Forsetinn og herinn takast á um völdin 10. júlí 2012 01:00 Auður salur Hermenn stóðu vörð um þinghúsið í gær, en ekki kom til átaka. Fylgjendur forsetans sýndu stuðning sinn á götum úti og ástandið er eldfimt í landinu.fréttablaðið/ap Hæstiréttur Egyptalands gerði að engu í gær tilskipun forsetans, Mohammeds Morsi, um að þingið kæmi aftur saman. Hæstiréttur hafði úrskurðað þingið ólöglegt, þar sem ágallar hefðu verið á kosningunum. Forsetinn tilkynnti hins vegar á sunnudag að þingið kæmi saman á ný. Ljóst er að ólíkar fylkingar takast á í æðstu stjórnarstofnunum Egyptalands. Herinn hefur verið lengi verið ein öflugasta valdastofnun landsins og allir fjórir forsetar lýðveldisins, á undan Morsi, komu úr röðum hans. Eftir byltinguna í Egyptalandi í fyrra var boðað til þingkosninga. Tveir þriðju hlutar egypska þingsins eru kosnir af flokkslistum en einn þriðji einstaklingskjöri. Hæstiréttur úrskurðaði í síðasta mánuði að ólöglegt hefði verið að frambjóðendur stjórnmálaflokka hefðu boðið sig fram í einstaklingskjöri. Undirliggjandi er valdabarátta í landinu, en öflugasti flokkur landsins er harðlínuflokkurinn Bræðralag múslima. Tilkynning Morsi, um endurkomu þingsins, kom nokkuð á óvart og var litið á hana sem leik í valdatafli hans við herinn. Með henni hafi hann viljað styrkja sig í sessi sem forseta, en landinu er í raun stjórnað eftir tilskipunum hersins. Morsi tilkynnti einnig um að kosið yrði að nýju til þings innan 60 daga frá því að ný stjórnarskrá tæki gildi, en ekki er búist við að hún verði tilbúin fyrr en seint á þessu ári. Herinn stóð vörð um þinghúsið í gær, en ekki voru allir þingmenn sáttir við ákvörðun forsetans. „Hvernig getum við komið saman þvert á úrskurð Hæstaréttar?" sagði Imad Gad, frjálslyndur þingmaður. „Við verðum að halda lög og stofnanir ríkisins í heiðri." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Hæstiréttur Egyptalands gerði að engu í gær tilskipun forsetans, Mohammeds Morsi, um að þingið kæmi aftur saman. Hæstiréttur hafði úrskurðað þingið ólöglegt, þar sem ágallar hefðu verið á kosningunum. Forsetinn tilkynnti hins vegar á sunnudag að þingið kæmi saman á ný. Ljóst er að ólíkar fylkingar takast á í æðstu stjórnarstofnunum Egyptalands. Herinn hefur verið lengi verið ein öflugasta valdastofnun landsins og allir fjórir forsetar lýðveldisins, á undan Morsi, komu úr röðum hans. Eftir byltinguna í Egyptalandi í fyrra var boðað til þingkosninga. Tveir þriðju hlutar egypska þingsins eru kosnir af flokkslistum en einn þriðji einstaklingskjöri. Hæstiréttur úrskurðaði í síðasta mánuði að ólöglegt hefði verið að frambjóðendur stjórnmálaflokka hefðu boðið sig fram í einstaklingskjöri. Undirliggjandi er valdabarátta í landinu, en öflugasti flokkur landsins er harðlínuflokkurinn Bræðralag múslima. Tilkynning Morsi, um endurkomu þingsins, kom nokkuð á óvart og var litið á hana sem leik í valdatafli hans við herinn. Með henni hafi hann viljað styrkja sig í sessi sem forseta, en landinu er í raun stjórnað eftir tilskipunum hersins. Morsi tilkynnti einnig um að kosið yrði að nýju til þings innan 60 daga frá því að ný stjórnarskrá tæki gildi, en ekki er búist við að hún verði tilbúin fyrr en seint á þessu ári. Herinn stóð vörð um þinghúsið í gær, en ekki voru allir þingmenn sáttir við ákvörðun forsetans. „Hvernig getum við komið saman þvert á úrskurð Hæstaréttar?" sagði Imad Gad, frjálslyndur þingmaður. „Við verðum að halda lög og stofnanir ríkisins í heiðri." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira