Brandarinn um Boot Camp Sóley Tómasdóttir og Torfi Hjartarson skrifar 10. maí 2012 06:00 Forsvarsmanni líkamsræktarstöðvar Boot Camp sem ætlunin er að taki til starfa í Elliðaárdal finnst sprenghlægileg sú hugmynd að starfsemin minni með einhverju móti á herþjálfun eða herbúðir. Heimdellingar rjúka upp til handa og fóta en taka svolítið annan pól í hæðina, þeim finnst það himinhrópandi firring, að Vinstri græn skuli fetta fingur út í svona líkamsrækt sem aðrar þjóðir og voldugri en við Íslendingar hafa notað til að efla heilsu hermanna! Kveikjan að öllu þessu er bókun sem Vinstri græn lögðu fram á fundi í skipulagsráði Reykjavíkur. Þar var bent á nokkur atriði sem varða almannarými í Elliðaárdal þar sem einstök laxveiðiá fellur til sjávar. Dalurinn býr yfir lifandi náttúru í góðu skjóli og miklum tækifærum til útivistar. Hann býður upp á ríkulega náttúrupplifun inni á milli stórra hverfa þar sem tugþúsundir borgarbúa eiga heimili sín. Í því felast mikil verðmæti. Í bókuninni er dregið fram óbeinum orðum að ekki hefði átt að leyfa byggingu safns á þessu svæði án þess að hugsa fyrir hagsmunum Reykvíkinga ef til þess kæmi að félag um safnið vildi selja húsið öðrum eins og nú er komið á daginn. Bent er á að borgin hefur nú samt skipulagsvald til að stýra því fyrir hönd almennings hvaða starfsemi fær að leysa safnið af hólmi. Það þarf nefnilega að breyta skipulagi til að fá húsinu nýtt hlutverk og það hlutverk ætti að vera í sátt við fólk, náttúru og sögu. Það er okkar mat að skipulagsráð eigi að leggja höfuðáherslu á að verja dalinn, en ekki stuðla að aukinni starfsemi í dalnum með tilheyrandi umferð og álagi á svæðið. Í bókuninni er líka gefið til kynna að líkamsrækt með herbúðasniði eigi lítið erindi í dalinn og dregið fram að líkamsræktarstöð á þessum stað fylgir mikil umferð bíla og rík þörf fyrir stæði. Þetta bílakraðak er auðvitað mesta áhyggjuefnið. Engar upplýsingar liggja fyrir um væntanlega umferð tengda starfseminni og lélegar tengingar við almenningssamgöngur eru við svæðið. Þessi gagnrýni okkar Vinstri grænna þarfnast varla frekari skýringa en til frekari skemmtunar fyrir þá sem hlógu sig hása að þeirri hugmynd að líkamsrækt undir merkjum Boot Camp minni á herbúðir má segja frá því að í ensk-íslenskri orðabók segir klippt og skorið að samsetta orðið boot camp merki æfingabúðir fyrir nýliða í flota eða landgönguliði Bandaríkjanna. Svo má líka rifja upp að fyrirtækið lagði sjálft mikla áherslu á hernaðaryfirbragðið í upphafi en á því virðist hafa orðið töluverð breyting í rétta átt. Það er auðvitað ánægjulegt og jafnvel örlítið broslegt. Aðalatriðið í öllu þessu er nú samt að við Elliðaárnar eigum við fallegan dal fullan af möguleikum og þar þurfum við öll að stíga varlega til jarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Forsvarsmanni líkamsræktarstöðvar Boot Camp sem ætlunin er að taki til starfa í Elliðaárdal finnst sprenghlægileg sú hugmynd að starfsemin minni með einhverju móti á herþjálfun eða herbúðir. Heimdellingar rjúka upp til handa og fóta en taka svolítið annan pól í hæðina, þeim finnst það himinhrópandi firring, að Vinstri græn skuli fetta fingur út í svona líkamsrækt sem aðrar þjóðir og voldugri en við Íslendingar hafa notað til að efla heilsu hermanna! Kveikjan að öllu þessu er bókun sem Vinstri græn lögðu fram á fundi í skipulagsráði Reykjavíkur. Þar var bent á nokkur atriði sem varða almannarými í Elliðaárdal þar sem einstök laxveiðiá fellur til sjávar. Dalurinn býr yfir lifandi náttúru í góðu skjóli og miklum tækifærum til útivistar. Hann býður upp á ríkulega náttúrupplifun inni á milli stórra hverfa þar sem tugþúsundir borgarbúa eiga heimili sín. Í því felast mikil verðmæti. Í bókuninni er dregið fram óbeinum orðum að ekki hefði átt að leyfa byggingu safns á þessu svæði án þess að hugsa fyrir hagsmunum Reykvíkinga ef til þess kæmi að félag um safnið vildi selja húsið öðrum eins og nú er komið á daginn. Bent er á að borgin hefur nú samt skipulagsvald til að stýra því fyrir hönd almennings hvaða starfsemi fær að leysa safnið af hólmi. Það þarf nefnilega að breyta skipulagi til að fá húsinu nýtt hlutverk og það hlutverk ætti að vera í sátt við fólk, náttúru og sögu. Það er okkar mat að skipulagsráð eigi að leggja höfuðáherslu á að verja dalinn, en ekki stuðla að aukinni starfsemi í dalnum með tilheyrandi umferð og álagi á svæðið. Í bókuninni er líka gefið til kynna að líkamsrækt með herbúðasniði eigi lítið erindi í dalinn og dregið fram að líkamsræktarstöð á þessum stað fylgir mikil umferð bíla og rík þörf fyrir stæði. Þetta bílakraðak er auðvitað mesta áhyggjuefnið. Engar upplýsingar liggja fyrir um væntanlega umferð tengda starfseminni og lélegar tengingar við almenningssamgöngur eru við svæðið. Þessi gagnrýni okkar Vinstri grænna þarfnast varla frekari skýringa en til frekari skemmtunar fyrir þá sem hlógu sig hása að þeirri hugmynd að líkamsrækt undir merkjum Boot Camp minni á herbúðir má segja frá því að í ensk-íslenskri orðabók segir klippt og skorið að samsetta orðið boot camp merki æfingabúðir fyrir nýliða í flota eða landgönguliði Bandaríkjanna. Svo má líka rifja upp að fyrirtækið lagði sjálft mikla áherslu á hernaðaryfirbragðið í upphafi en á því virðist hafa orðið töluverð breyting í rétta átt. Það er auðvitað ánægjulegt og jafnvel örlítið broslegt. Aðalatriðið í öllu þessu er nú samt að við Elliðaárnar eigum við fallegan dal fullan af möguleikum og þar þurfum við öll að stíga varlega til jarðar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar