Erlent

Danir og Kínverjar semja um viðskipti

Hu Jintao
Hu Jintao
Danmörk og Kína undirrita 35 samninga og viðskiptasamninga upp á 18 milljarða danskra króna á meðan á opinberri heimsókn forseta Kína, Hu Jintao, til Danmerkur stendur.

Dönsk og kínversk stjórnvöld undirrita meðal annars samninga um stuðning við fjárfestingar í báðum löndunum auk samninga um orkumál, umhverfisvernd og samskipti á sviði menningar og menntamála.

Gert er ráð fyrir að 16 dönsk fyrirtæki undirriti samninga við Kínverja og að sjö kínversk fyrirtæki semji við danskt fyrirtæki um samvinnu í framtíðinni, að því er segir á vef Jyllands-Posten.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×