Á leiðinni í flug Guðmundur Andri Thorsson skrifar 18. júní 2012 06:00 Blaðamaður DV, Baldur Eiríksson, náði viðtali við Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra í Kópavogi, í síðustu viku. Þar segir leiðtoginn að 23 prósenta launahækkun bæjarfulltrúa hafi ekki verið launahækkun heldur „leiðrétting". Hann segir líka að sú eina og hálfa milljón á mánuði sem honum hefur tekist að hala sjálfan sig upp í hljóti að vera eðlileg laun „miðað við aðra í sambærilegum stöðum". Ekki vitum við hverja hann ber sig saman við en mann grunar ýmislegt. Síðan reisir Ármann Kr. Ólafsson sér eftirfarandi bautastein í íslenskri stjórnmálasögu: „Við skárum niður allskonar lúxus, sameinuðum skóla til dæmis og hagræddum á ýmsan hátt – ég man þetta ekki alveg akkúrat núna enda á leiðinni í flug." Stiglækkandi hækkunHann er á leiðinni í flug. Nokkrum dögum síðar fékk Ármann svo einhverja hroðalegustu útreið sem íslenskur stjórnmálamaður hefur fengið í seinni tíð í grein sem rituð var af Skafta Halldórssyni, kennara í Kópavogi. Skafti hefur staðið í eldlínunni við að sameina skóla (lúxusinn) á þeim kjörum sem við vitum að íslenskir stjórnmálamenn á borð við Ármann Kr. telja sér sæma að bjóða kennurum upp á og hann útskýrði í grein sinni þá ómældu vinnu og erfiði sem það hefur kostað starfsfólk skólanna að framfylgja hagræðingardyntum stjórnmálamannanna og krafðist þess í kjölfarið að laun sín yrðu „leiðrétt" til samræmis við hið aukna álag. Kannski hefur einhver talað við Ármann. Kannski áttaði hann sig sjálfur á því að þetta hljómaði ekki alveg nógu vel hjá honum – ekki einu sinni þó að hann væri á leið í flug. Því að síðan hefur bæjarstjórinn skrifað grein eftir grein þar sem launahækkunin – eða leiðréttingin – fer hríðlækkandi dag frá degi; úr 23 prósentum niður í sex og hálft fyrst og var í síðustu grein hans komin niður í þrjú og hálft prósent og verður í næstu grein sjálfsagt orðið að launalækkun. Við það situr. Hann er á leiðinni í flug. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með meira fylgi en nokkru sinni. Við síðustu kosningar gerðu Kópavogsbúar að vísu tilraun til að hafna Sjálfstæðisflokknum og allri þeirri ógnarmiklu steypu sem þeim flokki fylgir í allri merkingu. Allt kom fyrir ekki: vinstri flokkarnir linntu ekki látum fyrr en þeir höfðu komið Sjálfstæðismönnum til valda á ný. Þannig er það reyndar ekki á landsvísu. Og það sem meira er. Aldrei í lýðveldissögunni hefur Sjálfstæðisflokkurinn og hliðarflokkur hans Framsóknarflokkurinn verið lengur utan stjórnar. Og ýmsir teknir að ókyrrast. En fylgi þeirra meðal almennings virðist fara sívaxandi enda fylgja nú loforð um iPad hverjum þeim sem tileinkar sér daglega Íslandssöguskrif Morgunblaðsins. Allt bendir til þess að flokkurinn sé á leið í flug. Við sjáum eitthvert nýtt sjálfsöryggi í framgöngu liðsodda flokksins. Sérlegir talsmenn Sjálfstæðismanna í fjármálasiðferði, þeir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson, koma hvað eftir annað í ræðustól Alþingis sárhneykslaðir og veifandi höndum eins og menn með málstað, til þess að lýsa yfir vandlætingu sinni út af framgöngu stjórnvalda í peningamálum. Allir láta eins og það sé eðlilegt. Guðlaugur Þór hafði á sínum tíma milligöngu um svimandi greiðslur flokknum til handa – og þáði sjálfur – frá FL-group og öðrum fjármálaflugfélögum. Og nú er hann á leiðinni í flug. Þeir valsa um sali Alþingis eins og þeir stjórni þar öllu, neita að hleypa málum í atkvæðagreiðslu nema séu í samráði við LÍU (þ.e.a.s. samin og ráðið af LÍÚ). Og fulltrúar meirihlutans á Alþingi virðast ekki hafa í sér einurð til þess að höggva á þennan hnút og beita heimildum sem til eru til þess að knýja fram atkvæðagreiðslu. Fljúgum hærraÞetta var annars ekki góð vika fyrir flokkinn. Úr Keflavík tóku að berast hryllingssögur af því hvernig pótintátar flokksins sölsuðu undir sig Sparisjóð Keflavíkur og notuðu til ævintýralegrar fyrirgreiðslu fyrir sig og sína. Það var ekki í tómarúmi. Eftir langvarandi valdatíð Sjálfstæðisflokksins var svo komið að menn voru metnir af því hversu röskir þeir væru að krækja sér í fé – hvernig sem að því var farið, hvaðan sem það kom. Hugmyndafræðin bak við sparisjóðina var dæmd dauð og úrelt – fé án hirðis, kallaði Pétur Blöndal það og hvatti um leið hirðana til að slátra fénu, steikja það á teini og éta sjálfir. Þetta var hugmyndafræði auðhyggju, sérgæsku, ofstopa, kæruleysis, hömluleysis, sjálfumgleði, græðgi, tillitsleysis, frekju og hroka. Hún smitaði marga og augljóslega strákana í Flokknum í Keflavík. Hún var ekki síst ríkjandi þessi hugmyndafræði vegna þess að hún átti sér öfluga útbreiðslumeistara í æðstu embættum þjóðarinnar sem gáfu henni lögmæti og réttlætingu. Og hún er á leiðinni í flug. Hitt hvort af þessu flugi verður er svo aftur undir okkur sjálfum komið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Blaðamaður DV, Baldur Eiríksson, náði viðtali við Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra í Kópavogi, í síðustu viku. Þar segir leiðtoginn að 23 prósenta launahækkun bæjarfulltrúa hafi ekki verið launahækkun heldur „leiðrétting". Hann segir líka að sú eina og hálfa milljón á mánuði sem honum hefur tekist að hala sjálfan sig upp í hljóti að vera eðlileg laun „miðað við aðra í sambærilegum stöðum". Ekki vitum við hverja hann ber sig saman við en mann grunar ýmislegt. Síðan reisir Ármann Kr. Ólafsson sér eftirfarandi bautastein í íslenskri stjórnmálasögu: „Við skárum niður allskonar lúxus, sameinuðum skóla til dæmis og hagræddum á ýmsan hátt – ég man þetta ekki alveg akkúrat núna enda á leiðinni í flug." Stiglækkandi hækkunHann er á leiðinni í flug. Nokkrum dögum síðar fékk Ármann svo einhverja hroðalegustu útreið sem íslenskur stjórnmálamaður hefur fengið í seinni tíð í grein sem rituð var af Skafta Halldórssyni, kennara í Kópavogi. Skafti hefur staðið í eldlínunni við að sameina skóla (lúxusinn) á þeim kjörum sem við vitum að íslenskir stjórnmálamenn á borð við Ármann Kr. telja sér sæma að bjóða kennurum upp á og hann útskýrði í grein sinni þá ómældu vinnu og erfiði sem það hefur kostað starfsfólk skólanna að framfylgja hagræðingardyntum stjórnmálamannanna og krafðist þess í kjölfarið að laun sín yrðu „leiðrétt" til samræmis við hið aukna álag. Kannski hefur einhver talað við Ármann. Kannski áttaði hann sig sjálfur á því að þetta hljómaði ekki alveg nógu vel hjá honum – ekki einu sinni þó að hann væri á leið í flug. Því að síðan hefur bæjarstjórinn skrifað grein eftir grein þar sem launahækkunin – eða leiðréttingin – fer hríðlækkandi dag frá degi; úr 23 prósentum niður í sex og hálft fyrst og var í síðustu grein hans komin niður í þrjú og hálft prósent og verður í næstu grein sjálfsagt orðið að launalækkun. Við það situr. Hann er á leiðinni í flug. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með meira fylgi en nokkru sinni. Við síðustu kosningar gerðu Kópavogsbúar að vísu tilraun til að hafna Sjálfstæðisflokknum og allri þeirri ógnarmiklu steypu sem þeim flokki fylgir í allri merkingu. Allt kom fyrir ekki: vinstri flokkarnir linntu ekki látum fyrr en þeir höfðu komið Sjálfstæðismönnum til valda á ný. Þannig er það reyndar ekki á landsvísu. Og það sem meira er. Aldrei í lýðveldissögunni hefur Sjálfstæðisflokkurinn og hliðarflokkur hans Framsóknarflokkurinn verið lengur utan stjórnar. Og ýmsir teknir að ókyrrast. En fylgi þeirra meðal almennings virðist fara sívaxandi enda fylgja nú loforð um iPad hverjum þeim sem tileinkar sér daglega Íslandssöguskrif Morgunblaðsins. Allt bendir til þess að flokkurinn sé á leið í flug. Við sjáum eitthvert nýtt sjálfsöryggi í framgöngu liðsodda flokksins. Sérlegir talsmenn Sjálfstæðismanna í fjármálasiðferði, þeir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson, koma hvað eftir annað í ræðustól Alþingis sárhneykslaðir og veifandi höndum eins og menn með málstað, til þess að lýsa yfir vandlætingu sinni út af framgöngu stjórnvalda í peningamálum. Allir láta eins og það sé eðlilegt. Guðlaugur Þór hafði á sínum tíma milligöngu um svimandi greiðslur flokknum til handa – og þáði sjálfur – frá FL-group og öðrum fjármálaflugfélögum. Og nú er hann á leiðinni í flug. Þeir valsa um sali Alþingis eins og þeir stjórni þar öllu, neita að hleypa málum í atkvæðagreiðslu nema séu í samráði við LÍU (þ.e.a.s. samin og ráðið af LÍÚ). Og fulltrúar meirihlutans á Alþingi virðast ekki hafa í sér einurð til þess að höggva á þennan hnút og beita heimildum sem til eru til þess að knýja fram atkvæðagreiðslu. Fljúgum hærraÞetta var annars ekki góð vika fyrir flokkinn. Úr Keflavík tóku að berast hryllingssögur af því hvernig pótintátar flokksins sölsuðu undir sig Sparisjóð Keflavíkur og notuðu til ævintýralegrar fyrirgreiðslu fyrir sig og sína. Það var ekki í tómarúmi. Eftir langvarandi valdatíð Sjálfstæðisflokksins var svo komið að menn voru metnir af því hversu röskir þeir væru að krækja sér í fé – hvernig sem að því var farið, hvaðan sem það kom. Hugmyndafræðin bak við sparisjóðina var dæmd dauð og úrelt – fé án hirðis, kallaði Pétur Blöndal það og hvatti um leið hirðana til að slátra fénu, steikja það á teini og éta sjálfir. Þetta var hugmyndafræði auðhyggju, sérgæsku, ofstopa, kæruleysis, hömluleysis, sjálfumgleði, græðgi, tillitsleysis, frekju og hroka. Hún smitaði marga og augljóslega strákana í Flokknum í Keflavík. Hún var ekki síst ríkjandi þessi hugmyndafræði vegna þess að hún átti sér öfluga útbreiðslumeistara í æðstu embættum þjóðarinnar sem gáfu henni lögmæti og réttlætingu. Og hún er á leiðinni í flug. Hitt hvort af þessu flugi verður er svo aftur undir okkur sjálfum komið.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar