á tilskildum tíma á þriðjudaginn var, og vissi fyrirfram að hann gæti reiknað með því að vera hafður í haldi í allt að tvo sólarhringa. Eftir að hann var látinn laus á miðvikudagskvöld sagðist hann ánægður með niðurstöðuna, en hefur ekki frekar en lögreglan upplýst nánar um það sem fram fór. „Hann hefur útskýrt mál sitt að fullu, hann er mjög ánægður," sagði einn lögmanna hans. Strauss-Kahn hefur neitað því að hafa brotið lög, en viðurkennir að hafa gert „siðferðisleg mistök". Einn lögmanna hans segir ekkert athugavert við það þótt hann hafi ekki áttað sig á að naktar konur í svallveislum væru vændiskonur. Einn þeirra viðskiptamanna sem ákærðir eru í málinu, David Roquet að nafni, segir að þátttakendur í veislunum hafi ekkert vitað að konurnar hafi fengið greiðslur fyrir að taka þátt í því sem fram fór. Um slíkt hafi aldrei verið talað: „Það var svona heiðursmannasamkomulag," sagði hann. „Ég er næstum því viss um að hann vissi ekkert af því," sagði líka ein kvennanna, Florence að nafni, um Strauss-Kahn þegar hún var spurð út í vitneskju hans um greiðslur. Hún hrósaði honum fyrir að hafa sýnt konunum mikla athygli: „Ég svaf hjá honum í hvert skipti á þessum kvöldum," er haft eftir henni, meðal annars í þýska tímaritinu Der Spiegel. Önnur þessara kvenna, Mounia, segir Strauss-Kahn hins vegar hafa verið ofbeldisfullan og ekkert hafi farið á milli mála með greiðslurnar: „Enginn viðstaddra gat horft fram hjá því að ég fékk greitt fyrir mitt framlag." gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Enn eitt kynlífshneykslið hefur bæst á ferilskrá franska stjórnmálamannsins og hagfræðingsins Dominique Strauss-Kahn, sem hefur á skömmum tíma hrapað úr háum embættum og situr nú uppi með litla von um að geta nokkurn tímann endurheimt æruna. Nú í vikunni var hann tæpa tvo sólarhringa í gæsluvarðhaldi í borginni Lille, sem er nyrst í Frakklandi skammt frá landamærum Belgíu, þar sem hann var yfirheyrður um aðild sína að Carlton-málinu svonefnda, sem kennt er við Carlton-hótelið þar í borg. Á þessu hóteli hefur Strauss-Kahn oft gist, iðulega að loknum vinnukvöldverði í tengslum við stjórnmál eða viðskipti. Fjölmiðlafulltrúi hótelsins, René Kojfer, er grunaður um að hafa óspart otað vændiskonum að fjársterkum viðskiptavinum. Það virðist hann hafa gert í félagi við yfirmann í lögreglunni, Jean-Christophe Lagarde, sem er sakaður um að hafa við ýmis tækifæri bókað hótelherbergi á Carlton og gjarnan látið vændiskonur fylgja með herberginu. Lagarde er í frönskum fjölmiðlum sagður hafa verið metnaðarfullur embættismaður, sem hafi gert sér far um að rækta vinskap við Dominique Strauss-Kahn í von um að komast til æðri metorða þegar Sósíalistaflokkurinn kæmist í ríkisstjórn. Þeir Lagarde og Strauss-Kahn eru einnig sagðir hafa stundað svallveislur í París og New York í fylgd vændiskvenna, sem Strauss-Kahn segist reyndar ekki vita að hafi verið vændiskonur. Við sögu koma þekktir viðskiptamenn í Frakklandi og sakamálið gegn þeim snýst meðal annars um það hvort þeir hafi notað fé fyrirtækja sinna til að greiða fyrir vændið. Alls hafa átta manns verið ákærðir. Vændiskonurnar virðast þeir hafa fengið frá manni að nafni Dominque Alderweireld, sem er eigandi svokallaðra nuddstofa í Belgíu, skammt frá landamærum Frakklands og ekki langt frá borginni Lille. Alderweireld, sem gengur reyndar almennt undir nafninu Dodo la Saumure, var handtekinn í Belgíu í október síðastliðnum og strax þá komst Carlton-málið í hámæli í frönskum fjölmiðlum. Strauss-Kahn komst þá eina ferðina enn í fréttirnar fyrir vafasöm tiltæki sín, og var þó varla á það bætandi eftir nauðgunarmálið frá New York síðastliðið vor, þar sem hótelþerna sagði hann hafa ráðist á sig inni á hótelherbergi. Það mál var fellt niður þegar efasemdir vöknuðu um trúverðugleika þernunnar, en hún hefur haldið fast við málflutning sinn og hefur höfðað borgaralegt mál á hendur honum. Þeim málaferlum er ekki lokið. Það var Strauss-Kahn sjálfur sem krafðist þess að verða yfirheyrður í Carlton-málinu. Hann mætti á tilskildum tíma á þriðjudaginn var, og vissi fyrirfram að hann gæti reiknað með því að vera hafður í haldi í allt að tvo sólarhringa. Eftir að hann var látinn laus á miðvikudagskvöld sagðist hann ánægður með niðurstöðuna, en hefur ekki frekar en lögreglan upplýst nánar um það sem fram fór. „Hann hefur útskýrt mál sitt að fullu, hann er mjög ánægður," sagði einn lögmanna hans. Strauss-Kahn hefur neitað því að hafa brotið lög, en viðurkennir að hafa gert „siðferðisleg mistök". Einn lögmanna hans segir ekkert athugavert við það þótt hann hafi ekki áttað sig á að naktar konur í svallveislum væru vændiskonur. Einn þeirra viðskiptamanna sem ákærðir eru í málinu, David Roquet að nafni, segir að þátttakendur í veislunum hafi ekkert vitað að konurnar hafi fengið greiðslur fyrir að taka þátt í því sem fram fór. Um slíkt hafi aldrei verið talað: „Það var svona heiðursmannasamkomulag," sagði hann. „Ég er næstum því viss um að hann vissi ekkert af því," sagði líka ein kvennanna, Florence að nafni, um Strauss-Kahn þegar hún var spurð út í vitneskju hans um greiðslur. Hún hrósaði honum fyrir að hafa sýnt konunum mikla athygli: „Ég svaf hjá honum í hvert skipti á þessum kvöldum," er haft eftir henni, meðal annars í þýska tímaritinu Der Spiegel. Önnur þessara kvenna, Mounia, segir Strauss-Kahn hins vegar hafa verið ofbeldisfullan og ekkert hafi farið á milli mála með greiðslurnar: „Enginn viðstaddra gat horft fram hjá því að ég fékk greitt fyrir mitt framlag." gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira