

Nýja háskólasjúkrahúsið – kjarni málsins
Hvað á að byggja?1. Hvað á að byggja? Í 1.mgr. 20. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, sem sett voru á bóluárið 2007 segir: „Landspítali er aðalsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús". HÁSKÓLASJÚKRAHÚS? Slíkt heiti höfum við ekki áður séð í landslögum. Er ætlunin að byggja slíkt sjúkrahús? Er vinsamlega hægt að fá svar við því?
2. Hvað er háskólasjúkrahús? Samkvæmt sömu lögum á slíkt sjúkrahús að vera: „Sjúkrahús, sem veitir þjónustu í nær öllum viðurkenndum sérgreinum í læknisfræði og hjúkrunarfræði með áherslu á rannsóknir, þróun og kennslu." Slíkt sjúkrahús höfum við ekki á Íslandi. Er ráðgert að byggja utan um slíka stofnun? Er vinsamlegast hægt að fá svar við því?
3. Í sömu ákvæðum sömu laga er sagt, að þetta háskólasjúkrahús eigi jafnframt „að veita háskólamenntuðum starfsmönnum sérmenntun í heilbrigðisgeirum." Við höfum þurft að sækja langa og dýra sérmenntun í flestum sérgreinum heilbrigðisþjónustu til útlanda. Samkvæmt tilvitnuðum lögum á að sjá fyrir þeim þörfum hér innanlands. Eru það umbúðir utan um slíka starfsemi, sem á að reisa? Er vinsamlegast hægt að fá svar við því?
Hverju þarf til að kosta?Fáist svörin og séu þau í anda laganna þá vakna að sjálfsögðu spurningar í framhaldi af því – spurningar, sem eðlilegt er að fá svör við. Áætlanir um sjálfan byggingakostnaðinn liggja fyrir og hafa verið birtar. Ég hef enga þekkingu til að gagnrýna þær. Tek þær sem trúverðugar. En hvað um kostnaðinn við að koma á fót stofnun eins og þeirri, sem landslögin ákveða?
1. Núverandi tækjabúnaður Lsp er sagður vera úreltur og að hruni kominn. Mestallan þann búnað þarf því að endurnýja auk þess sem kaupa þarf mikið af dýrum viðbótarbúnaði eigi sjúkrahús, sem veita á þjónustu í nær öllum sérgreinum í læknisfræði, að standa undir nafni. Hafa verið gerðar áætlanir um þann búnað? Hver er kostnaðurinn? Á líka að taka 100% lán til þeirra? Varla er ætlunin að láta alla steinsteypuna standa tóma.
2. Mikil fækkun hefur orðið í starfsliði Lsp vegna skorts á fjármunum til þess að borga laun. Með risi stofnunar, sem á að sinna þjónustu í nær öllum sérgreinum læknisfræði og hjúkrunarfræði auk framhaldsmenntunar sérfræðinga í þessum greinum verður að fjölga mjög starfsliði. Hvaða áætlanir liggja fyrir um mannaflaþörf og hvað mun það kosta? Varla á steinsteypan að standa bæði tóm og mannlaus. Á kannski líka að taka 100% lán fyrir því?
3. Sú þumalfingursregla er sögð gilda, að á bak við stofnun af því tagi sem lögin frá 2007 mæla fyrir um þurfi eina milljón manns. Nú eru á Íslandi aðeins búandi um 1/3 hluti þess mannafla. Á þá að koma tilætluðu innihaldi í steinkistuna í áföngum meðan beðið er eftir að þjóðin fjölgi sér þrefalt?
Hver verða áhrifin?Hvað sem því líður þá er morgun-ljóst, að vegna umfangsins mun stofnunin frá upphafi þurfa á öllum sjúklingum að halda, sem þarfnast aðgerðameðferðar á sjúkrahúsi. Hvað er þá ætlunin að gert verði við sjúkrahúsin á Selfossi, á Akranesi, í Stykkishólmi, á Ísafirði, á Sauðárkróki, á Blönduósi, á Akureyri, á Húsavík og í Neskaupstað? Er þeim öllum saman ætlað að enda eins og Jósefsspítalinn í Hafnarfirði? Í auðn og tómi? Slíkt hlýtur að vera óhjákvæmilegt – ella er ekkert vit í áætlunargerðinni. Einhver áform þessu viðvíkjandi hljóta að vera til í viðkomandi ráðuneyti. Í anda slíkra áforma hljóta menn að vera að starfa. Þarf ekki að segja frá því áður en öll steinsteypan hefur verið keypt því eftir það er engu hægt að breyta?
Þessar spurningar eru kjarni málsins að mínu viti. Ýmis önnur atriði eru mikilvæg – en þetta er kjarninn. Má biðja þess að um hann sé líka rætt – eða setur menn áfram hljóða?
Skoðun

Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað
Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar

Þegar vald óttast þekkingu.
Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar

Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Hverjir eiga Ísland?
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Komum náminu á Höfn í höfn
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn
Sigríður Gunnarsdóttir skrifar

Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Tollar – Fyrir hverja?
Valdimar Birgisson skrifar

Þau eru fá en þörfin er stór
Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri
Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar

Leiðin til helvítis
Jón Pétur Zimsen skrifar

Eitruð kvenmennska
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Hinn nýi íslenski aðall
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri
Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar

Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað
Sæþór Randalsson skrifar

Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga
Sólrún María Ólafsdóttir skrifar

Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði?
Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar

Þegar rykið hefur sest
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Búum til réttlátt lífeyriskerfi
Hrafn Magnússon skrifar

Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur…
Stefán Pálsson skrifar

Hin raunverulega byggðastefna
Jón Þór Kristjánsson skrifar

Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi
Ó. Ingi Tómasson skrifar

Rúmir 30 milljarðar í fangelsi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar