Mörg landsvæði standa höllum fæti þrátt fyrir olíugróða 27. september 2012 02:00 VAndmeðfarinn Olíuauður Þó Noregur sé eitt auðugasta ríki veraldar er staða landsins nokkuð flókin. Tekjur af olíuauði flæða yfir landið, en grafa undan sumum öðrum starfsgreinum. NordicPhotos/AFP Þrátt fyrir að efnahagsuppgangur Noregs hafi verið fordæmalítill síðustu fjóra áratugi eru í dag margar atvinnugreinar sem standa höllum fæti. Mótsögnin felst einmitt í því að umsvif og gróði af olíugeiranum hefur í för með sér aukinn framfærslukostnað, hærri laun og sterkara gengi norsku krónunnar sem kemur niður á samkeppnishæfi annarra greina. Í úttekt Bloomberg-fréttastofunnar um þessa stöðu segir meðal annars að eins og sakir standi sé Noregur í þriðja sæti á heimsvísu hvað varðar landsframleiðslu miðað við höfðatölu. Launakostnaður í iðnaði er sem nemur um sjö þúsund íslenskum krónum á klukkustund að meðaltali, sem er 31 prósenti hærra en gengur og gerist í Þýskalandi, stærsta hagkerfi Evrópu, og 65 prósentum hærra en í Bandaríkjunum. Þá bætir ekki úr skák fyrir útflutningsgreinarnar að gengi norsku krónunnar hefur styrkst um nær fjórðung síðustu þrjú og hálft ár gagnvart myntkörfu helstu viðskiptaríkja. Bloomberg segir frá þróun mála í byggðarlaginu Glomfjord þar sem fyrirtæki sem framleiðir íhluti til sólarorkuframleiðslu lagði upp laupana í mars vegna sligandi rekstrarkostnaðar. Þar misstu 200 manns vinnuna í 1.100 manna bæ. Olíuauðurinn veldur einnig vandkvæðum í byggðalögum þar sem umsvifin vegna olíuframleiðslu eru mikil. Er dæmi tekið af Stavangri, hinni eiginlegu olíuhöfuðborg Noregs, þar sem sannkölluð gullgrafarastemning ríkir. Íbúðaverð hefur þrefaldast frá aldamótum og er nú svo komið að framfærsla þar í borg er vart á annarra færi en þeirra sem vinna í greinum tengdum olíuvinnslu. Ekki er útlit fyrir að lát verði á olíustreyminu inn í norska hagkerfið þar sem fjölmargar stórar olíulindir hafa fundist á landgrunninu síðustu misseri. Bloomberg hefur hins vegar eftir Hilde Björnland, hagfræði-prófessor við Viðskiptaháskóla Noregs í Ósló, að hyggilegast væri að fjölga stoðunum undir norska hagkerfinu. „Einmitt núna erum við að saga undan okkur eina stoðina," segir hann. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Þrátt fyrir að efnahagsuppgangur Noregs hafi verið fordæmalítill síðustu fjóra áratugi eru í dag margar atvinnugreinar sem standa höllum fæti. Mótsögnin felst einmitt í því að umsvif og gróði af olíugeiranum hefur í för með sér aukinn framfærslukostnað, hærri laun og sterkara gengi norsku krónunnar sem kemur niður á samkeppnishæfi annarra greina. Í úttekt Bloomberg-fréttastofunnar um þessa stöðu segir meðal annars að eins og sakir standi sé Noregur í þriðja sæti á heimsvísu hvað varðar landsframleiðslu miðað við höfðatölu. Launakostnaður í iðnaði er sem nemur um sjö þúsund íslenskum krónum á klukkustund að meðaltali, sem er 31 prósenti hærra en gengur og gerist í Þýskalandi, stærsta hagkerfi Evrópu, og 65 prósentum hærra en í Bandaríkjunum. Þá bætir ekki úr skák fyrir útflutningsgreinarnar að gengi norsku krónunnar hefur styrkst um nær fjórðung síðustu þrjú og hálft ár gagnvart myntkörfu helstu viðskiptaríkja. Bloomberg segir frá þróun mála í byggðarlaginu Glomfjord þar sem fyrirtæki sem framleiðir íhluti til sólarorkuframleiðslu lagði upp laupana í mars vegna sligandi rekstrarkostnaðar. Þar misstu 200 manns vinnuna í 1.100 manna bæ. Olíuauðurinn veldur einnig vandkvæðum í byggðalögum þar sem umsvifin vegna olíuframleiðslu eru mikil. Er dæmi tekið af Stavangri, hinni eiginlegu olíuhöfuðborg Noregs, þar sem sannkölluð gullgrafarastemning ríkir. Íbúðaverð hefur þrefaldast frá aldamótum og er nú svo komið að framfærsla þar í borg er vart á annarra færi en þeirra sem vinna í greinum tengdum olíuvinnslu. Ekki er útlit fyrir að lát verði á olíustreyminu inn í norska hagkerfið þar sem fjölmargar stórar olíulindir hafa fundist á landgrunninu síðustu misseri. Bloomberg hefur hins vegar eftir Hilde Björnland, hagfræði-prófessor við Viðskiptaháskóla Noregs í Ósló, að hyggilegast væri að fjölga stoðunum undir norska hagkerfinu. „Einmitt núna erum við að saga undan okkur eina stoðina," segir hann. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira