Tek með mér alla skó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2012 06:00 Helga Margrét Þorsteinsdóttir Mynd/Hans Uurike Helga Margrét Þorsteinsdóttir er farin að horfa til sumarsins eftir vel heppnað innanhússtímabil og fyrsta skrefið er að komast í æfingabúðir í sólinni í Ástralíu. Gamalgróin meiðsli aftan í læri eru enn að gera vart við sig og munu því enn á ný hafa áhrif á leið Helgu að aðalmarkmiði sínu í ár sem er að komast inn á Ólympíuleikana í London í sumar. „Þetta er aðeins búið að breytast. Þetta átti upphaflega að vera keppnisferð en núna verður þetta meiri æfingabúðir en keppni," segir Helga Margrét. „Ég fer samt og tek með mér alla skó og keppnisgalla. Ég setti sjálfri mér það skilyrði eftir EM síðasta sumar þar sem ég þurfti að hætta vegna meiðsla að ég ætlaði aldrei aftur að byrja í sjöþraut ef mér fyndist ég ekki vera alveg tilbúin," segir Helga en meiðslin eru enn að angra hana. „Það hefur gengið vel í vetur en ég er alltaf að glíma við meiðsli aftan í læri. Við ákváðum að það væri ekki það sem ég gæti alltaf verið að æfa með. Ég er í stöðugri meðhöndlun alla daga og ég ætla ekki að láta æfingarnar vinna á móti henni. Meðhöndlunin hefur því forgang núna," segir Helga en hitinn í Ástralíu gæti haft góð áhrif. „Hitinn hefur alltaf haft rosalega góð áhrif á kroppinn á mér. Maður er orðinn svo hvítur og grár eitthvað hérna núna þótt að sólin sé aðeins farin að skína. Það verður gott að fá smá sól," segir Helga í léttum tón.Helga Margrét sá fyrir sér að ná Ólympíulágmarkinu strax í Ástralíu en það gæti þurft að bíða á meðan hún er að ná sér góðri. „Ég þarf að tækla þetta lágmark svolítið öðruvísi. Auðvitað er það búið að vera markmiðið rosalega lengi og er náttúrulega markmiðið ennþá. Ef maður ætlar samt að einblína bara á það og láta allt annað fara til andskotans þá gengur það ekki. Það kemur bara ef það kemur," segir Helga um Ólympíulágmarkið sem er 5950 stig. Íslandsmetið hennar frá því í júní 2009 er 5.878 stig. Helga vill frekar mæta heil inn í sumartímabilið í maí í stað þess að taka einhverja áhættu í Ástralíu. „Ég lít mjög björtum augum á þetta allt saman hvort sem að ég keppi í Ástralíu eða ekki. Ég er búin að vera með þessi meiðsli meira eða minna í tvö ár og ég get alveg búist við því að það muni taka langan tíma að fara þegar þetta er búið að vera svona lengi," segir Helga en hún viðurkennir að þetta reyni á andlegu hliðina. „Ég er orðin mjög þreytt á þessu og vera alltaf að æfa og keppa ofan í þetta. Núna langar mig að losna alveg við þetta og fara þá aftur af stað á fullu. „Hamurinn" ræður svolítið ferðinni núna. Þegar Ólympíulágmarkið hangir svona yfir manni þá verður maður að taka einn dag í einu. Ég hugsa ekkert um þetta Ólympíulágmark því það má ekki. Eina sem maður getur haft áhrif á er núið," segir Helga að lokum. Erlendar Frjálsar íþróttir Innlendar Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
Helga Margrét Þorsteinsdóttir er farin að horfa til sumarsins eftir vel heppnað innanhússtímabil og fyrsta skrefið er að komast í æfingabúðir í sólinni í Ástralíu. Gamalgróin meiðsli aftan í læri eru enn að gera vart við sig og munu því enn á ný hafa áhrif á leið Helgu að aðalmarkmiði sínu í ár sem er að komast inn á Ólympíuleikana í London í sumar. „Þetta er aðeins búið að breytast. Þetta átti upphaflega að vera keppnisferð en núna verður þetta meiri æfingabúðir en keppni," segir Helga Margrét. „Ég fer samt og tek með mér alla skó og keppnisgalla. Ég setti sjálfri mér það skilyrði eftir EM síðasta sumar þar sem ég þurfti að hætta vegna meiðsla að ég ætlaði aldrei aftur að byrja í sjöþraut ef mér fyndist ég ekki vera alveg tilbúin," segir Helga en meiðslin eru enn að angra hana. „Það hefur gengið vel í vetur en ég er alltaf að glíma við meiðsli aftan í læri. Við ákváðum að það væri ekki það sem ég gæti alltaf verið að æfa með. Ég er í stöðugri meðhöndlun alla daga og ég ætla ekki að láta æfingarnar vinna á móti henni. Meðhöndlunin hefur því forgang núna," segir Helga en hitinn í Ástralíu gæti haft góð áhrif. „Hitinn hefur alltaf haft rosalega góð áhrif á kroppinn á mér. Maður er orðinn svo hvítur og grár eitthvað hérna núna þótt að sólin sé aðeins farin að skína. Það verður gott að fá smá sól," segir Helga í léttum tón.Helga Margrét sá fyrir sér að ná Ólympíulágmarkinu strax í Ástralíu en það gæti þurft að bíða á meðan hún er að ná sér góðri. „Ég þarf að tækla þetta lágmark svolítið öðruvísi. Auðvitað er það búið að vera markmiðið rosalega lengi og er náttúrulega markmiðið ennþá. Ef maður ætlar samt að einblína bara á það og láta allt annað fara til andskotans þá gengur það ekki. Það kemur bara ef það kemur," segir Helga um Ólympíulágmarkið sem er 5950 stig. Íslandsmetið hennar frá því í júní 2009 er 5.878 stig. Helga vill frekar mæta heil inn í sumartímabilið í maí í stað þess að taka einhverja áhættu í Ástralíu. „Ég lít mjög björtum augum á þetta allt saman hvort sem að ég keppi í Ástralíu eða ekki. Ég er búin að vera með þessi meiðsli meira eða minna í tvö ár og ég get alveg búist við því að það muni taka langan tíma að fara þegar þetta er búið að vera svona lengi," segir Helga en hún viðurkennir að þetta reyni á andlegu hliðina. „Ég er orðin mjög þreytt á þessu og vera alltaf að æfa og keppa ofan í þetta. Núna langar mig að losna alveg við þetta og fara þá aftur af stað á fullu. „Hamurinn" ræður svolítið ferðinni núna. Þegar Ólympíulágmarkið hangir svona yfir manni þá verður maður að taka einn dag í einu. Ég hugsa ekkert um þetta Ólympíulágmark því það má ekki. Eina sem maður getur haft áhrif á er núið," segir Helga að lokum.
Erlendar Frjálsar íþróttir Innlendar Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira