Erlent

Ásakanirnar hafa gengið á víxl

Eyðilegging Miklar skemmdir eru í borginni Duma eftir sprengjuárásir.
nordicphotos/AFP
Eyðilegging Miklar skemmdir eru í borginni Duma eftir sprengjuárásir. nordicphotos/AFP
Stjórnvöld og uppreisnarmenn í Sýrlandi saka hvorir aðra um sprengjuárás í borginni Hama á miðvikudag, sem varð að minnsta kosti sextán manns að bana.

Ríkisfjölmiðlar segja að sprengjur frá uppreisnarmönnunum hafi sprungið fyrir slysni, en uppreisnarmennirnir fullyrða að stjórnarherinn haldi árásum sínum á almenna borgara áfram af miklum krafti.

Eftirlitsmenn frá Sameinuðu þjóðunum hafa skoðað aðstæður, en ekki gefið út neina yfirlýsingu um það sem gerðist. Í dag verður skýrt frá því að norski herforinginn Robert Mood verði yfirmaður friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna, sem eiga að fylgjast með því hvort stjórnarherinn haldi vopnahlé, sem átti að hefjast 12. apríl og Bashir al-Assad forseti hefur lofað að hafa í heiðri.

Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna segir að hundrað friðargæsluliðar verði sendir til landsins fyrir miðjan maí.

Hörð átök hafa engu að síður haldið áfram í landinu.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×