Hryggð yfir alþingishúsinu Steinunn Jóhannesdóttir skrifar 20. september 2012 06:00 Þrátt fyrir sorg og leiða yfir stjórnmálaástandinu í landinu fann ég hjá mér löngun til þess að fara á þingpalla og hlýða á stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að kvöldi 12. september. Mig langaði til þess að vera viðstödd þegar fyrsta konan, sem leitt hefur ríkisstjórn á Íslandi, ávarpaði þing og þjóð við upphaf síðasta vetrar kjörtímabilsins. Ég leit á það sem sögulega stund. Jóhanna tók við stjórnartaumum við erfiðustu aðstæður frá stofnun lýðveldisins. Erfiðleikarnir reyndust ekki bara fólgnir í því risavaxna verkefni að reisa við efnahag þjóðar, sem haustið 2008 rambaði á barmi gjaldþrots, heldur hefur hún þurft að glíma við fádæma skort á samstöðu um viðfangsefnið, innan þings sem utan. Ég klæddi mig í vindjakkann, setti á mig rauðu prjónahúfuna, sem mig langaði til að taka ofan fyrir henni, og skundaði niður á Austurvöll í myrkrinu og suddanum.Víggirðing Mér brá í brún þegar ég kom að hárri víggirðingu úr járni sem náði frá Alþingisgarðinum, utan um bílastæði dómkirkjunnar, út á miðjan Austurvöll og þaðan að skrifstofum Alþingis í Kirkjustræti. Á bak við dómkirkjuna voru tveir stæðilegir lögreglumenn á vakt við virkið og þegar ég bað þá um að hleypa mér inn fyrir svo ég kæmist upp á þingpalla til að hlusta á Jóhönnu sögðu þeir að það væri bannað. Þeir upplýstu mig um að ég gæti séð stefnuræðuna í sjónvarpinu. Ég sagði að það væri ekki það sama og að fylgjast með af pöllunum. Ég teldi það borgaralegan rétt minn. Þeir bentu mér á að tala við starfsbræður sína við aðalinnganginn Kirkjustrætismegin. Ég gekk því yfir Austurvöll, þar sem nokkrir beljakar stóðu við bláar tunnur sem þeir börðu af miklum móð. Hávaðinn var ærandi og mér stóð ekki á sama. Löggurnar við Kirkjustræti voru engu fúsari en hinir til þess að hleypa mér inn svo ég sá þann kost vænstan að fara aftur heim. Ég staldraði við hjá styttunni af Jóni og horfði hrygg í átt að Alþingishúsinu og dómkirkjunni, þessum fallegu og yfirlætislausu byggingum, táknum sögu og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þetta var eins og að horfa í átt að fangabúðum. Eftir nær fjögurra ára baráttu við eftirköst efnahagshrunsins leið alþingismönnum augljóslega eins og þeir hefðu verið kosnir til refsivistar en ekki virðingarverðs löggjafarstarfs.Egg og tómatar Þetta er fjórða haustið í röð sem ég fyllist hryggð við að ganga fram hjá Alþingishúsinu að lokinni þingsetningu. Húsið hefur verið útbíað í eggjum, tómötum, skyri og öðrum matvælum, ásamt ókjörum af klósettpappír, rúður í gluggum hafa verið brotnar og illyrtar orðsendingar til þings og ríkisstjórnar á miðum og mótmælaspjöldum legið eftir á stéttinni. Fyrir ári lá við slysi, þegar einn þingmaður fékk sendingu í höfuðið og féll í götuna. Við sama tækifæri vippaði forsetafrúin sér yfir reipið sem þá skildi að mótmælendur og löggjafarsamkunduna og hvarf út á Austurvöll. Í ár mætti hún ekki til þingsetningarinnar með forsetanum. Útreiðin á Alþingishúsinu er til vitnis um illa haldna og sundraða þjóð, þjóð sem fór út af sporinu í efnahagsmálum og glataði við það hluta af sjálfsvirðingunni. Sjálfsvirðing þjóðar og þings verður ekki endurreist með því að víggirða Alþingishúsið. Hún verður ekki endurreist með hótunum forsetans um að taka völdin af Alþingi og ríkisstjórn. Virðingin vex einungis með því að fleiri hafi hugrekki, þrek og úthald á borð við það sem Jóhanna hefur sýnt við að þoka málum til betri vegar eftir þingræðislegum leiðum, þrátt fyrir mótlætið. Þingið getur hrist af sér eggin og tómatana. Þingið getur öðlast fyrri virðingu með virðingarverðari vinnubrögðum. En þingmenn í lýðræðisríki geta ekki skýlt sér á bak við járntjald sem reist er á milli þeirra og hinna reiðu og vonsviknu. Járnvirki hindraði að ég gæti tekið ofan fyrir Jóhönnu 12. september. Eftir sem áður vona ég að henni takist að stýra ríkisstjórnarfarinu heilu í höfn á komandi vetri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Jóhannesdóttir Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir sorg og leiða yfir stjórnmálaástandinu í landinu fann ég hjá mér löngun til þess að fara á þingpalla og hlýða á stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að kvöldi 12. september. Mig langaði til þess að vera viðstödd þegar fyrsta konan, sem leitt hefur ríkisstjórn á Íslandi, ávarpaði þing og þjóð við upphaf síðasta vetrar kjörtímabilsins. Ég leit á það sem sögulega stund. Jóhanna tók við stjórnartaumum við erfiðustu aðstæður frá stofnun lýðveldisins. Erfiðleikarnir reyndust ekki bara fólgnir í því risavaxna verkefni að reisa við efnahag þjóðar, sem haustið 2008 rambaði á barmi gjaldþrots, heldur hefur hún þurft að glíma við fádæma skort á samstöðu um viðfangsefnið, innan þings sem utan. Ég klæddi mig í vindjakkann, setti á mig rauðu prjónahúfuna, sem mig langaði til að taka ofan fyrir henni, og skundaði niður á Austurvöll í myrkrinu og suddanum.Víggirðing Mér brá í brún þegar ég kom að hárri víggirðingu úr járni sem náði frá Alþingisgarðinum, utan um bílastæði dómkirkjunnar, út á miðjan Austurvöll og þaðan að skrifstofum Alþingis í Kirkjustræti. Á bak við dómkirkjuna voru tveir stæðilegir lögreglumenn á vakt við virkið og þegar ég bað þá um að hleypa mér inn fyrir svo ég kæmist upp á þingpalla til að hlusta á Jóhönnu sögðu þeir að það væri bannað. Þeir upplýstu mig um að ég gæti séð stefnuræðuna í sjónvarpinu. Ég sagði að það væri ekki það sama og að fylgjast með af pöllunum. Ég teldi það borgaralegan rétt minn. Þeir bentu mér á að tala við starfsbræður sína við aðalinnganginn Kirkjustrætismegin. Ég gekk því yfir Austurvöll, þar sem nokkrir beljakar stóðu við bláar tunnur sem þeir börðu af miklum móð. Hávaðinn var ærandi og mér stóð ekki á sama. Löggurnar við Kirkjustræti voru engu fúsari en hinir til þess að hleypa mér inn svo ég sá þann kost vænstan að fara aftur heim. Ég staldraði við hjá styttunni af Jóni og horfði hrygg í átt að Alþingishúsinu og dómkirkjunni, þessum fallegu og yfirlætislausu byggingum, táknum sögu og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þetta var eins og að horfa í átt að fangabúðum. Eftir nær fjögurra ára baráttu við eftirköst efnahagshrunsins leið alþingismönnum augljóslega eins og þeir hefðu verið kosnir til refsivistar en ekki virðingarverðs löggjafarstarfs.Egg og tómatar Þetta er fjórða haustið í röð sem ég fyllist hryggð við að ganga fram hjá Alþingishúsinu að lokinni þingsetningu. Húsið hefur verið útbíað í eggjum, tómötum, skyri og öðrum matvælum, ásamt ókjörum af klósettpappír, rúður í gluggum hafa verið brotnar og illyrtar orðsendingar til þings og ríkisstjórnar á miðum og mótmælaspjöldum legið eftir á stéttinni. Fyrir ári lá við slysi, þegar einn þingmaður fékk sendingu í höfuðið og féll í götuna. Við sama tækifæri vippaði forsetafrúin sér yfir reipið sem þá skildi að mótmælendur og löggjafarsamkunduna og hvarf út á Austurvöll. Í ár mætti hún ekki til þingsetningarinnar með forsetanum. Útreiðin á Alþingishúsinu er til vitnis um illa haldna og sundraða þjóð, þjóð sem fór út af sporinu í efnahagsmálum og glataði við það hluta af sjálfsvirðingunni. Sjálfsvirðing þjóðar og þings verður ekki endurreist með því að víggirða Alþingishúsið. Hún verður ekki endurreist með hótunum forsetans um að taka völdin af Alþingi og ríkisstjórn. Virðingin vex einungis með því að fleiri hafi hugrekki, þrek og úthald á borð við það sem Jóhanna hefur sýnt við að þoka málum til betri vegar eftir þingræðislegum leiðum, þrátt fyrir mótlætið. Þingið getur hrist af sér eggin og tómatana. Þingið getur öðlast fyrri virðingu með virðingarverðari vinnubrögðum. En þingmenn í lýðræðisríki geta ekki skýlt sér á bak við járntjald sem reist er á milli þeirra og hinna reiðu og vonsviknu. Járnvirki hindraði að ég gæti tekið ofan fyrir Jóhönnu 12. september. Eftir sem áður vona ég að henni takist að stýra ríkisstjórnarfarinu heilu í höfn á komandi vetri.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun