Geir Ólafs í júdóið | Bjarni bronsmaður segir hann vera öflugan Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. mars 2012 07:00 Tekið á bronsmanninum Geir er undir öruggri handleiðslu Bjarna Friðrikssonar hjá Júdófélagi Reykjavíkur. Geir reynir hér að taka bronsmanninn niður. fréttablaðið/hag Stórsöngvarinn Geir Ólafsson er marghamur maður. Hann hefur nú skipt jakkafötunum út fyrir júdóbúning og mun glíma á Íslandsmótinu í júdó um næstu helgi. Hann æfir undir handleiðslu bronsmannsins frá ÓL í Los Angeles, Bjarna Friðrikssonar, sem segir Geir vera öflugan júdókappa sem kveinki sér ekki. „Ég hef verið í júdó frá því ég var ungur drengur. Fyrsti maðurinn sem ég glímdi við var Thor Vilhjálmsson," sagði söngvarinn geðþekki og nú júdókappinn Geir Ólafsson. Geir mun taka þátt í Íslandsmótinu í júdó í fyrsta skipti um næstu helgi. Það eru nokkur afföll meðal bestu júdómanna landsins en mest munar þó um að besti júdómaður landsins, Þormóður Árni Jónsson, mun ekki geta keppt vegna meiðsla. Ný andlit fá því tækifæri til þess að láta ljós sitt skína og Geir er á meðal þeirra manna en hann mun taka þátt í mínus 73 kílógramma flokki. „Ég hef tekið júdóið mjög föstum tökum síðustu misseri og æft grimmt síðustu sjö mánuði. Í kjölfarið hef ég ákveðið að mæta á Íslandsmótið en það verður fyrsta júdómót sem ég tek þátt í," sagði Geir glaðbeittur. „Ég verð samt að viðurkenna að þó svo ég æfi mikið þá hef ég ekki tekið mataræðið nógu föstum tökum. Ég hef aldrei haft áhyggjur af því hvað ég sé að borða." Söngvarinn síkáti mætir fullur sjálfstrausts til leiks og ætlar að selja sig dýrt. „Maður stefnir alltaf á að vinna en fyrst og fremst ætla ég að standa í lappirnir og gera mitt besta. Ég ætla að nýta þá tækni og þekkingu sem ég hef öðlast til þess að gera mitt besta. Ég veit að andstæðingarnir eru gríðarlega erfiðir. Ég mæti þeim með virðingu og vinsemd en mun berjast við þá að því ég best get." Geir segist vera mjög spenntur fyrir mótinu og hlakki til að taka þátt í mótinu. „Júdó er göfugmennaíþrótt sem gaman er að stunda. Þetta getur því ekki orðið annað en gaman," sagði Geir en getur hann eitthvað? „Það kemur í ljós á mótinu." Það er óhætt að segja að Geir sé að fá góða þjálfun en þjálfarinn hans er enginn annar en bronsmaðurinn frá Ólympíuleikunum í Los Angeles, Bjarni Friðriksson. „Geir er flottur glímumaður og mjög öflugur. Hann er líklega ekki að fara að keppa um Íslandsmeistaratitilinn enda búinn að æfa stutt en hann er mjög öflugur," sagði Bjarni um skjólstæðinginn Geir sem hann segir vera til fyrirmyndar. „Geir missir aldrei af æfingu og kveinkar sér aldrei. Það er mikill kostur. Hann lenti einu sinni í því að meiða sig en það stoppaði hann ekki. Ég varð svo að reyna að stoppa hann því hann neitaði að hætta. Honum finnst þetta svo gaman," sagði Bjarni ánægður með sinn mann. Innlendar Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sjá meira
Stórsöngvarinn Geir Ólafsson er marghamur maður. Hann hefur nú skipt jakkafötunum út fyrir júdóbúning og mun glíma á Íslandsmótinu í júdó um næstu helgi. Hann æfir undir handleiðslu bronsmannsins frá ÓL í Los Angeles, Bjarna Friðrikssonar, sem segir Geir vera öflugan júdókappa sem kveinki sér ekki. „Ég hef verið í júdó frá því ég var ungur drengur. Fyrsti maðurinn sem ég glímdi við var Thor Vilhjálmsson," sagði söngvarinn geðþekki og nú júdókappinn Geir Ólafsson. Geir mun taka þátt í Íslandsmótinu í júdó í fyrsta skipti um næstu helgi. Það eru nokkur afföll meðal bestu júdómanna landsins en mest munar þó um að besti júdómaður landsins, Þormóður Árni Jónsson, mun ekki geta keppt vegna meiðsla. Ný andlit fá því tækifæri til þess að láta ljós sitt skína og Geir er á meðal þeirra manna en hann mun taka þátt í mínus 73 kílógramma flokki. „Ég hef tekið júdóið mjög föstum tökum síðustu misseri og æft grimmt síðustu sjö mánuði. Í kjölfarið hef ég ákveðið að mæta á Íslandsmótið en það verður fyrsta júdómót sem ég tek þátt í," sagði Geir glaðbeittur. „Ég verð samt að viðurkenna að þó svo ég æfi mikið þá hef ég ekki tekið mataræðið nógu föstum tökum. Ég hef aldrei haft áhyggjur af því hvað ég sé að borða." Söngvarinn síkáti mætir fullur sjálfstrausts til leiks og ætlar að selja sig dýrt. „Maður stefnir alltaf á að vinna en fyrst og fremst ætla ég að standa í lappirnir og gera mitt besta. Ég ætla að nýta þá tækni og þekkingu sem ég hef öðlast til þess að gera mitt besta. Ég veit að andstæðingarnir eru gríðarlega erfiðir. Ég mæti þeim með virðingu og vinsemd en mun berjast við þá að því ég best get." Geir segist vera mjög spenntur fyrir mótinu og hlakki til að taka þátt í mótinu. „Júdó er göfugmennaíþrótt sem gaman er að stunda. Þetta getur því ekki orðið annað en gaman," sagði Geir en getur hann eitthvað? „Það kemur í ljós á mótinu." Það er óhætt að segja að Geir sé að fá góða þjálfun en þjálfarinn hans er enginn annar en bronsmaðurinn frá Ólympíuleikunum í Los Angeles, Bjarni Friðriksson. „Geir er flottur glímumaður og mjög öflugur. Hann er líklega ekki að fara að keppa um Íslandsmeistaratitilinn enda búinn að æfa stutt en hann er mjög öflugur," sagði Bjarni um skjólstæðinginn Geir sem hann segir vera til fyrirmyndar. „Geir missir aldrei af æfingu og kveinkar sér aldrei. Það er mikill kostur. Hann lenti einu sinni í því að meiða sig en það stoppaði hann ekki. Ég varð svo að reyna að stoppa hann því hann neitaði að hætta. Honum finnst þetta svo gaman," sagði Bjarni ánægður með sinn mann.
Innlendar Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sjá meira