ÓL-Pistill: Ég keppi í eltingaleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júlí 2012 07:00 Mynd/Nordic Photos/Getty Í dag verða Ólympíuleikarnir settir og er ekki annað að sjá en að allt sé til reiðu hjá Bretunum. Þetta er mesta íþróttahátíð heimsins og teljast Ólympíuleikarnir til heimsviðburða, hvort sem er á sviði íþróttanna eða ekki. Hér eru allir bestu íþróttamenn heims samankomnir en þó svo að athyglin beinist að þeim sem keppa um verðlaunin er sjálft íþróttafólkið aðeins brotabrot af þeim gríðarmikla fjölda sem tengist Ólympíuleikunum á einn eða annan hátt. Ég er nú búinn að vera hér í Lundúnum í tvo daga og því rétt svo byrjaður að kynnast starfseminni – þá helst þeirri sem snýr að fjölmiðlamönnum. Og það fyrsta sem mér datt í hug við komuna hingað í Ólympíugarðinn er hvernig í ósköpunum mönnum tókst að skipuleggja þetta allt saman. Umfangið er gríðarlega mikið og við fyrstu sýn einfaldlega yfirþyrmandi. Á aðalsvæðinu, sem nefnist Olympic Park, eru átta leikvangar þar sem keppt er í ellefu íþróttagreinum en þar er líka sjálft Ólympíuþorpið þar sem eru vistaverur íþróttamanna og þeirra fylgifólks. Svæðið er 2,5 ferkílómetrar á stærð eða á við 357 knattspyrnuvelli. Fyrir blaðamenn og ljósmyndara er búið að reisa risastórt hús sem verður minn heimavöllur á meðan á leikunum stendur. Við hliðina á því húsi er annað (og miklu stærra) hús sem er eingöngu fyrir þær sjónvarpsstöðvar sem sýna frá leikunum. Hótelið sem ég dvelst á er miðsvæðis í Lundúnum, í Covent Garden. Í þeirri grennd er Russel Square og er þar búið að koma upp stærðarinnar umferðarmiðstöð þar sem rútur flytja fjölmiðlamenn á keppnisstaðina. Það er nefnilega keppt í 39 íþróttagreinum á leikunum á sautján stöðum víðs vegar um borgina, ef Ólympíugarðurinn er frátalinn. Innan Ólympíugarðsins sjálfs eru svo einnig rútur sem ferja fjölmiðlamenn á milli keppnishalla, enda væri ég líklega um klukkustund að labba í sundhöllina sem er í hinum enda garðsins. Það er þó ekki gert ráð fyrir því að taka rútu í Koparboxið, þar sem riðlakeppni handboltans fer fram, enda í göngufæri. Samt tekur það mig um 20 mínútur að labba þessa leið, sem virtist svo stutt á kortinu sem ég kynnti mér áður en ég hélt utan. Við komuna í blaðamannahöllina fékk ég leiðarvísi fyrir rútusamgöngurnar. Hann er tæplega 200 blaðsíður. En samgöngur fyrir fjölmiðlamenn og aðra starfsmenn eru aðeins brot af þeirri starfsemi sem búið er að setja á laggirnar fyrir leikana en þetta ætti að veita innsýn í hversu mikið umfangið er. Ballið byrjar svo á morgun. Íslendingarnir 27 keppa í samtals sex greinum og í þremur þeirra (badminton, júdó og skotfimi) utan Ólympíugarðsins. Kári Steinn Karlsson keppir svo í maraþoni karla á lokakeppnisdeginum og geri ég nú ekki ráð fyrir að fylgja honum eftir hvert fótmál – nema þá að ég verði í það góðri æfingu eftir að hafa elt uppi hina íslensku keppendurna í rúmar tvær vikur. Pistillinn Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Sjá meira
Í dag verða Ólympíuleikarnir settir og er ekki annað að sjá en að allt sé til reiðu hjá Bretunum. Þetta er mesta íþróttahátíð heimsins og teljast Ólympíuleikarnir til heimsviðburða, hvort sem er á sviði íþróttanna eða ekki. Hér eru allir bestu íþróttamenn heims samankomnir en þó svo að athyglin beinist að þeim sem keppa um verðlaunin er sjálft íþróttafólkið aðeins brotabrot af þeim gríðarmikla fjölda sem tengist Ólympíuleikunum á einn eða annan hátt. Ég er nú búinn að vera hér í Lundúnum í tvo daga og því rétt svo byrjaður að kynnast starfseminni – þá helst þeirri sem snýr að fjölmiðlamönnum. Og það fyrsta sem mér datt í hug við komuna hingað í Ólympíugarðinn er hvernig í ósköpunum mönnum tókst að skipuleggja þetta allt saman. Umfangið er gríðarlega mikið og við fyrstu sýn einfaldlega yfirþyrmandi. Á aðalsvæðinu, sem nefnist Olympic Park, eru átta leikvangar þar sem keppt er í ellefu íþróttagreinum en þar er líka sjálft Ólympíuþorpið þar sem eru vistaverur íþróttamanna og þeirra fylgifólks. Svæðið er 2,5 ferkílómetrar á stærð eða á við 357 knattspyrnuvelli. Fyrir blaðamenn og ljósmyndara er búið að reisa risastórt hús sem verður minn heimavöllur á meðan á leikunum stendur. Við hliðina á því húsi er annað (og miklu stærra) hús sem er eingöngu fyrir þær sjónvarpsstöðvar sem sýna frá leikunum. Hótelið sem ég dvelst á er miðsvæðis í Lundúnum, í Covent Garden. Í þeirri grennd er Russel Square og er þar búið að koma upp stærðarinnar umferðarmiðstöð þar sem rútur flytja fjölmiðlamenn á keppnisstaðina. Það er nefnilega keppt í 39 íþróttagreinum á leikunum á sautján stöðum víðs vegar um borgina, ef Ólympíugarðurinn er frátalinn. Innan Ólympíugarðsins sjálfs eru svo einnig rútur sem ferja fjölmiðlamenn á milli keppnishalla, enda væri ég líklega um klukkustund að labba í sundhöllina sem er í hinum enda garðsins. Það er þó ekki gert ráð fyrir því að taka rútu í Koparboxið, þar sem riðlakeppni handboltans fer fram, enda í göngufæri. Samt tekur það mig um 20 mínútur að labba þessa leið, sem virtist svo stutt á kortinu sem ég kynnti mér áður en ég hélt utan. Við komuna í blaðamannahöllina fékk ég leiðarvísi fyrir rútusamgöngurnar. Hann er tæplega 200 blaðsíður. En samgöngur fyrir fjölmiðlamenn og aðra starfsmenn eru aðeins brot af þeirri starfsemi sem búið er að setja á laggirnar fyrir leikana en þetta ætti að veita innsýn í hversu mikið umfangið er. Ballið byrjar svo á morgun. Íslendingarnir 27 keppa í samtals sex greinum og í þremur þeirra (badminton, júdó og skotfimi) utan Ólympíugarðsins. Kári Steinn Karlsson keppir svo í maraþoni karla á lokakeppnisdeginum og geri ég nú ekki ráð fyrir að fylgja honum eftir hvert fótmál – nema þá að ég verði í það góðri æfingu eftir að hafa elt uppi hina íslensku keppendurna í rúmar tvær vikur.
Pistillinn Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Sjá meira