Skyndiákvörðun að koma heim Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 6. júní 2012 08:00 Helga fær eitt eða tvö tækifæri í viðbót til þess að komast á Ólympíuleikana og hún ætlar að nýta þau tækifæri vel.fréttablaðið/vilhelm „Maður verður bara að horfast í augun við raunveruleikann. Þegar eitthvað gengur ekki upp þá þarf maður að breyta," segir frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni en hún hefur slitið samstarfi sínu við sænska þjálfarann Agne Bergvall. Helga er flutt til Íslands á ný. „Árangurinn og tölurnar hjá mér töluðu sínu máli. Ég bætti mig á einhverjum sviðum en alls ekki eins og vonir stóðu til. Ég var ekki að finna mig í æfingunum. Ég náði ekki að nýta þá eiginleika sem ég hef," sagði Helga en hún mun æfa undir stjórn Guðmundar Hólm Jónssonar. „Þetta var mikill og góður skóli í Svíþjóð sem ég hefði ekki viljað sleppa. Það eru forréttindi að hafa fengið tækifæri til þess að æfa með íþróttafólki á borð við Carolinu Klüft. Þetta átti ekki langan aðdraganda. Meiðsli hjá mér hafa einnig haft mikil áhrif. Í vetur hafði ég hugsað mér að koma til Íslands og fá ráðleggingar hjá gamla þjálfaranum mínum. Hann er sá þjálfari sem mér hefur gengið best hjá. Ég veit hvað í mér býr en núna þarf ég að finna leið til þess að ná því allra besta fram." Helga segir að hún hafi ekki hugsað mikið um fara til Íslands á ný. „Þetta var í raun skyndiákvörðun hjá mér að fara heim til Íslands. Ég vildi grípa tækifærið og reyna að ná Ólympíulágmarkinu á meðan það er enn möguleiki. Ég tel mig vera að gera það besta úr stöðunni úr því sem er komið. Ég hafði ekki lengur trú á því sem ég var að gera á æfingunum í Svíþjóð." Ólympíuleikarnir í London hefjast í lok júlí og Helga Margrét þarf að bæta Íslandsmet sitt um 72 stig til þess að öðlast keppnisrétt á leikunum. „Ég hef tíma fram til 7. júlí að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana. Á þeim tíma næ ég að keppa á einu til tveimur mótum," sagði Helga. „Ég er búin að fara í heilan hring og prófa ýmislegt. Í dag er ég komin aftur í „ræturnar" og mér fannst mjög gaman að fara á æfingu á Selfossvelli í vikunni, sofa á sveitabæ utan við bæinn. Finna sveitalyktina, fara í ísbaðið í læk við bæinn, og heyra fuglasönginn. Ég þrífst best hér – á Íslandi." Innlendar Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ Sjá meira
„Maður verður bara að horfast í augun við raunveruleikann. Þegar eitthvað gengur ekki upp þá þarf maður að breyta," segir frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni en hún hefur slitið samstarfi sínu við sænska þjálfarann Agne Bergvall. Helga er flutt til Íslands á ný. „Árangurinn og tölurnar hjá mér töluðu sínu máli. Ég bætti mig á einhverjum sviðum en alls ekki eins og vonir stóðu til. Ég var ekki að finna mig í æfingunum. Ég náði ekki að nýta þá eiginleika sem ég hef," sagði Helga en hún mun æfa undir stjórn Guðmundar Hólm Jónssonar. „Þetta var mikill og góður skóli í Svíþjóð sem ég hefði ekki viljað sleppa. Það eru forréttindi að hafa fengið tækifæri til þess að æfa með íþróttafólki á borð við Carolinu Klüft. Þetta átti ekki langan aðdraganda. Meiðsli hjá mér hafa einnig haft mikil áhrif. Í vetur hafði ég hugsað mér að koma til Íslands og fá ráðleggingar hjá gamla þjálfaranum mínum. Hann er sá þjálfari sem mér hefur gengið best hjá. Ég veit hvað í mér býr en núna þarf ég að finna leið til þess að ná því allra besta fram." Helga segir að hún hafi ekki hugsað mikið um fara til Íslands á ný. „Þetta var í raun skyndiákvörðun hjá mér að fara heim til Íslands. Ég vildi grípa tækifærið og reyna að ná Ólympíulágmarkinu á meðan það er enn möguleiki. Ég tel mig vera að gera það besta úr stöðunni úr því sem er komið. Ég hafði ekki lengur trú á því sem ég var að gera á æfingunum í Svíþjóð." Ólympíuleikarnir í London hefjast í lok júlí og Helga Margrét þarf að bæta Íslandsmet sitt um 72 stig til þess að öðlast keppnisrétt á leikunum. „Ég hef tíma fram til 7. júlí að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana. Á þeim tíma næ ég að keppa á einu til tveimur mótum," sagði Helga. „Ég er búin að fara í heilan hring og prófa ýmislegt. Í dag er ég komin aftur í „ræturnar" og mér fannst mjög gaman að fara á æfingu á Selfossvelli í vikunni, sofa á sveitabæ utan við bæinn. Finna sveitalyktina, fara í ísbaðið í læk við bæinn, og heyra fuglasönginn. Ég þrífst best hér – á Íslandi."
Innlendar Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ Sjá meira