Erlent

Fjórtán teknir fyrir slagsmál

Ófriðarseggir Fjórtán vélhjólahrottar voru dæmdir til fangavistar fyrir þátttöku í slagsmálum í fyrra.
Ófriðarseggir Fjórtán vélhjólahrottar voru dæmdir til fangavistar fyrir þátttöku í slagsmálum í fyrra.
Fjórtán félagar í dönskum vélhjólaklíkunum voru í gær dæmdir í fangelsi fyrir hópslagsmál í Esbjerg í fyrra.

Mennirnir eru annars vegar meðlimir Bandidos og stuðningshópsins Guardias Diablos og hins vegar í AK81, sem er stuðningshópur Vítisengla. Meðal hinna dæmdu er foringi Bandidos í Esbjerg og dómarnir eru frá fjórum upp í fjórtán mánuði.

Samkvæmt frétt Berlingske áttu átökin sér stað á götu úti og voru mjög svæsin. Vitni bera meðal annars að tveir einstaklingar hafi verið keyrðir niður af bifreiðum.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×