ESB aðild og öryggismál Einar Benediktsson skrifar 17. ágúst 2012 06:00 Á fyrstu árunum eftir kalda stríðið við upplausn Sovétríkjanna var öll fyrri þýðing norðurskautssvæðisins og Íslands fyrir Bandaríkin afskrifuð. Þessu til staðfestingar tekur Donald Rumsfeld, misvitur varnarmálaráðherra, þá ákvörðun að allt herlið þeirra í Keflavík hyrfi á brott. En mótsögnin er, að einmitt þá er fullljóst að landfræðileg staða Íslands hefur orðið nýja, varanlega lykilþýðingu vegna bráðnunar íshellunnar á norðurpólnum. Frá lokun herstöðvarinnar í Keflavík árið 2006, hafa stjórnvöld í Washington dregið að marka stefnu um að sinna norðurskautinu eða samvinnu við Íslendinga. En Kínverjar sváfu ekki á verðinum. Þegar siglingaleiðin til Evrópuhafna styttist um 5000 km, er umskipunar- eða birgðahöfn á Norðaustur-Íslandi þeim augljóst hagsmunamál svo sem teikningar fyrir þeirri framkvæmd í Finnafirði sýna. Allt er þetta nú prýðilega útlistað af Agli Þór Níelssyni, frá Heimskautastofnun Kína í Sjanghæ, sem hingað er kominn með hinum mikla ísbrjót Snjódrekanum, norðausturleiðina um norðurpólsvæðið. Stefna Bandaríkjanna varðandi öryggismál á Norður-Atlantshafi ræður miklu um framtíð NATO og meiru að því er varnir Íslands varðar. Þau mál eru óbeinlínis á dagskrá bæði vegna mikils niðurskurðar í varnarmálaútgjöldum og breyttrar varnarstefnu þegar engin hætta er lengur á ferðinni frá Austur-Evrópu. Eftirmál verða mikil út af töpuðum stríðsrekstri í Austurlöndum fjær, hrakandi fjárhagsstöðu Bandaríkjanna og mikilli aukningu opinberra skulda. Einangrunarstefnan á sér líka gamla hefð vestra. En stefnumörkun bíður kjörs nýs forseta. Ekki verður betur séð en að athygli beggja, demókrata og repúblikana, beinist að ógn vegna útþenslu Kína, sem býr við áður óþekktan hagvöxt og framfarir. Stefna Kína er talin fela í sér hættur á aðgerðum til yfirráða í löndum Suðaustur-Asíu. Þau lönd eiga öryggis- og varnarsamstarf við Bandaríkin, sem hafa þá þegar tekið ákvörðun um að flytja verulegan hluta flotastyrks síns til þessa hluta Kyrrahafsins. Beint samhengi er milli þeirrar þróunar og öryggis Íslands. Ekki er heimurinn stærri en það. Áhrif á Íslandi vegna nálægðar við olíulindir er annað óráðið stórmál. Nærtækust er vinnsla á Drekasvæðinu sem áhugi virðist á að þjónustuð sé af kínverskri olíuhöfn í Finnafirði. Kínverjar eiga ekki erindi til samvinnu við Íslendinga á þessu sviði því þar horfum við til félagsríkja okkar í Norðurskautsráðinu, þ.e. þeirra fimm sem eiga land að pólnum, Bandaríkjanna, Kanada, Danmerkur-Grænlands, Noregs og Rússlands og að auki Svíþjóðar og Finnlands. Þau hafa ákveðið að engin þörf sé á að semja um nýtt alþjóðaskipulag fyrir norðurskautið enda gildi þar ákvæði Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Staða Kína sem herveldis og stefnan varðandi vígbúnað er ekki viðfangsefni hér. Nægja verður að benda á, að þeir hafa undir höndum langstærsta landher heims, afar öflugan, nýtískulegan flugher, kjarnavopn með langdrægum eldflaugum og sífellt öflugri, hreyfanlegri sjóher með fyrstu flugvélamóðurskipunum. Í framtíðinni yrði eignar- eða leiguhald þessa ört vaxandi heimsveldis á norðaustur Íslandi ákjósanlegt til notkunar sem herskipalægi og ísbrjótahöfn. Kína myndi með slíkri samningsgerð, sem það hefur kynnt sem saklaust átak í ferðamálum, hafa snúið við blaðinu varðandi geostrategíska stöðu gagnvart Evrópu og Bandaríkjunum. Ráðstafanir sem æskilegar eru til um að efla öryggi Íslands í náinni bráð eru:aukin loftrýmisgæsla á vegum NATO. Mikill ávinningur væri að Norðurlöndin fjögur yrðu þar þátttakendur, þ.e. einnig Svíþjóð og Finnland sem enn eru ekki í NATO.að á vettvangi Norðurskautsráðsins yrði stofnað til varanlegrar, öflugrar flugbjörgunarsveitar, einnig til eftirlits gegn mengunarhættu og þar myndi þátttaka Bandaríkjanna hafa afgerandi þýðingu. Landhelgisgæslan og Landsbjörg yrðu öflugir samstarfsaðilar. Það skal fullyrt að aðild og virk þátttaka í Evrópusambandinu yrði það sem mestu máli skiptir um öryggi Íslands um alla framtíð. Aðildarviðræðurnar hafa endurspeglað hve mikla samleið Ísland á í raun nú þegar með aðildarríkjum ESB í utanríkis-, öryggis- og varnarmálum. Þar skiptir miklu máli aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu en 21 af 27 ríkjum ESB er einnig bandamaður á vettvangi NATO. Þótt ESB sé ekki varnarbandalag tóku Bretar og Frakkar fyrstu skrefin með St. Malo-samningnum 1998 að koma á sameiginlegri stefnu í varnarmálum. Líklegt verður að telja að Evrópulöndin í NATO verði að sinna eigin vörnum vegna minnkandi hernaðarlegrar viðveru Bandaríkjanna í álfunni. En í samstarfi Evrópulanda innan NATO ber Íslandi að vera og skilyrði þess er aðild að Evrópusambandinu. Þar með yrðum við innan landamæra Evrópu sem frekari trygging fyrir því að fá að lifa óáreittir í eigin landi. Sú stefna hvílir á vilja og samheldni Íslendinga til heillavænlegs lokaskrefs í Evrópumálum, sem einnig nær til öryggis og varna landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Á fyrstu árunum eftir kalda stríðið við upplausn Sovétríkjanna var öll fyrri þýðing norðurskautssvæðisins og Íslands fyrir Bandaríkin afskrifuð. Þessu til staðfestingar tekur Donald Rumsfeld, misvitur varnarmálaráðherra, þá ákvörðun að allt herlið þeirra í Keflavík hyrfi á brott. En mótsögnin er, að einmitt þá er fullljóst að landfræðileg staða Íslands hefur orðið nýja, varanlega lykilþýðingu vegna bráðnunar íshellunnar á norðurpólnum. Frá lokun herstöðvarinnar í Keflavík árið 2006, hafa stjórnvöld í Washington dregið að marka stefnu um að sinna norðurskautinu eða samvinnu við Íslendinga. En Kínverjar sváfu ekki á verðinum. Þegar siglingaleiðin til Evrópuhafna styttist um 5000 km, er umskipunar- eða birgðahöfn á Norðaustur-Íslandi þeim augljóst hagsmunamál svo sem teikningar fyrir þeirri framkvæmd í Finnafirði sýna. Allt er þetta nú prýðilega útlistað af Agli Þór Níelssyni, frá Heimskautastofnun Kína í Sjanghæ, sem hingað er kominn með hinum mikla ísbrjót Snjódrekanum, norðausturleiðina um norðurpólsvæðið. Stefna Bandaríkjanna varðandi öryggismál á Norður-Atlantshafi ræður miklu um framtíð NATO og meiru að því er varnir Íslands varðar. Þau mál eru óbeinlínis á dagskrá bæði vegna mikils niðurskurðar í varnarmálaútgjöldum og breyttrar varnarstefnu þegar engin hætta er lengur á ferðinni frá Austur-Evrópu. Eftirmál verða mikil út af töpuðum stríðsrekstri í Austurlöndum fjær, hrakandi fjárhagsstöðu Bandaríkjanna og mikilli aukningu opinberra skulda. Einangrunarstefnan á sér líka gamla hefð vestra. En stefnumörkun bíður kjörs nýs forseta. Ekki verður betur séð en að athygli beggja, demókrata og repúblikana, beinist að ógn vegna útþenslu Kína, sem býr við áður óþekktan hagvöxt og framfarir. Stefna Kína er talin fela í sér hættur á aðgerðum til yfirráða í löndum Suðaustur-Asíu. Þau lönd eiga öryggis- og varnarsamstarf við Bandaríkin, sem hafa þá þegar tekið ákvörðun um að flytja verulegan hluta flotastyrks síns til þessa hluta Kyrrahafsins. Beint samhengi er milli þeirrar þróunar og öryggis Íslands. Ekki er heimurinn stærri en það. Áhrif á Íslandi vegna nálægðar við olíulindir er annað óráðið stórmál. Nærtækust er vinnsla á Drekasvæðinu sem áhugi virðist á að þjónustuð sé af kínverskri olíuhöfn í Finnafirði. Kínverjar eiga ekki erindi til samvinnu við Íslendinga á þessu sviði því þar horfum við til félagsríkja okkar í Norðurskautsráðinu, þ.e. þeirra fimm sem eiga land að pólnum, Bandaríkjanna, Kanada, Danmerkur-Grænlands, Noregs og Rússlands og að auki Svíþjóðar og Finnlands. Þau hafa ákveðið að engin þörf sé á að semja um nýtt alþjóðaskipulag fyrir norðurskautið enda gildi þar ákvæði Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Staða Kína sem herveldis og stefnan varðandi vígbúnað er ekki viðfangsefni hér. Nægja verður að benda á, að þeir hafa undir höndum langstærsta landher heims, afar öflugan, nýtískulegan flugher, kjarnavopn með langdrægum eldflaugum og sífellt öflugri, hreyfanlegri sjóher með fyrstu flugvélamóðurskipunum. Í framtíðinni yrði eignar- eða leiguhald þessa ört vaxandi heimsveldis á norðaustur Íslandi ákjósanlegt til notkunar sem herskipalægi og ísbrjótahöfn. Kína myndi með slíkri samningsgerð, sem það hefur kynnt sem saklaust átak í ferðamálum, hafa snúið við blaðinu varðandi geostrategíska stöðu gagnvart Evrópu og Bandaríkjunum. Ráðstafanir sem æskilegar eru til um að efla öryggi Íslands í náinni bráð eru:aukin loftrýmisgæsla á vegum NATO. Mikill ávinningur væri að Norðurlöndin fjögur yrðu þar þátttakendur, þ.e. einnig Svíþjóð og Finnland sem enn eru ekki í NATO.að á vettvangi Norðurskautsráðsins yrði stofnað til varanlegrar, öflugrar flugbjörgunarsveitar, einnig til eftirlits gegn mengunarhættu og þar myndi þátttaka Bandaríkjanna hafa afgerandi þýðingu. Landhelgisgæslan og Landsbjörg yrðu öflugir samstarfsaðilar. Það skal fullyrt að aðild og virk þátttaka í Evrópusambandinu yrði það sem mestu máli skiptir um öryggi Íslands um alla framtíð. Aðildarviðræðurnar hafa endurspeglað hve mikla samleið Ísland á í raun nú þegar með aðildarríkjum ESB í utanríkis-, öryggis- og varnarmálum. Þar skiptir miklu máli aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu en 21 af 27 ríkjum ESB er einnig bandamaður á vettvangi NATO. Þótt ESB sé ekki varnarbandalag tóku Bretar og Frakkar fyrstu skrefin með St. Malo-samningnum 1998 að koma á sameiginlegri stefnu í varnarmálum. Líklegt verður að telja að Evrópulöndin í NATO verði að sinna eigin vörnum vegna minnkandi hernaðarlegrar viðveru Bandaríkjanna í álfunni. En í samstarfi Evrópulanda innan NATO ber Íslandi að vera og skilyrði þess er aðild að Evrópusambandinu. Þar með yrðum við innan landamæra Evrópu sem frekari trygging fyrir því að fá að lifa óáreittir í eigin landi. Sú stefna hvílir á vilja og samheldni Íslendinga til heillavænlegs lokaskrefs í Evrópumálum, sem einnig nær til öryggis og varna landsins.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar