Obama vill láta rannsaka málið til hlítar 24. mars 2012 03:00 Bill Lee Lögreglustjórinn í Sanford vék úr embætti tímabundið meðan málið er rannsakað.nordicphotos/AFP „Ef ég ætti son, þá myndi hann líta út eins og Trayvon," sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti í gær. Þar með blandaði hann sér í umræðu um mikil hitamál í Bandaríkjunum, sem snýst um dráp á þeldökkum unglingspilti í bænum Sanford í Flórída í síðasta mánuði. Trayvon Martin heitir sá og hafði skroppið út í sjoppu þegar hvítur maður skaut hann, að því er virðist að tilefnislausu. Byssumaðurinn heitir George Zimmerman. Hann var á eftirlitsferð um hverfið á vegum nágrannagæslu þegar hann kom auga á Martin og hóf að elta hann, að sögn af því honum þótti hann grunsamlegur. Innan tíðar kom til átaka milli þeirra og þá dró Zimmerman upp byssu sína með fyrrgreindum afleiðingum. Zimmermann sagðist hafa gert þetta í sjálfsvörn og lögreglan lét þá útskýringu duga, en almenningur brást ókvæða við og hefur efnt til ýmis konar mótmæla. „Ég held að allir foreldrar í Bandaríkjunum ættu að geta skilið hvers vegna það skiptir öllu máli að við rannsökum allar hliðar þessa máls," segir Obama. Tveir embættismenn í Sanford hafa nú vikið úr embætti tímabundið meðan málið er til rannsóknar, þeir Bill Lee lögreglustjóri og Norman Wolfinger saksóknari. „Ég geri þetta í von um að skapa einhvers konar kyrrð í þessari borg, sem hefur verið í uppnámi í fleiri vikur," sagði Lee þegar hann tilkynnti um brotthvarf sitt.- gb Fréttir Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Tíunda skotið klikkaði Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
„Ef ég ætti son, þá myndi hann líta út eins og Trayvon," sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti í gær. Þar með blandaði hann sér í umræðu um mikil hitamál í Bandaríkjunum, sem snýst um dráp á þeldökkum unglingspilti í bænum Sanford í Flórída í síðasta mánuði. Trayvon Martin heitir sá og hafði skroppið út í sjoppu þegar hvítur maður skaut hann, að því er virðist að tilefnislausu. Byssumaðurinn heitir George Zimmerman. Hann var á eftirlitsferð um hverfið á vegum nágrannagæslu þegar hann kom auga á Martin og hóf að elta hann, að sögn af því honum þótti hann grunsamlegur. Innan tíðar kom til átaka milli þeirra og þá dró Zimmerman upp byssu sína með fyrrgreindum afleiðingum. Zimmermann sagðist hafa gert þetta í sjálfsvörn og lögreglan lét þá útskýringu duga, en almenningur brást ókvæða við og hefur efnt til ýmis konar mótmæla. „Ég held að allir foreldrar í Bandaríkjunum ættu að geta skilið hvers vegna það skiptir öllu máli að við rannsökum allar hliðar þessa máls," segir Obama. Tveir embættismenn í Sanford hafa nú vikið úr embætti tímabundið meðan málið er til rannsóknar, þeir Bill Lee lögreglustjóri og Norman Wolfinger saksóknari. „Ég geri þetta í von um að skapa einhvers konar kyrrð í þessari borg, sem hefur verið í uppnámi í fleiri vikur," sagði Lee þegar hann tilkynnti um brotthvarf sitt.- gb
Fréttir Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Tíunda skotið klikkaði Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent