MP banki skoðar að sækja nýtt hlutafé á næstunni 29. ágúst 2012 11:00 Forstjóri Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, segir að sá eiginfjárgrunnur sem bankinn sé með í dag fari að verða takmarkandi þáttur í vexti hans. MP banki stefnir að því að sækja sér aukið hlutafé á komandi vetri til að geta haldið vexti sínum áfram. Eignir bankans hafa aukist hratt og samhliða hefur eiginfjárhlutfall hans lækkað. Um mitt þetta ár var það orðið 14,3 prósent en eigið fé hans er 5,2 milljarðar króna. Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP Banka, staðfestir að hlutafjáraukning verði skoðuð. „Hlutirnir eru að ganga vel hjá bankanum og okkur er að takast mjög vel að auka viðskiptamagn. Samhliða hefur komið að því að sá eiginfjárgrunnur sem við erum með í dag fer að verða takmarkandi þáttur. Um þessar mundir er því verið að fara yfir frekari útfærslur á því að auka eiginfjárgrunn bankans til að geta haldið áfram á þessari vaxtarbraut. Á meðal þess sem verður skoðað er að sækja okkur nýtt hlutafé." Að sögn Sigurðar Atla myndi það gerast í vetur. Spurður hvort einvörðungu verði leitað inn í núverandi hluthafahóp eftir þeirri innspýtingu segir hann að slíkt verði skoðað með núverandi hluthöfum. „Það yrði síðan ákvörðun stjórnar og hluthafafundar ef af yrði. En við höfum ekkert skoðað það frekar varðandi aðkomu fjárfesta sem eru ekki í hluthafahópnum í dag." Þegar nýir hluthafar, undir forystu Skúla Mogensen, tóku yfir MP banka í fyrra var það yfirlýst markmið þeirra að skrá hann á markað innan þriggja ára. Sigurður Atli segir stjórnendur bankans enn vera að vinna samkvæmt því markmiði. MP banki birti hálfsársuppgjör sitt í gær. Bankinn hagnaðist um 119 milljónir króna á tímabilinu, sem er verulegur viðsnúningur frá 681 milljóna króna tapi á sama tímabili í fyrra. Rekstrartölur milli ára eru þó ekki samanburðarhæfar, enda tóku nýir eigendur við bankanum í apríl í fyrra eftir að hafa keypt íslenskar og litháískar eignir gamla MP banka, og lagt nýja bankanum til 5,5 milljarða króna í nýtt hlutafé. Alls námu eignir bankans um 71,8 milljörðum króna um mitt þetta ár og jukust um 43 prósent á milli ára. Handbært fé MP banka hefur einnig aukist mjög hratt. Í lok þriðja ársfjórðungs 2011 var það 15,8 milljarðar króna en var 28,6 milljarðar króna í lok júní síðastliðins. Á sama tíma lækkuðu eignir bankans í verðtryggðum bréfum um 7,5 milljarða króna. Helstu skýringar á vexti bankans er að finna í því að útlán hans hafa aukist úr 7,6 milljörðum króna í 20,7 milljarða króna á einu ári. Innlán og peningamarkaðsinnlán jukust á sama tíma um 39 prósent og eru nú 51,1 milljarður króna. Bæði þóknana- og vaxtatekjur MP banka hafa vaxið mikið milli ára. Þóknanatekjur bankans voru 72 milljónir króna um mitt síðasta ár en 623 milljónir króna í lok júní 2012. Vaxtatekjur bankans jukust úr því að vera neikvæðar um 45 milljónir króna í að vera jákvæðar um 851 milljón króna á sama tímabili. Afskriftir bankans af útlánum voru umfram rekstaráætlanir, eða 254 milljónir króna. Í tilkynningu sem fylgdi uppgjörinu segir að þær skýrist „af sérstakri niðurfærslu vegna einnar tiltekinnar eignar sem nýir hluthafar tóku yfir frá fyrri eigendum samfara hlutafjáraukningu í fyrra. Án hennar væri afkoma bankans um 170 milljónum króna betri". Fréttir Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
MP banki stefnir að því að sækja sér aukið hlutafé á komandi vetri til að geta haldið vexti sínum áfram. Eignir bankans hafa aukist hratt og samhliða hefur eiginfjárhlutfall hans lækkað. Um mitt þetta ár var það orðið 14,3 prósent en eigið fé hans er 5,2 milljarðar króna. Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP Banka, staðfestir að hlutafjáraukning verði skoðuð. „Hlutirnir eru að ganga vel hjá bankanum og okkur er að takast mjög vel að auka viðskiptamagn. Samhliða hefur komið að því að sá eiginfjárgrunnur sem við erum með í dag fer að verða takmarkandi þáttur. Um þessar mundir er því verið að fara yfir frekari útfærslur á því að auka eiginfjárgrunn bankans til að geta haldið áfram á þessari vaxtarbraut. Á meðal þess sem verður skoðað er að sækja okkur nýtt hlutafé." Að sögn Sigurðar Atla myndi það gerast í vetur. Spurður hvort einvörðungu verði leitað inn í núverandi hluthafahóp eftir þeirri innspýtingu segir hann að slíkt verði skoðað með núverandi hluthöfum. „Það yrði síðan ákvörðun stjórnar og hluthafafundar ef af yrði. En við höfum ekkert skoðað það frekar varðandi aðkomu fjárfesta sem eru ekki í hluthafahópnum í dag." Þegar nýir hluthafar, undir forystu Skúla Mogensen, tóku yfir MP banka í fyrra var það yfirlýst markmið þeirra að skrá hann á markað innan þriggja ára. Sigurður Atli segir stjórnendur bankans enn vera að vinna samkvæmt því markmiði. MP banki birti hálfsársuppgjör sitt í gær. Bankinn hagnaðist um 119 milljónir króna á tímabilinu, sem er verulegur viðsnúningur frá 681 milljóna króna tapi á sama tímabili í fyrra. Rekstrartölur milli ára eru þó ekki samanburðarhæfar, enda tóku nýir eigendur við bankanum í apríl í fyrra eftir að hafa keypt íslenskar og litháískar eignir gamla MP banka, og lagt nýja bankanum til 5,5 milljarða króna í nýtt hlutafé. Alls námu eignir bankans um 71,8 milljörðum króna um mitt þetta ár og jukust um 43 prósent á milli ára. Handbært fé MP banka hefur einnig aukist mjög hratt. Í lok þriðja ársfjórðungs 2011 var það 15,8 milljarðar króna en var 28,6 milljarðar króna í lok júní síðastliðins. Á sama tíma lækkuðu eignir bankans í verðtryggðum bréfum um 7,5 milljarða króna. Helstu skýringar á vexti bankans er að finna í því að útlán hans hafa aukist úr 7,6 milljörðum króna í 20,7 milljarða króna á einu ári. Innlán og peningamarkaðsinnlán jukust á sama tíma um 39 prósent og eru nú 51,1 milljarður króna. Bæði þóknana- og vaxtatekjur MP banka hafa vaxið mikið milli ára. Þóknanatekjur bankans voru 72 milljónir króna um mitt síðasta ár en 623 milljónir króna í lok júní 2012. Vaxtatekjur bankans jukust úr því að vera neikvæðar um 45 milljónir króna í að vera jákvæðar um 851 milljón króna á sama tímabili. Afskriftir bankans af útlánum voru umfram rekstaráætlanir, eða 254 milljónir króna. Í tilkynningu sem fylgdi uppgjörinu segir að þær skýrist „af sérstakri niðurfærslu vegna einnar tiltekinnar eignar sem nýir hluthafar tóku yfir frá fyrri eigendum samfara hlutafjáraukningu í fyrra. Án hennar væri afkoma bankans um 170 milljónum króna betri".
Fréttir Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira