Yfirvöld í Máritaníu ætla að framselja Abdullah al-Senoussi, fyrrverandi samstarfsmann Gaddafís, til Líbíu, þar sem réttað verður yfir honum.
Abdullah er sakaður um að hafa skipulagt árásir á óbreytta borgara í Líbíu á síðasta ári. Hann er jafnframt talinn hafa staðið að fjöldamorðum þar í landi árið 1996 þegar um 1.200 fangar voru myrtir. Abdullah er eftirlýstur af stríðsglæpadómstólnum í Haag og yfirvöldum í Frakklandi.- sþ
