Fjöldamorðingi talinn hafa myndað ódæðið 20. mars 2012 23:30 Til Ísrael Lík þriggja barna og föður tveggja þeirra, sem voru skotin til bana við skóla gyðinga á mánudag, voru flutt til Ísrael í gær þar sem þau verða jarðsett.Fréttablaðið/AP Talið er að maður sem myrti fjóra í skóla gyðinga í borginni Toulouse í Frakklandi á mánudag hafi myndað ódæðið. Vitni hafa lýst því að maðurinn hafi verið með litla myndavél festa við sig. Mínútu þögn var haldin í skólum í Frakklandi í gær til að minnast þriggja skólabarna og kennara þeirra sem létust í árásinni. Lík þeirra voru í gær flutt til Ísrael þar sem þau verða grafin. Lögregla hefur staðfest að sama skotvopnið hafi verið notað í tveimur árásum nýverið. Þá er talið að maðurinn hafi notað sömu svörtu vespuna í öllum tilvikum. Í árás sem gerð var 11. mars var óeinkennisklæddur hermaður skotinn til bana. Síðasta fimmtudag voru þrír hermenn skotnir við hraðbanka í bæ skammt frá Toulouse. Tveir létust og einn er alvarlega særður. Hermennirnir voru ættaðir frá Norður-Afríku og Karíbahafinu. Lögreglan hreinsaði í gær þrjá fyrrverandi hermenn af grun um aðild að ódæðunum. Þeir voru í sömu hersveit og hermennirnir sem skotnir voru á fimmtudag, og höfðu verið reknir úr hernum vegna kynþáttafordóma. Myndavélin sem morðinginn bar gæti gefið lögreglu mikilvægar vísbendingar um manninn, sagði Claude Gueant, innanríkisráðherra Frakklands í gær. Hann sagði morðingjann augljóslega „afar kaldrifjaðan" og sagði hann hafa „augljósan brotavilja" og vera „grimmlyndan". Ekkert benti til þess í gærkvöldi að lögreglan væri nærri því að handsama morðingjann. Morðinginn virðist kunna að meðhöndla skotvopn, og vinnur lögreglan meðal annars út frá því að hann gæti verið fyrrverandi lögreglumaður eða hermaður með geðræn vandamál og mikla kynþáttafordóma. „Þessi börn voru nákvæmlega eins og þið," sagði Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti í gær þegar hann var viðstaddur minningarathöfn í skóla í París. „Þetta hefði getað gerst hér." Óvenjufáir voru á ferli í gær í Toulouse, sem er fjórða stærsta borg Frakklands. Lögreglumenn vopnaðir sjálfvirkum rifflum stóðu vörð við skóla gyðinga, neðanjarðarlestarstöðvar borgarinnar og á fjölförnum torgum. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Erlent Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Erlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Ók á fólk á götum München: Börn á meðal hinna slösuðu Erlent Fleiri fréttir Ók á fólk á götum München: Börn á meðal hinna slösuðu Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Sjá meira
Talið er að maður sem myrti fjóra í skóla gyðinga í borginni Toulouse í Frakklandi á mánudag hafi myndað ódæðið. Vitni hafa lýst því að maðurinn hafi verið með litla myndavél festa við sig. Mínútu þögn var haldin í skólum í Frakklandi í gær til að minnast þriggja skólabarna og kennara þeirra sem létust í árásinni. Lík þeirra voru í gær flutt til Ísrael þar sem þau verða grafin. Lögregla hefur staðfest að sama skotvopnið hafi verið notað í tveimur árásum nýverið. Þá er talið að maðurinn hafi notað sömu svörtu vespuna í öllum tilvikum. Í árás sem gerð var 11. mars var óeinkennisklæddur hermaður skotinn til bana. Síðasta fimmtudag voru þrír hermenn skotnir við hraðbanka í bæ skammt frá Toulouse. Tveir létust og einn er alvarlega særður. Hermennirnir voru ættaðir frá Norður-Afríku og Karíbahafinu. Lögreglan hreinsaði í gær þrjá fyrrverandi hermenn af grun um aðild að ódæðunum. Þeir voru í sömu hersveit og hermennirnir sem skotnir voru á fimmtudag, og höfðu verið reknir úr hernum vegna kynþáttafordóma. Myndavélin sem morðinginn bar gæti gefið lögreglu mikilvægar vísbendingar um manninn, sagði Claude Gueant, innanríkisráðherra Frakklands í gær. Hann sagði morðingjann augljóslega „afar kaldrifjaðan" og sagði hann hafa „augljósan brotavilja" og vera „grimmlyndan". Ekkert benti til þess í gærkvöldi að lögreglan væri nærri því að handsama morðingjann. Morðinginn virðist kunna að meðhöndla skotvopn, og vinnur lögreglan meðal annars út frá því að hann gæti verið fyrrverandi lögreglumaður eða hermaður með geðræn vandamál og mikla kynþáttafordóma. „Þessi börn voru nákvæmlega eins og þið," sagði Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti í gær þegar hann var viðstaddur minningarathöfn í skóla í París. „Þetta hefði getað gerst hér." Óvenjufáir voru á ferli í gær í Toulouse, sem er fjórða stærsta borg Frakklands. Lögreglumenn vopnaðir sjálfvirkum rifflum stóðu vörð við skóla gyðinga, neðanjarðarlestarstöðvar borgarinnar og á fjölförnum torgum. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Erlent Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Erlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Ók á fólk á götum München: Börn á meðal hinna slösuðu Erlent Fleiri fréttir Ók á fólk á götum München: Börn á meðal hinna slösuðu Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Sjá meira