Það rennur ekki blóðið í þjálfaranum okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2012 07:00 Arna Sif Ásgrímsdóttir tók við fyrirliðabandinu hjá Þór/KA í vor og hefur spilað vel í vörninni. Mynd/Valli Lið Þórs/KA getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti með sigri á Selfossi á Akureyri í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Norðankonur hafa spilað frábærlega í sumar og eru með fjögurra stiga forskot á Stjörnuna þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af deildinni. Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA, spilar lykilhlutverk í vörninni og á hún möguleika á því að taka við Íslandsbikarnum í kvöld. „Það eru allir mjög spenntir hér," sagði Arna Sif og bætir við: „Við höldum okkur samt niðri á jörðinni og erum bara rólegar yfir þessu. Það er rosalega freistandi að fara að hugsa lengra en Jói þjálfari er duglegur að minna okkur á að vera rólegar," segir Arna Sif. Þór/KA vann 6-2 sigur á Selfossi í fyrri leiknum en Selfoss hefur rokið upp töfluna að undanförnu. „Við eigum að klára þetta en Selfoss er búið að bæta sig helling í seinni umferðinni og þær hafa verið að stela sigrum af stærri liðum. Þetta verður hörkuleikur," segir Arna Sif og hún býst við mörgum á völlinn. „Það er draumurinn að fá að taka við bikarnum. Við gerum okkur alveg grein fyrir því hvað er í boði en við ætlum ekki að hugsa um hvernig við ætlum að fagna þegar við skorum heldur ætlum við að hugsa um það hvernig við ætlum að skora," segir Arna Sif og segir yfirvegun þjálfarans Jóhanns Kristins Gunnarssonar hafa góð áhrif á liðið. „Það rennur ekki í honum blóðið. Hann heldur alltaf andlitinu og er alltaf rólegur þannig að það smitar út frá sér. Í fyrra og hittiðfyrra hefði ég verið í skýjunum núna og það hefði örugglega ekki verið hægt að ná sambandi við mig. Ég er óvenju róleg í dag," sagði Arna. Leikur Þórs/KA og Selfoss hefst klukkan 18.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og inni á Vísi. Aðrir leikir kvöldsins í deildinni eru: Valur-Breiðablik, FH-Fylkir, KR-Afturelding og Stjarnan-ÍBV en Eyjakonur gætu líka tryggt Þór/KA titilinn með því að taka stig af Stjörnunni. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Lið Þórs/KA getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti með sigri á Selfossi á Akureyri í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Norðankonur hafa spilað frábærlega í sumar og eru með fjögurra stiga forskot á Stjörnuna þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af deildinni. Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA, spilar lykilhlutverk í vörninni og á hún möguleika á því að taka við Íslandsbikarnum í kvöld. „Það eru allir mjög spenntir hér," sagði Arna Sif og bætir við: „Við höldum okkur samt niðri á jörðinni og erum bara rólegar yfir þessu. Það er rosalega freistandi að fara að hugsa lengra en Jói þjálfari er duglegur að minna okkur á að vera rólegar," segir Arna Sif. Þór/KA vann 6-2 sigur á Selfossi í fyrri leiknum en Selfoss hefur rokið upp töfluna að undanförnu. „Við eigum að klára þetta en Selfoss er búið að bæta sig helling í seinni umferðinni og þær hafa verið að stela sigrum af stærri liðum. Þetta verður hörkuleikur," segir Arna Sif og hún býst við mörgum á völlinn. „Það er draumurinn að fá að taka við bikarnum. Við gerum okkur alveg grein fyrir því hvað er í boði en við ætlum ekki að hugsa um hvernig við ætlum að fagna þegar við skorum heldur ætlum við að hugsa um það hvernig við ætlum að skora," segir Arna Sif og segir yfirvegun þjálfarans Jóhanns Kristins Gunnarssonar hafa góð áhrif á liðið. „Það rennur ekki í honum blóðið. Hann heldur alltaf andlitinu og er alltaf rólegur þannig að það smitar út frá sér. Í fyrra og hittiðfyrra hefði ég verið í skýjunum núna og það hefði örugglega ekki verið hægt að ná sambandi við mig. Ég er óvenju róleg í dag," sagði Arna. Leikur Þórs/KA og Selfoss hefst klukkan 18.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og inni á Vísi. Aðrir leikir kvöldsins í deildinni eru: Valur-Breiðablik, FH-Fylkir, KR-Afturelding og Stjarnan-ÍBV en Eyjakonur gætu líka tryggt Þór/KA titilinn með því að taka stig af Stjörnunni.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira