Löng bið loksins á enda Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. september 2012 07:00 Stjörnustelpur leika sinn fyrsta Evrópuleik í kvöld og þeirra bíður mjög erfitt verkefni.fréttablaðið/daníel Þó svo að tímabilinu í Pepsi-deild kvenna hafi lokið fyrir næstum þremur vikum síðan hafa leikmenn Stjörnunnar þurft að halda sér á tánum. Liðið mætir í kvöld rússneska félaginu Zorky Krasnogorsk á heimavelli sínum í Garðabæ en þetta verður fyrsti Evrópuleikur félagsins frá upphafi. Stjarnan tryggði sér þátttökurétt í keppninni með því að verða Íslandsmeistari í fyrra og hefur því beðið lengi eftir þessum leik. Stjörnukonum tókst þó ekki að verja titilinn nú í sumar og verður því Þór/KA fulltrúi Íslands í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Stjarnan slapp við undankeppnina sem fór fram fyrr í sumar og fór beint inn í 32-liða úrslitin. Þar var liðið í neðra styrkleikaflokki af tveimur og dróst gegn Zorky. Um er að ræða ungt félag en það var stofnað árið 2006. Það var nýliði í efstu deild á síðasta tímabili en náði engu að síður öðru sæti sem dugði til að komast í Meistaradeildina. Sterkir landsliðsmenn í liðinu„Okkur tókst ekki að útvega okkur upptöku af leik með þessu liði en mér hefur þó tekist að afla mér einhverra upplýsinga," sagði þjálfarinn Þorlákur Árnason um andstæðing kvöldsins. „Við vitum lítið sem ekkert um liðið sjálft en það eru þó margir sterkir einstaklingar í því – landsliðsmenn frá Rússlandi, Úkraínu og Ítalíu. Það leikur í það minnsta enginn vafi á því að þetta sé sterkasta lið sem við höfum mætt hingað til." Þorlákur segir að þó svo að nokkuð sé síðan að tímabilið kláraðist hér heima verði leikmenn klárir í slaginn í kvöld. „Allur undirbúningur hefur gengið mjög vel – þó svo að það hafi ekki verið hægt að spila mikið af leikjum þar sem tímabilinu er lokið," sagði hann. „En við tókum okkur líka frí í eina viku sem var kærkomið. Ég hef engar áhyggjur af því að leikmenn verði ryðgaðir í kvöld enda betra að vera með ferska leikmenn en þreytta." Þorlákur hefur ekki misst neina leikmenn í nám til Bandaríkjanna eða neitt slíkt. „Hins vegar höfum við misst nokkra leikmenn í sumar vegna meiðsla, sérstaklega varnarmenn. Nú síðast bættist Soffía [Arnþrúður Gunnarsdóttir], vinstri bakvörðurinn okkar, í þann hóp og spilar hún ekki meira á tímabilinu," sagði Þorlákur. „Við erum svo enn með erlendu leikmennina okkar, þar á meðal Ashley Bares sem hefur verið meidd í nánast allt sumar. Hún verður þó til taks í kvöld." Ætlum að vinna þennan leikStjarnan hefur selt 300 miða í forsölu og á Þorlákur von á góðri mætingu á Samsung-völlinn í kvöld. Sendiherra Rússlands verður gestur á leiknum í kvöld en liðin mætast svo aftur á fimmtudaginn í næstu viku og þá í Krasnogorsk sem er rétt utan við höfuðborgina Moskvu. Þorlákur segir að mikil spenna ríki í herbúðum Stjörnunnar. „Við erum búin að bíða lengi eftir þessum leik og þó svo að við vitum lítið um andstæðinginn ætlum við að fara í leikinn eins og hvern annan – með það að markmiði að vinna." Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Þó svo að tímabilinu í Pepsi-deild kvenna hafi lokið fyrir næstum þremur vikum síðan hafa leikmenn Stjörnunnar þurft að halda sér á tánum. Liðið mætir í kvöld rússneska félaginu Zorky Krasnogorsk á heimavelli sínum í Garðabæ en þetta verður fyrsti Evrópuleikur félagsins frá upphafi. Stjarnan tryggði sér þátttökurétt í keppninni með því að verða Íslandsmeistari í fyrra og hefur því beðið lengi eftir þessum leik. Stjörnukonum tókst þó ekki að verja titilinn nú í sumar og verður því Þór/KA fulltrúi Íslands í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Stjarnan slapp við undankeppnina sem fór fram fyrr í sumar og fór beint inn í 32-liða úrslitin. Þar var liðið í neðra styrkleikaflokki af tveimur og dróst gegn Zorky. Um er að ræða ungt félag en það var stofnað árið 2006. Það var nýliði í efstu deild á síðasta tímabili en náði engu að síður öðru sæti sem dugði til að komast í Meistaradeildina. Sterkir landsliðsmenn í liðinu„Okkur tókst ekki að útvega okkur upptöku af leik með þessu liði en mér hefur þó tekist að afla mér einhverra upplýsinga," sagði þjálfarinn Þorlákur Árnason um andstæðing kvöldsins. „Við vitum lítið sem ekkert um liðið sjálft en það eru þó margir sterkir einstaklingar í því – landsliðsmenn frá Rússlandi, Úkraínu og Ítalíu. Það leikur í það minnsta enginn vafi á því að þetta sé sterkasta lið sem við höfum mætt hingað til." Þorlákur segir að þó svo að nokkuð sé síðan að tímabilið kláraðist hér heima verði leikmenn klárir í slaginn í kvöld. „Allur undirbúningur hefur gengið mjög vel – þó svo að það hafi ekki verið hægt að spila mikið af leikjum þar sem tímabilinu er lokið," sagði hann. „En við tókum okkur líka frí í eina viku sem var kærkomið. Ég hef engar áhyggjur af því að leikmenn verði ryðgaðir í kvöld enda betra að vera með ferska leikmenn en þreytta." Þorlákur hefur ekki misst neina leikmenn í nám til Bandaríkjanna eða neitt slíkt. „Hins vegar höfum við misst nokkra leikmenn í sumar vegna meiðsla, sérstaklega varnarmenn. Nú síðast bættist Soffía [Arnþrúður Gunnarsdóttir], vinstri bakvörðurinn okkar, í þann hóp og spilar hún ekki meira á tímabilinu," sagði Þorlákur. „Við erum svo enn með erlendu leikmennina okkar, þar á meðal Ashley Bares sem hefur verið meidd í nánast allt sumar. Hún verður þó til taks í kvöld." Ætlum að vinna þennan leikStjarnan hefur selt 300 miða í forsölu og á Þorlákur von á góðri mætingu á Samsung-völlinn í kvöld. Sendiherra Rússlands verður gestur á leiknum í kvöld en liðin mætast svo aftur á fimmtudaginn í næstu viku og þá í Krasnogorsk sem er rétt utan við höfuðborgina Moskvu. Þorlákur segir að mikil spenna ríki í herbúðum Stjörnunnar. „Við erum búin að bíða lengi eftir þessum leik og þó svo að við vitum lítið um andstæðinginn ætlum við að fara í leikinn eins og hvern annan – með það að markmiði að vinna."
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira