
Lopapeysur og viðskiptahættir
Deilur af þessum toga eru ekki nýjar af nálinni í viðskiptalífinu. Alþjóðavæðingin hefur opnað fyrir frjálst flæði vöru og þjónustu og íslenskir hönnuðir, eins og aðrir, velja í síauknum mæli að senda framleiðslu til láglaunasvæða, sérstaklega ef um magnframleiðslu er að ræða.
Íslenskt handverksfólk getur snúið vörn í sókn til að auka samkeppnishæfni sína. Til dæmis með því að merkja rækilega framleiðsluferil lopapeysa sem eru prjónaðar hér á landi. Miðla upplýsingum um hvaða efni er notað í vöruna, hvernig hún er framleidd og hvar. Neytendur eru í vaxandi mæli farnir að huga að samfélagsábyrgð. Í því felst aðbúnaður og mannréttindi starfsmanna, siðareglur og góðir viðskiptahættir.
Alþjóðleg samtök um samfélagsábyrgð eins og GRI, Global Reporting Initiative, hvetja fyrirtæki til að gera árlega skýrslu sem tekur á öllum þáttum í kringum framleiðslu á vöru eða þjónustu. Ef vara er framleidd á láglaunasvæðum þá er mikilvægt að upplýsa um það hver sé raunverulegur aðbúnaður starfsmanna. Góð viðmið eru meðal annars að launin séu í samræmi við meðallaun í viðkomandi landi. Stór fyrirtæki í framleiðslu á útivistarfatnaði, svo sem Patagonia, hafa verið til fyrirmyndar í skráningu upplýsinga af þessum toga.
Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, hefur staðið fyrir námskeiði í samstarfi við GRI og fleiri eru fyrirhuguð, meðal annars kynningarnámskeið í september. Það er von okkar að með aukinni fræðslu og umræðu um samfélagsábyrgð fjölgi þeim fyrirtækjum sem skrá upplýsingar um framleiðsluferil á réttan og aðgengilegan hátt og taki þannig þátt í því að auðvelda neytendum að velja vörur og þjónustu út frá siðferðilegum viðmiðunum, rétt eins og fjárhagslegum.
Skoðun

Rétti tíminn er núna! Kjósum Björn!
Valur Brynjar Antonsson skrifar

Alþjóðadagur félagsráðgjafar
Steinunn Bergmann skrifar

Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur!
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir!
Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar

Utanríkis- og varnarmál
Gunnar Bragi Sveinsson skrifar

Samkeppni er lykillinn að arðsemi fyrirtækja
Friðrik Ingi Friðriksson skrifar

Bréf til síungra sósíalista um land allt
Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar

Hamas; orsök eða afleiðing?
Hlédís Sveinsdóttir skrifar

Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla
Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar

Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar
Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar

Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar

A Strong International University
Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar

Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau
Styrmir Hallsson skrifar

Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra
Gunnar Úlfarsson skrifar

Hreint vatn frá Heiðmörk til framtíðar
Sólrún Kristjánsdóttir skrifar

Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli?
Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar

Skrautfjöðurin jafnlaunavottun
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Fjármál og akademískt frelsi
Silja Bára Ómarsdóttir skrifar

Silja Bára rektor Háskóla Íslands
Stefán Hrafn Jónsson skrifar

Við kjósum Silju Báru í dag!
Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar

Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita?
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi?
Þorsteinn Siglaugsson skrifar

Smánin tilheyrir geranda en of oft klínt á þolanda
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Jarðhiti jafnar leikinn
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Skipbrot Reykjavíkurborgar
Davíð J. Arngrímsson skrifar

Stóra klúður Íslands í raforkumálum
Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar

Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina?
Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar

Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar
Karl Arnar Arnarson skrifar

Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist
Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar