Yfirlýsingar Draghis ollu vonbrigðum 3. ágúst 2012 00:01 Seðlabankastjóri Evrópusambandsins segir að á næstu vikum verði lögð nánari drög að inngripum í skuldabréfamarkaði. nordicphotos/AFP Seðlabankastjóri ESB boðar bein inngrip bankans í skuldabréfamarkaði til að styðja við evruna, en útskýrði ekki nánar í hverju þau áform væru fólgin. Þau verði útfærð nánar á næstu vikum. Verðbréf féllu í kjölfarið víða í verði. Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópusambandsins, boðaði í gær inngrip bankans í skuldabréfamarkaði til að ná fram lækkun á lántökukostnaði ríkja á borð við Spán og Ítalíu. Hann kynnti þó engar ákveðnar aðgerðir og olli yfirlýsing hans því vonbrigðum, ekki síst á verðbréfamörkuðum þar sem tilkynningar frá honum hafði verið beðið í ofvæni. Hann sagði þó að á næstu vikum verði lögð nánari drög að aðgerðum á borð við kaup skuldabréfa til að létta skuldabyrði í það minnsta sumra þeirra ríkja, sem verst standa. Draghi sagði jafnframt að ríki evrusvæðisins þyrftu nú einnig að búa sig undir að nota neyðarsjóði sína til skuldabréfakaupa. Neyðarsjóðir evruríkjanna geta sett ríkjum ströng skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð, sem seðlabankinn getur ekki gert. Verðlækkun varð á verðbréfamörkuðum í kjölfar ræðu Draghis í gær, en lántökukostnaður bæði Spánar og Ítalíu hækkaði. Yfirlýsingar Draghis um fyrirhuguð inngrip bankans á mörkuðum eru þó harla óvenjulegar og til marks um það hve bankinn metur ástandið alvarlegt. Skuldavandi nokkurra evruríkja er svo mikill, að viðvarandi óvissa hefur verið vikum og mánuðum saman um framtíð myntbandalagsins. „Það var ekkert sérstakt atvik sem varð til þess að við tókum þessa ákvörðun í dag, heldur bara tilfinning fyrir því að ástandið sé að versna og afleiðingarnar að verða verri," sagði Draghi á blaðamannafundi í gær. Ríkisstjórn Grikklands er enn að útfæra ný sparnaðaráform til viðbótar fyrri samdrætti í ríkisútgjöldum, sem bitnað hefur harkalega á íbúum landsins. Fulltrúar frá Seðlabanka Evrópusambandsins, framkvæmdastjórn þess og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eru að fara ítarlega yfir fjármál gríska ríkisins og nýju sparnaðartillögurnar, en gefa ekki upp fyrr en í september hvort þeir telji þær duga til að óhætt sé að veita Grikkjum frekari fjárhagsaðstoð. Spænska stjórnin er sömuleiðis að draga harkalega saman í ríkisútgjöldum, en mætir mótspyrnu úr ýmsum áttum, nú síðast frá Katalóníu og fleiri sjálfsstjórnarhéruðum á Spáni sem segjast ekki vilja taka á sig þann samdrátt sem ríkisstjórnin hefur boðað. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Seðlabankastjóri ESB boðar bein inngrip bankans í skuldabréfamarkaði til að styðja við evruna, en útskýrði ekki nánar í hverju þau áform væru fólgin. Þau verði útfærð nánar á næstu vikum. Verðbréf féllu í kjölfarið víða í verði. Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópusambandsins, boðaði í gær inngrip bankans í skuldabréfamarkaði til að ná fram lækkun á lántökukostnaði ríkja á borð við Spán og Ítalíu. Hann kynnti þó engar ákveðnar aðgerðir og olli yfirlýsing hans því vonbrigðum, ekki síst á verðbréfamörkuðum þar sem tilkynningar frá honum hafði verið beðið í ofvæni. Hann sagði þó að á næstu vikum verði lögð nánari drög að aðgerðum á borð við kaup skuldabréfa til að létta skuldabyrði í það minnsta sumra þeirra ríkja, sem verst standa. Draghi sagði jafnframt að ríki evrusvæðisins þyrftu nú einnig að búa sig undir að nota neyðarsjóði sína til skuldabréfakaupa. Neyðarsjóðir evruríkjanna geta sett ríkjum ströng skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð, sem seðlabankinn getur ekki gert. Verðlækkun varð á verðbréfamörkuðum í kjölfar ræðu Draghis í gær, en lántökukostnaður bæði Spánar og Ítalíu hækkaði. Yfirlýsingar Draghis um fyrirhuguð inngrip bankans á mörkuðum eru þó harla óvenjulegar og til marks um það hve bankinn metur ástandið alvarlegt. Skuldavandi nokkurra evruríkja er svo mikill, að viðvarandi óvissa hefur verið vikum og mánuðum saman um framtíð myntbandalagsins. „Það var ekkert sérstakt atvik sem varð til þess að við tókum þessa ákvörðun í dag, heldur bara tilfinning fyrir því að ástandið sé að versna og afleiðingarnar að verða verri," sagði Draghi á blaðamannafundi í gær. Ríkisstjórn Grikklands er enn að útfæra ný sparnaðaráform til viðbótar fyrri samdrætti í ríkisútgjöldum, sem bitnað hefur harkalega á íbúum landsins. Fulltrúar frá Seðlabanka Evrópusambandsins, framkvæmdastjórn þess og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eru að fara ítarlega yfir fjármál gríska ríkisins og nýju sparnaðartillögurnar, en gefa ekki upp fyrr en í september hvort þeir telji þær duga til að óhætt sé að veita Grikkjum frekari fjárhagsaðstoð. Spænska stjórnin er sömuleiðis að draga harkalega saman í ríkisútgjöldum, en mætir mótspyrnu úr ýmsum áttum, nú síðast frá Katalóníu og fleiri sjálfsstjórnarhéruðum á Spáni sem segjast ekki vilja taka á sig þann samdrátt sem ríkisstjórnin hefur boðað. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira