Aron Pálmars: Það pirrar mig að sitja á bekknum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júní 2012 09:00 Aron ætlar ekki að vanmeta lið Hollands sem Ísland mætir tvívegis á næstu dögum í undankeppni HM. Mynd/Vilhelm Aron Pálmarsson, stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta, er klár í slaginn en Ísland mætir Hollandi í undankeppni HM annað kvöld. Aron segist vera kominn niður á jörðina eftir ótrúlegt tímabil með þýska stórliðinu THW Kiel. „Þessi eina til tvær vikur sem maður er með landsliðinu strax eftir langt tímabil eru yfirleitt þær erfiðustu á árinu," segir Aron sem segist hafa þurft smá tíma til að pumpa sig upp í þetta verkefni. Ísland mætir Hollendingum í tveimur leikjum um laust sæti á heimsmeistaramótinu á Spáni í janúar. Fyrri leikurinn fer fram í Laugardalshöll annað kvöld. „Ég þekki sjálfan mig samt það vel að ég get stillt mig inn á svona verkefni. Ég hef gert þetta áður enda orðinn reynslubolti," segir Aron og hlær en Hafnfirðingurinn verður 22 ára í júlí. Hollendingar hafa ekki unnið til afreka í karlahandboltanum en Aron hefur varann á. „Þetta er fínt lið þótt þetta sé ekki þekktasta lið í heimi. Maður þekkir ekkert öll nöfnin þarna, ég skal alveg viðurkenna það," segir Aron en íslensku strákarnir hafa undir höndum upptökur af leikjum liðsins sem verða notaðar í undirbúningnum. „Þeir eru með fína leikmenn og þetta er hættulegur andstæðingur. Við vitum að við erum sterkara liðið og líklegri í þessum leikjum," segir Aron og leggur áherslu á að liðið þurfi að gefa allt í fyrri leikinn á heimavelli til að hafa gott veganesti fyrir Hollandsferðina. Erfitt að gagnrýna þjálfarannAron átti frábæra innkomu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með Kiel gegn Atlético Madrid og skoraði þrjú mörk þegar erfiðlega gekk hjá þýska liðinu. Bekkjarsetan heillar Aron ekki frekar en aðra og hann vill fara að fá meira traust frá Alfreð Gíslasyni, þjálfara liðsins. „Ég viðurkenni alveg að það pirrar mig að sitja á bekknum. Það er samt mjög erfitt að gagnrýna þjálfarann þegar það gengur svona vel. Flestir leikmenn eru þannig að þeir eru ekki alltaf sammála þjálfaranum. Ég verð bara að vinna vel í mínum hlutum í sumar til að stækka hlutverk mitt, verða byrjunarliðsmaður og fá traust á mínar herðar," segir Aron sem segir árangur Kiel vissulega hafa komið á óvart en liðið hafi unnið fyrir honum. Síðasta tímabil hneyksli„Við stefnum alltaf á alla titla og vorum frekar sárir með síðasta tímabil. Okkur fannst eiginlega algjört hneyksli „bara" að verða í öðru sæti í deildinni og vinna bikarinn," segir Aron en liðið hóf undirbúningstímabilið fyrr en venjulega síðastliðið sumar. „Við ætluðum að sanna að við ættum þetta allt skilið. Það hugsaði enginn um að við gætum átt fullkomið tímabil og unnið alla þrjá titlana. Það var samt klárlega stefnan. Maður fer samt í alla leiki til þess að vinna og það gekk heldur betur eftir í ár," segir Aron sem segir muninn á æfingum með landsliðinu og Kiel í raun bara vera tungumálið. „Það er mikil fagmennska á báðum stöðum. Landsliðið er líka heimsklassalið en hérna eru liðsfélagarnir meiri vinir manns. Hitt er meira þannig að um atvinnu þína er að ræða. Þú ert ekkert mikið að blanda geði við hina. Hérna ertu með vinum þínum að æfa og það er líkast til stærsti munurinn." Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Aron Pálmarsson, stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta, er klár í slaginn en Ísland mætir Hollandi í undankeppni HM annað kvöld. Aron segist vera kominn niður á jörðina eftir ótrúlegt tímabil með þýska stórliðinu THW Kiel. „Þessi eina til tvær vikur sem maður er með landsliðinu strax eftir langt tímabil eru yfirleitt þær erfiðustu á árinu," segir Aron sem segist hafa þurft smá tíma til að pumpa sig upp í þetta verkefni. Ísland mætir Hollendingum í tveimur leikjum um laust sæti á heimsmeistaramótinu á Spáni í janúar. Fyrri leikurinn fer fram í Laugardalshöll annað kvöld. „Ég þekki sjálfan mig samt það vel að ég get stillt mig inn á svona verkefni. Ég hef gert þetta áður enda orðinn reynslubolti," segir Aron og hlær en Hafnfirðingurinn verður 22 ára í júlí. Hollendingar hafa ekki unnið til afreka í karlahandboltanum en Aron hefur varann á. „Þetta er fínt lið þótt þetta sé ekki þekktasta lið í heimi. Maður þekkir ekkert öll nöfnin þarna, ég skal alveg viðurkenna það," segir Aron en íslensku strákarnir hafa undir höndum upptökur af leikjum liðsins sem verða notaðar í undirbúningnum. „Þeir eru með fína leikmenn og þetta er hættulegur andstæðingur. Við vitum að við erum sterkara liðið og líklegri í þessum leikjum," segir Aron og leggur áherslu á að liðið þurfi að gefa allt í fyrri leikinn á heimavelli til að hafa gott veganesti fyrir Hollandsferðina. Erfitt að gagnrýna þjálfarannAron átti frábæra innkomu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með Kiel gegn Atlético Madrid og skoraði þrjú mörk þegar erfiðlega gekk hjá þýska liðinu. Bekkjarsetan heillar Aron ekki frekar en aðra og hann vill fara að fá meira traust frá Alfreð Gíslasyni, þjálfara liðsins. „Ég viðurkenni alveg að það pirrar mig að sitja á bekknum. Það er samt mjög erfitt að gagnrýna þjálfarann þegar það gengur svona vel. Flestir leikmenn eru þannig að þeir eru ekki alltaf sammála þjálfaranum. Ég verð bara að vinna vel í mínum hlutum í sumar til að stækka hlutverk mitt, verða byrjunarliðsmaður og fá traust á mínar herðar," segir Aron sem segir árangur Kiel vissulega hafa komið á óvart en liðið hafi unnið fyrir honum. Síðasta tímabil hneyksli„Við stefnum alltaf á alla titla og vorum frekar sárir með síðasta tímabil. Okkur fannst eiginlega algjört hneyksli „bara" að verða í öðru sæti í deildinni og vinna bikarinn," segir Aron en liðið hóf undirbúningstímabilið fyrr en venjulega síðastliðið sumar. „Við ætluðum að sanna að við ættum þetta allt skilið. Það hugsaði enginn um að við gætum átt fullkomið tímabil og unnið alla þrjá titlana. Það var samt klárlega stefnan. Maður fer samt í alla leiki til þess að vinna og það gekk heldur betur eftir í ár," segir Aron sem segir muninn á æfingum með landsliðinu og Kiel í raun bara vera tungumálið. „Það er mikil fagmennska á báðum stöðum. Landsliðið er líka heimsklassalið en hérna eru liðsfélagarnir meiri vinir manns. Hitt er meira þannig að um atvinnu þína er að ræða. Þú ert ekkert mikið að blanda geði við hina. Hérna ertu með vinum þínum að æfa og það er líkast til stærsti munurinn."
Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira