Sakar Ísraela um þjóðernishreinsanir 28. september 2012 01:00 Mahmoud Abbas Forseti Palestínustjórnar segir árásir hryðjuverkasveita ísraelskra landtökumanna orðnar daglegt brauð.nordicphotos/AFP Þeir Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, stigu báðir í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Abbas ítrekaði ósk Palestínumanna um að sjálfstætt ríki þeirra yrði að veruleika. Fyrir ári fór hann fram á það á þessum sama vettvangi að Sameinuðu þjóðirnar viðurkenndu sjálfstæði Palestínuríkis. Í ræðu sinni í gær sagði hann Palestínumenn eiga í viðræðum við ýmis ríki og stofnanir um að sú viðurkenning verði að veruleika á þessu þingi. Hann sakaði Ísraela um að stunda þjóðernishreinsanir með því að eyðileggja heimili Palestínumanna, sem landtökumenn hefðu lagt undir sig. „Undanfarna mánuði hafa árásir hryðjuverkasveita ísraelskra landtökumanna orðið daglegt brauð," sagði Abbas og nefndi að 535 slíkar árásir hefðu verið gerðar á þessu ári. „Þjóðin okkar er orðin að stöðugu skotmarki fyrir mannvíg og misþyrmingar með fullri hlutdeild hernámsliðsins og Ísraelsstjórnar." Benjamín Netanjahú varði hins vegar drjúgum hluta ræðu sinnar í að vara við þeirri hættu, sem hann telur heimsbyggðinni allri og Ísrael sérstaklega stafa af írönskum stjórnvöldum og kjarnorkuáformum þeirra. Nú séu síðustu forvöð að koma í veg fyrir að Íranar komi sér upp kjarnorkuvopnum. Stuttu áður en Netanjahú hóf ræðu sína birtust hins vegar upplýsingar úr nýrri skýrslu ísraelska utanríkisráðuneytisins, sem lekið hafði verið til fjölmiðla. Þar kemur fram að alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn Íran séu farnar að bera árangur, og því sé ef til vill skynsamlegra að herða refsiaðgerðirnar frekar en að beita hervaldi. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hófst í byrjun vikunnar og hafa þjóðarleiðtogarnir hver á fætur öðrum stigið þar í ræðustól. Í gær tók meðal annars til máls Sein Thein, forseti herforingjastjórnarinnar í Búrma, og notaði hann þar tækifærið til að hrósa Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, fyrir lýðræðisbaráttu hennar. Suu Kyi, sem einnig er stödd í New York þessa dagana, segir hins vegar að Búrma þurfi nú á því að halda að réttarríki verði endurreist í landinu, að öðrum kosti verði raunverulegt lýðræði þar ekki að veruleika. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira
Þeir Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, stigu báðir í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Abbas ítrekaði ósk Palestínumanna um að sjálfstætt ríki þeirra yrði að veruleika. Fyrir ári fór hann fram á það á þessum sama vettvangi að Sameinuðu þjóðirnar viðurkenndu sjálfstæði Palestínuríkis. Í ræðu sinni í gær sagði hann Palestínumenn eiga í viðræðum við ýmis ríki og stofnanir um að sú viðurkenning verði að veruleika á þessu þingi. Hann sakaði Ísraela um að stunda þjóðernishreinsanir með því að eyðileggja heimili Palestínumanna, sem landtökumenn hefðu lagt undir sig. „Undanfarna mánuði hafa árásir hryðjuverkasveita ísraelskra landtökumanna orðið daglegt brauð," sagði Abbas og nefndi að 535 slíkar árásir hefðu verið gerðar á þessu ári. „Þjóðin okkar er orðin að stöðugu skotmarki fyrir mannvíg og misþyrmingar með fullri hlutdeild hernámsliðsins og Ísraelsstjórnar." Benjamín Netanjahú varði hins vegar drjúgum hluta ræðu sinnar í að vara við þeirri hættu, sem hann telur heimsbyggðinni allri og Ísrael sérstaklega stafa af írönskum stjórnvöldum og kjarnorkuáformum þeirra. Nú séu síðustu forvöð að koma í veg fyrir að Íranar komi sér upp kjarnorkuvopnum. Stuttu áður en Netanjahú hóf ræðu sína birtust hins vegar upplýsingar úr nýrri skýrslu ísraelska utanríkisráðuneytisins, sem lekið hafði verið til fjölmiðla. Þar kemur fram að alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn Íran séu farnar að bera árangur, og því sé ef til vill skynsamlegra að herða refsiaðgerðirnar frekar en að beita hervaldi. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hófst í byrjun vikunnar og hafa þjóðarleiðtogarnir hver á fætur öðrum stigið þar í ræðustól. Í gær tók meðal annars til máls Sein Thein, forseti herforingjastjórnarinnar í Búrma, og notaði hann þar tækifærið til að hrósa Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, fyrir lýðræðisbaráttu hennar. Suu Kyi, sem einnig er stödd í New York þessa dagana, segir hins vegar að Búrma þurfi nú á því að halda að réttarríki verði endurreist í landinu, að öðrum kosti verði raunverulegt lýðræði þar ekki að veruleika. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira