Einnar bókar bullur Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 26. mars 2012 11:15 Þegar ég geng um miðbæ Kordóvu og horfi á gömlu moskuna fyllist ég andagift. Það sem ljær vitund minni vængi er tilhugsunin um að hér sátu múslímar, gyðingar og kristnir á miðöldum og lásu sér til á sama bókasafninu og rökræddu síðan hugmyndir sínar þó ólíkar væru. Fremstur meðal jafningja í þessum fræðimannahópi var Averróes. Hann kafaði jafnt í trúarrit múslíma sem og heimspeki Forn-Grikkja og reyndi að byggja brú milli þessara tveggja heima. En þá kom einnar bókar fólkið til sögunnar, svo ég taki nú ágætt máltæki Þráins Bertelssonar mér í munn. Það leið náttúrulega ekki svona léttúð svo Averróes var dæmdur í útlegð og bækur hans brenndar. Hann lést svo í Marrakesh í Marokkó árið 1198 þegar hann Snorri okkar Sturluson var tvítugur. Ofstækið átti aldeilis framtíðina fyrir sér á Íberíuskaga því tæpum þremur öldum síðar komu kaþólsku konungshjónin Ísabella og Ferdínand með spænska rannsóknarréttinn. Til að láta nú kné fylgja kviði losuðu þau sig bæði við gyðinga og múslíma. Við vitum vel að Spánn varð heimsveldi mikið á þessum tíma en hnignunin var ekki lengi að láta á sér kræla þó búið væri að koma öllu fólkinu með „ranghugmyndirnar" í burtu eða fyrir kattarnef. Það er því kannski ekkert skrýtið að mér verði hálf flökurt þegar ég sé styttu mikla af henni Ísabellu í Granadaborg þar sem hún er stjörf að veita Kristófer Kólumbusi fararleyfi í frægðarförina miklu. Ljóminn af Ísabellu er enn svo mikill hér á Spáni að það sést ekki í smánarblettinn sem hver þjóð ætti að hafa sem útrýmt hefur annarri þjóð. En svo verður mér líka hugsað til fjölbóka fólks og einnar bókar bulla þegar ég kem í hús og horfi heim gegnum veraldarvefinn. Þessi opna umræða sem fram fer á Fróni er afar fróðleg og oftast skemmtileg en svo kemur stundum babb í bátinn. Um leið og einnar bókar bullurnar komast í spilið og vilja öllu eyða og brenna sem fólkið með „ranghugmyndirnar" hefur fram að færa. Gagn og gaman verður þá af ógagni og Þórðargleði. Trúleysingar, trúaðir, femínistar, karlrembur, kvótakóngar, kvótaandstæðingar og margir aðrir virðast eiga sinn einnar bókar fulltrúa sem nær að koma málefnalegri umræðu fyrir Þórðarnef. Þessi svarta iðja minnir mig á styttuna af Ísabellu sem stendur stjörf og föst á sínu meðan það grotnar undan henni á torginu í Granada. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun
Þegar ég geng um miðbæ Kordóvu og horfi á gömlu moskuna fyllist ég andagift. Það sem ljær vitund minni vængi er tilhugsunin um að hér sátu múslímar, gyðingar og kristnir á miðöldum og lásu sér til á sama bókasafninu og rökræddu síðan hugmyndir sínar þó ólíkar væru. Fremstur meðal jafningja í þessum fræðimannahópi var Averróes. Hann kafaði jafnt í trúarrit múslíma sem og heimspeki Forn-Grikkja og reyndi að byggja brú milli þessara tveggja heima. En þá kom einnar bókar fólkið til sögunnar, svo ég taki nú ágætt máltæki Þráins Bertelssonar mér í munn. Það leið náttúrulega ekki svona léttúð svo Averróes var dæmdur í útlegð og bækur hans brenndar. Hann lést svo í Marrakesh í Marokkó árið 1198 þegar hann Snorri okkar Sturluson var tvítugur. Ofstækið átti aldeilis framtíðina fyrir sér á Íberíuskaga því tæpum þremur öldum síðar komu kaþólsku konungshjónin Ísabella og Ferdínand með spænska rannsóknarréttinn. Til að láta nú kné fylgja kviði losuðu þau sig bæði við gyðinga og múslíma. Við vitum vel að Spánn varð heimsveldi mikið á þessum tíma en hnignunin var ekki lengi að láta á sér kræla þó búið væri að koma öllu fólkinu með „ranghugmyndirnar" í burtu eða fyrir kattarnef. Það er því kannski ekkert skrýtið að mér verði hálf flökurt þegar ég sé styttu mikla af henni Ísabellu í Granadaborg þar sem hún er stjörf að veita Kristófer Kólumbusi fararleyfi í frægðarförina miklu. Ljóminn af Ísabellu er enn svo mikill hér á Spáni að það sést ekki í smánarblettinn sem hver þjóð ætti að hafa sem útrýmt hefur annarri þjóð. En svo verður mér líka hugsað til fjölbóka fólks og einnar bókar bulla þegar ég kem í hús og horfi heim gegnum veraldarvefinn. Þessi opna umræða sem fram fer á Fróni er afar fróðleg og oftast skemmtileg en svo kemur stundum babb í bátinn. Um leið og einnar bókar bullurnar komast í spilið og vilja öllu eyða og brenna sem fólkið með „ranghugmyndirnar" hefur fram að færa. Gagn og gaman verður þá af ógagni og Þórðargleði. Trúleysingar, trúaðir, femínistar, karlrembur, kvótakóngar, kvótaandstæðingar og margir aðrir virðast eiga sinn einnar bókar fulltrúa sem nær að koma málefnalegri umræðu fyrir Þórðarnef. Þessi svarta iðja minnir mig á styttuna af Ísabellu sem stendur stjörf og föst á sínu meðan það grotnar undan henni á torginu í Granada.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun