Karlmaður á fertugsaldri var á dögunum dæmdur til sektar sem nemur um 125 þúsund íslenskum krónum fyrir smygl á mjólk og kjúklingum.
Maðurinn var staðinn að verki þar sem 700 lítrar af mjólk og sjö lifandi kjúklingar fundust í bíl hans í júní þegar hann sneri aftur frá Svíþjóð.
Maðurinn bar því við að hann hefði keypt kjúklingana í Noregi, fyrir dóttur sína, en þurft að taka þá með sér til Svíþjóðar í verslunarferð þar sem hann fékk engan til að líta eftir þeim.
Mjólkina sagðist hann hafa ætlað til ostagerðar fyrir tíu fjölskyldur, en rétturinn gerði bæði mjólkina og fuglana upptæka.
- þj
