Ekkert mark tekið á Berezovskíj í London 1. september 2012 01:00 Borís Berezovskíj Vildi fá skaðabætur frá Roman Abramovich fyrir að hafa haft af sér stórfé með hótunum. nordicphotos/AFP „Mér þykir fyrir því að segja það en niðurstaða greiningar minnar á trúverðugleika herra Berezovskíjs er að hann myndi segja nánast hvað sem er til að styðja mál sitt," sagði Elizabeth Gloster, dómari í London, þegar hún kvað upp dóm í deilumáli tveggja rússneskra auðkýfinga. Borís Berezovskíj fór á síðasta ári í mál við Roman Abramovich, eiganda breska knattspyrnuliðsins Chelsea, fyrir að hafa með hótunum og fjárkúgun þröngvað sér til að selja hlut sinn í rússneska olíufyrirtækinu Sibneft langt undir raunvirði. Hann vildi fá 4,7 milljarða punda í skaðabætur, jafnvirði rúmlega 911 milljarða króna. Dómarinn sagðist ekki sjá að neitt væri hæft í ásökunum Berezovskíjs, og sagði hann „tilkomulítið og í eðli sínu óáreiðanlegt vitni, sem lítur á sannleikann sem hverfult og sveigjanlegt hugtak, sem hægt er að steypa í það mót sem hentar tilgangi hans núna". Berezovskíj hristi höfuðið hvað eftir annað meðan Gloster dómari las upp dómsúrskurðinn. „Ég er algerlega furðu lostinn yfir því sem hefur gerst hér í dag," sagði hann við blaðamenn. „Stundum finnst mér eins og Pútín sjálfur hafi skrifað þennan dóm." Berezovskíj flúði frá Rússlandi árið 2000, eftir að Vladimír Pútín hafði tekið við forsetaembættinu af Borís Jeltsín, og hefur síðan verið í sjálfskipaðri útlegð í Bretlandi. Berezovskíj hafði gert það gott á Jeltsín-árunum, var í innsta hring stuðningsmanna Jeltsíns og græddi á tá og fingri. Hann gerðist hins vegar fljótt andsnúinn Pútín og hefur ítrekað sakað Pútín um hafa bruggað sér launráð. Hann naut á sínum tíma stuðnings og vináttu rússneska njósnarans Alexanders Litvinenkó. Sá hélt því fram að yfirmenn í rússnesku leyniþjónustunni hefðu skipað sér að myrða Berezovskíj árið 1998. Litvinenkó lést úr póloneitrun í London árið 2006 og hafa Berezovskíj og fleiri haldið því fram að Pútín hafi staðið á bak við það morð. Faðir Litvinenkós, sem býr á Ítalíu, telur hins vegar að það hafi verið Berezovskíj sem lét myrða Litvinenkó. Berezovskíj og Abramovich voru einnig góðir vinir í Rússlandi meðan viðskipti þeirra blómstruðu á Jeltsíntímanum. Þeir búa báðir í London. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
„Mér þykir fyrir því að segja það en niðurstaða greiningar minnar á trúverðugleika herra Berezovskíjs er að hann myndi segja nánast hvað sem er til að styðja mál sitt," sagði Elizabeth Gloster, dómari í London, þegar hún kvað upp dóm í deilumáli tveggja rússneskra auðkýfinga. Borís Berezovskíj fór á síðasta ári í mál við Roman Abramovich, eiganda breska knattspyrnuliðsins Chelsea, fyrir að hafa með hótunum og fjárkúgun þröngvað sér til að selja hlut sinn í rússneska olíufyrirtækinu Sibneft langt undir raunvirði. Hann vildi fá 4,7 milljarða punda í skaðabætur, jafnvirði rúmlega 911 milljarða króna. Dómarinn sagðist ekki sjá að neitt væri hæft í ásökunum Berezovskíjs, og sagði hann „tilkomulítið og í eðli sínu óáreiðanlegt vitni, sem lítur á sannleikann sem hverfult og sveigjanlegt hugtak, sem hægt er að steypa í það mót sem hentar tilgangi hans núna". Berezovskíj hristi höfuðið hvað eftir annað meðan Gloster dómari las upp dómsúrskurðinn. „Ég er algerlega furðu lostinn yfir því sem hefur gerst hér í dag," sagði hann við blaðamenn. „Stundum finnst mér eins og Pútín sjálfur hafi skrifað þennan dóm." Berezovskíj flúði frá Rússlandi árið 2000, eftir að Vladimír Pútín hafði tekið við forsetaembættinu af Borís Jeltsín, og hefur síðan verið í sjálfskipaðri útlegð í Bretlandi. Berezovskíj hafði gert það gott á Jeltsín-árunum, var í innsta hring stuðningsmanna Jeltsíns og græddi á tá og fingri. Hann gerðist hins vegar fljótt andsnúinn Pútín og hefur ítrekað sakað Pútín um hafa bruggað sér launráð. Hann naut á sínum tíma stuðnings og vináttu rússneska njósnarans Alexanders Litvinenkó. Sá hélt því fram að yfirmenn í rússnesku leyniþjónustunni hefðu skipað sér að myrða Berezovskíj árið 1998. Litvinenkó lést úr póloneitrun í London árið 2006 og hafa Berezovskíj og fleiri haldið því fram að Pútín hafi staðið á bak við það morð. Faðir Litvinenkós, sem býr á Ítalíu, telur hins vegar að það hafi verið Berezovskíj sem lét myrða Litvinenkó. Berezovskíj og Abramovich voru einnig góðir vinir í Rússlandi meðan viðskipti þeirra blómstruðu á Jeltsíntímanum. Þeir búa báðir í London. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira