Um 57% styðja Ólaf Ragnar 29. júní 2012 07:00 Nærri sex af hverjum tíu kjósendum ætla að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í forsetakosningum sem fram fara á morgun. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi og fyrrakvöld. Alls segjast 57 prósent ætla að kjósa Ólaf Ragnar. Það er svipað hlutfall og í könnun sem gerð var fyrir tveimur vikum, þegar 58 prósent sögðust styðja Ólaf, en fram að því hafði stuðningur við Ólaf aukist jafnt og þétt milli kannana.Mynd/FréttablaðiðÞóra Arnórsdóttir er með rúman helming af fylgi Ólafs Ragnars samkvæmt könnuninni. Um 30,8 prósent þeirra sem afstöðu taka segjast ætla að kjósa Þóru. Fyrir tveimur vikum var hlutfallið lægra, um 27,8 prósent, en hafði þá fallið verulega frá því það mældist hæst snemma í apríl, um 46,5 prósent. „Þetta segir okkur að Ólafur og Þóra eru að bæta við sig á lokasprettinum. Það er skiljanleg og líkleg niðurstaða að tveir efstu frambjóðendurnir bæti við sig þar sem fólk fer í einhverjum mæli að kjósa taktískt," segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Stuðningur við aðra frambjóðendur ýmist stendur í stað eða dalar milli kannana. 7,5 prósent ætla að kjósa Ara Trausta Guðmundsson, samanborið við átta prósent fyrir tveimur vikum. Breytingar milli kannana eru innan skekkjumarka hjá öðrum en Hannesi. Um 2,6 prósent styðja Herdísi Þorgeirsdóttur og 1,7 prósent Andreu J. Ólafsdóttur. Hannes Bjarnason nýtur samkvæmt könnuninni stuðnings um 0,3 prósenta kjósenda. Tæpur fjórðungur kjósenda segist enn ekki hafa gert upp hug sinn. Um 23,2 prósent tóku ekki afstöðu til neinna frambjóðenda. Það er heldur lægra hlutfall en í síðustu könnun, þegar 27,8 prósent voru óákveðin. Talsverður munur er á niðurstöðum skoðanakannana fyrir forsetakosningarnar eftir því hver gerir könnunina. Þannig sýndi skoðanakönnun sem Capacent gerði dagana 14. til 20. júní að Ólafur Ragnar nyti stuðnings 45 prósenta en Þóra Arnórsdóttir 37 prósenta. Gunnar Helgi segir ýmsar skýringar geta verið á mismunandi niðurstöðum úr skoðanakönnunum. Aðferðafræðin er ólík. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 er hringt í kjósendur tvö kvöld í röð, en Capacent gerir netkannanir. Gunnar Helgi bendir á að mögulega séu stuðningsmenn Ólafs Ragnars ákveðnari í því sem þeir ætla að kjósa en þeir sem ætla að kjósa einhvern annan. Því sé ekki ólíklegt að fylgi hans mælist hærra en það sé í raun og veru. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 er reiknað með því að óákveðnir skiptist á sama hátt og þeir sem taka afstöðu, sem þarf ekki að verða niðurstaðan þegar í kjörklefann er komið.brjann@frettabladid.is Forsetakosningar 2012 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira
Nærri sex af hverjum tíu kjósendum ætla að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í forsetakosningum sem fram fara á morgun. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi og fyrrakvöld. Alls segjast 57 prósent ætla að kjósa Ólaf Ragnar. Það er svipað hlutfall og í könnun sem gerð var fyrir tveimur vikum, þegar 58 prósent sögðust styðja Ólaf, en fram að því hafði stuðningur við Ólaf aukist jafnt og þétt milli kannana.Mynd/FréttablaðiðÞóra Arnórsdóttir er með rúman helming af fylgi Ólafs Ragnars samkvæmt könnuninni. Um 30,8 prósent þeirra sem afstöðu taka segjast ætla að kjósa Þóru. Fyrir tveimur vikum var hlutfallið lægra, um 27,8 prósent, en hafði þá fallið verulega frá því það mældist hæst snemma í apríl, um 46,5 prósent. „Þetta segir okkur að Ólafur og Þóra eru að bæta við sig á lokasprettinum. Það er skiljanleg og líkleg niðurstaða að tveir efstu frambjóðendurnir bæti við sig þar sem fólk fer í einhverjum mæli að kjósa taktískt," segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Stuðningur við aðra frambjóðendur ýmist stendur í stað eða dalar milli kannana. 7,5 prósent ætla að kjósa Ara Trausta Guðmundsson, samanborið við átta prósent fyrir tveimur vikum. Breytingar milli kannana eru innan skekkjumarka hjá öðrum en Hannesi. Um 2,6 prósent styðja Herdísi Þorgeirsdóttur og 1,7 prósent Andreu J. Ólafsdóttur. Hannes Bjarnason nýtur samkvæmt könnuninni stuðnings um 0,3 prósenta kjósenda. Tæpur fjórðungur kjósenda segist enn ekki hafa gert upp hug sinn. Um 23,2 prósent tóku ekki afstöðu til neinna frambjóðenda. Það er heldur lægra hlutfall en í síðustu könnun, þegar 27,8 prósent voru óákveðin. Talsverður munur er á niðurstöðum skoðanakannana fyrir forsetakosningarnar eftir því hver gerir könnunina. Þannig sýndi skoðanakönnun sem Capacent gerði dagana 14. til 20. júní að Ólafur Ragnar nyti stuðnings 45 prósenta en Þóra Arnórsdóttir 37 prósenta. Gunnar Helgi segir ýmsar skýringar geta verið á mismunandi niðurstöðum úr skoðanakönnunum. Aðferðafræðin er ólík. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 er hringt í kjósendur tvö kvöld í röð, en Capacent gerir netkannanir. Gunnar Helgi bendir á að mögulega séu stuðningsmenn Ólafs Ragnars ákveðnari í því sem þeir ætla að kjósa en þeir sem ætla að kjósa einhvern annan. Því sé ekki ólíklegt að fylgi hans mælist hærra en það sé í raun og veru. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 er reiknað með því að óákveðnir skiptist á sama hátt og þeir sem taka afstöðu, sem þarf ekki að verða niðurstaðan þegar í kjörklefann er komið.brjann@frettabladid.is
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira