Velferðarþjónusta öryggis, virðingar og mannréttinda Sóley Tómasdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson skrifar 15. mars 2012 06:00 Grein formanns og varaformanns velferðarráðs í Fréttablaðinu í gær um mikilvægi fjölbreytileikans í þjónustu við fullorðið sjálfráða fólk sem hefði val um hvar það fær þjónustu var ágæt og hefði átt vel við í umræðu um tryggingafyrirtæki eða annan samkeppnisrekstur þar sem viðskiptavinir hafa raunverulegt val. En velferðarþjónustu hins opinbera er lítill sómi sýndur með skrifum sem þessum. Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar tók af miklum myndugleik á samskiptum trúar- og lífsskoðunarfélaga við mennta- og uppeldisstofnanir með skýrum reglum sem nú hafa tekið gildi. Markmið þeirra er að verja og vernda börn fyrir innrætingu af trúarlegum toga. Það er vel, og í fullu samræmi við mannréttindastefnu borgarinnar, þar sem kveðið er á um að öll þjónusta borgarinnar skuli einkennast af jákvæðum samskiptum og gagnkvæmri virðingu, óháð stjórnmála- eða trúarskoðunum fólks, að umhverfi og þjónusta skuli vera fordómalaust og að unnið skuli að því að útrýma slíku. Það er einkennileg túlkun á mannréttindastefnunni að hún skuli aðeins gilda um börn en ekki fullorðna og enn einkennilegri eru fullyrðingar um að þessir fullorðnu einstaklingar sem um ræðir hafi val. Meirihlutinn felldi tillögu Vinstri grænna um að sambærilegar reglur yrðu settar um samskipti velferðarsviðs við trúar- og lífsskoðunarfélög eins og skóla- og uppeldisstofnanir. Uppgefnar ástæður eru auðhrekjanlegar eftiráskýringar. Hið rétta er að meirihlutann skortir pólitískan vilja til að fylgja eftir mannréttindastefnunni og kýs að standa með sterkum og áhrifamiklum trúfélögum gegn fólki sem er í viðkvæmri stöðu. Raunveruleikinn er sá að utangarðsfólk hefur ekkert val. Þjónusta Velferðarsviðs er í fæstum tilfellum hluti af fjölbreyttri flóru, heldur oft það eina sem borgarbúum stendur til boða. Utangarðsfólk sem þarf á þjónustunni að halda er ekki í aðstöðu til að gera kröfur og þeirra á meðal eru fáir sem geta barist fyrir hugsjónum um trúfrelsi eða fordómaleysi. Hér er um viðkvæman hóp að ræða sem nauðsynlegt er að verja fyrir ágangi eða innrætingu trúfélaga – hvort sem meirihlutanum líkar betur eða verr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Sjá meira
Grein formanns og varaformanns velferðarráðs í Fréttablaðinu í gær um mikilvægi fjölbreytileikans í þjónustu við fullorðið sjálfráða fólk sem hefði val um hvar það fær þjónustu var ágæt og hefði átt vel við í umræðu um tryggingafyrirtæki eða annan samkeppnisrekstur þar sem viðskiptavinir hafa raunverulegt val. En velferðarþjónustu hins opinbera er lítill sómi sýndur með skrifum sem þessum. Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar tók af miklum myndugleik á samskiptum trúar- og lífsskoðunarfélaga við mennta- og uppeldisstofnanir með skýrum reglum sem nú hafa tekið gildi. Markmið þeirra er að verja og vernda börn fyrir innrætingu af trúarlegum toga. Það er vel, og í fullu samræmi við mannréttindastefnu borgarinnar, þar sem kveðið er á um að öll þjónusta borgarinnar skuli einkennast af jákvæðum samskiptum og gagnkvæmri virðingu, óháð stjórnmála- eða trúarskoðunum fólks, að umhverfi og þjónusta skuli vera fordómalaust og að unnið skuli að því að útrýma slíku. Það er einkennileg túlkun á mannréttindastefnunni að hún skuli aðeins gilda um börn en ekki fullorðna og enn einkennilegri eru fullyrðingar um að þessir fullorðnu einstaklingar sem um ræðir hafi val. Meirihlutinn felldi tillögu Vinstri grænna um að sambærilegar reglur yrðu settar um samskipti velferðarsviðs við trúar- og lífsskoðunarfélög eins og skóla- og uppeldisstofnanir. Uppgefnar ástæður eru auðhrekjanlegar eftiráskýringar. Hið rétta er að meirihlutann skortir pólitískan vilja til að fylgja eftir mannréttindastefnunni og kýs að standa með sterkum og áhrifamiklum trúfélögum gegn fólki sem er í viðkvæmri stöðu. Raunveruleikinn er sá að utangarðsfólk hefur ekkert val. Þjónusta Velferðarsviðs er í fæstum tilfellum hluti af fjölbreyttri flóru, heldur oft það eina sem borgarbúum stendur til boða. Utangarðsfólk sem þarf á þjónustunni að halda er ekki í aðstöðu til að gera kröfur og þeirra á meðal eru fáir sem geta barist fyrir hugsjónum um trúfrelsi eða fordómaleysi. Hér er um viðkvæman hóp að ræða sem nauðsynlegt er að verja fyrir ágangi eða innrætingu trúfélaga – hvort sem meirihlutanum líkar betur eða verr.
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar