Erlent

Orsökin líklega gin- og klaufaveiki

Kambódía Kona bíður eftir að barnið hennar fái læknisskoðun á barnaspítalanum í Kuntha Bopha. fréttablaðið/ap
Kambódía Kona bíður eftir að barnið hennar fái læknisskoðun á barnaspítalanum í Kuntha Bopha. fréttablaðið/ap
Læknar telja líklegt að gin- og klaufaveiki sé valdur að miklum barnadauða í Kambódíu. Uppruni veikindanna liggur þó ekki endanlega fyrir. Veikindin eru sögð hafa dregið 57 börn til dauða á síðustu fjórum mánuðum. Flest hafa börnin verið á aldrinum tveggja til þriggja ára og aðeins eitt lifað sjúkdóminn af.

Meðal sjúkdómseinkenna eru hár hiti og öndunarerfiðleikar. Börnunum hrakaði skjótt og á seinni stigum veikinnar fengu þau heilabólgu og lungnablöðrur eyðilögðust. Stór hluti barnanna lét lífið innan sólarhrings eftir innlögn á spítala.

Hugsanlegt þykir að miklu fleiri en þessi 57 börn hafi smitast og í raun hafi faraldur brotist út. Flest börn hafi fengið væg einkenni en lítill hluti smitaðra ekki ráðið við veirusýkinguna.

Eitt afbrigði gin- og klaufaveiki hefur tilhneigingu til að ráðast á heilastofninn og getur það skýrt hversu erfiða fylgikvilla sum börnin hafa glímt við.

Gin- og klaufaveiki er algeng hjá ungum börnum og einkennin yfirleitt léttvæg. Í flestum tilfellum gengur veikin yfir á nokkrum dögum. Unnið er að frekari rannsóknum.- ktg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×