Þjóðarpúls Capacent Gallup, sem birtur var í gær, mælir Ólaf Ragnar Grímsson með rétt tæplega 45% fylgi, Þóru Arnórsdóttur með 37%, Ara Trausta Guðmundsson með tæplega 11% fylgi, Herdísi Þorgeirsdóttur með 5,3%, Andreu J. Ólafsdóttur með 1,6% og Hannes Bjarnason með 0,8% fylgi.
Niðurstöðurnar eru úr netkönnun sem gerð var dagana 14. til 20. júní 2012. Svarhlutfall var 58,5%, úrtaksstærð 1.350 einstaklingar 18 ára eða eldri af öllu landinu, valdir af handahófi úr Viðhorfahópi Capacent Gallup.- shá

