Pistillinn: Vítaspyrnukeppni – algjör heppni? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. maí 2012 07:00 Petr Cech fagnar sigri í Meistaradeild Evrópu með Chelsea. „Þegar leikir fara í vítaspyrnukeppni er um happdrætti að ræða. Heppnin var einfaldlega með okkur í kvöld," sagði knattspyrnustjórinn Roberto Di Matteo að loknum dramatískum sigri Chelsea á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardag. Petr Cech, markvörður Chelsea, fór í rétt horn í öllum spyrnum Bæjara í leiknum. Heppni? Prófaðu að kasta upp 50 krónu peningi og athuga hvað það tekur þig langan tíma að fá upp krabba sex sinnum í röð. Kannski er best að þú hellir upp á kaffi áður en þú byrjar. Tékkneski markvörðurinn hafði horft á allar vítaspyrnur þýska liðsins frá árinu 2007 í aðdraganda leiksins og var einfaldlega klár í slaginn þegar kom að keppninni. Að tapa úrslitaleik í stórmóti í vítaspyrnukeppni er súr niðurstaða fyrir tapliðið en betri lausn er ófundin. Sú var tíðin að hlutkesti var varpað um það hvort liðið færi með sigur af hólmi eftir framlengingu. Ég þekki engan sem telur það sanngjarnari lausn en vítaspyrnukeppni. Þar ræður heppni för en í vítaspyrnukeppni reynir, líkt og í leiknum sjálfum, á knattspyrnuhæfileika leikmanna undir pressu. Jupp Heynckes, stjóra Bayern München, brá í brún þegar hann hóaði mannskap sínum saman fyrir vítaspyrnukeppnina. Leikmenn hans þráuðust við að fara á punktinn. Þýska stálið reyndist stökkara en menn höfðu reiknað með. Ummerki um það sáust raunar í framlengingunni þegar Bastian Schweinsteiger, holdgervingur hins sjálfsörugga Þjóðverja, horfði undan er samherji hans tók vítaspyrnu. Það kom vafalítið fleirum en mér ekkert á óvart þegar víti Schweinsteiger í keppninni var varið. Yngri leikmenn skora frekar í vítaspyrnukeppnum og óþreyttari varamenn einnig. Fyrstu spyrnur keppninnar rata frekar í netið en þær síðari eða þær sem teknar eru í bráðabana. Allt er þetta staðfesting á því að vítaspyrnukeppnir snúist ekki um heppni. Sýnum knattspyrnunni meiri virðingu en svo að líta á vítaspyrnukeppnir sem algjört lottó. Meistaradeild Evrópu Pistillinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Sjá meira
„Þegar leikir fara í vítaspyrnukeppni er um happdrætti að ræða. Heppnin var einfaldlega með okkur í kvöld," sagði knattspyrnustjórinn Roberto Di Matteo að loknum dramatískum sigri Chelsea á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardag. Petr Cech, markvörður Chelsea, fór í rétt horn í öllum spyrnum Bæjara í leiknum. Heppni? Prófaðu að kasta upp 50 krónu peningi og athuga hvað það tekur þig langan tíma að fá upp krabba sex sinnum í röð. Kannski er best að þú hellir upp á kaffi áður en þú byrjar. Tékkneski markvörðurinn hafði horft á allar vítaspyrnur þýska liðsins frá árinu 2007 í aðdraganda leiksins og var einfaldlega klár í slaginn þegar kom að keppninni. Að tapa úrslitaleik í stórmóti í vítaspyrnukeppni er súr niðurstaða fyrir tapliðið en betri lausn er ófundin. Sú var tíðin að hlutkesti var varpað um það hvort liðið færi með sigur af hólmi eftir framlengingu. Ég þekki engan sem telur það sanngjarnari lausn en vítaspyrnukeppni. Þar ræður heppni för en í vítaspyrnukeppni reynir, líkt og í leiknum sjálfum, á knattspyrnuhæfileika leikmanna undir pressu. Jupp Heynckes, stjóra Bayern München, brá í brún þegar hann hóaði mannskap sínum saman fyrir vítaspyrnukeppnina. Leikmenn hans þráuðust við að fara á punktinn. Þýska stálið reyndist stökkara en menn höfðu reiknað með. Ummerki um það sáust raunar í framlengingunni þegar Bastian Schweinsteiger, holdgervingur hins sjálfsörugga Þjóðverja, horfði undan er samherji hans tók vítaspyrnu. Það kom vafalítið fleirum en mér ekkert á óvart þegar víti Schweinsteiger í keppninni var varið. Yngri leikmenn skora frekar í vítaspyrnukeppnum og óþreyttari varamenn einnig. Fyrstu spyrnur keppninnar rata frekar í netið en þær síðari eða þær sem teknar eru í bráðabana. Allt er þetta staðfesting á því að vítaspyrnukeppnir snúist ekki um heppni. Sýnum knattspyrnunni meiri virðingu en svo að líta á vítaspyrnukeppnir sem algjört lottó.
Meistaradeild Evrópu Pistillinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Sjá meira