"Við erum öll nágrannar“ Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. október 2012 00:01 Verðlaunahafar hrósuðu margir Jóni Gnarr borgarstjóra fyrir opnunarræðu hans við veitingu friðarverðlauna LennonOno. Lengst til vinstri eru foreldrar Rachel Corrie, Cindy og Craig, þeim við hlið Carol Blue Hitchens (ekkja Christophers Hitchens), svo John Perkins, hagfræðingur og rithöfundur, þá tónlistarkonurnar Lady Gaga og Yoko Ono. Jón Gnarr er í púltinu. Fréttablaðið/Vilhelm „Við erum öll nágrannar á þessari jörð,“ sagði tónlistarkonan Lady Gaga eftir að hafa veitt viðtöku friðarverðlaunum LennonOno í Hörpu í gær. Vísaði hún til smæðar jarðarinnar í alheiminum og hvatti fólk til að sýna samhygð í verki. Þannig mætti bæta heiminn. gaman saman Vel fór á með Jóni Gnarr og Lady Gaga í Hörpunni í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Lady Gaga notar peningaverðlaun sín til að styrkja stuðningssamtök Eltons John fyrir alnæmissjúka og HIV-smitaða. „Og vinn náið með þeim til að tryggja að peningarnir fari í að styðja börn og ungmenni sem fæðast smituð í Bandaríkjunum,“ sagði hún. Yoko Ono, ekkja bítilsins Johns Lennon, kynnti fimm styrkþega í gær, en veitt er úr LennonOno-sjóðnum annað hvert ár. Í gær var fæðingardagur Johns Lennon og ljósið á friðarsúlunni í Viðey tendrað í gærkvöldi. Það logar fram á dánardægur hans, 8. desember. Yoko Ono sagði Lady Gaga fordæmi annarra listamanna fyrir að þora að stíga fram og vinna að því að bæta heiminn. „Allt of fáir þora það, sjálfsagt hræddir um að glata vinsældum,“ sagði hún. Aðrir sem fengu verðlaun voru Rachel Corrie, sem drepin var í Palestínu í mars 2003 þar sem hún reyndi að verja hús barnafjölskyldu sem Ísraelar ætluðu að rífa. Foreldrar hennar veittu verðlaununum viðtöku. „Einhvers staðar brosir Rachel yfir því að vera tengd Lennon með þessum hætti. Kannski brosir hann með henni,“ sagði Craig Corrie, faðir Rachel. Ekkja blaðamannsins og rithöfundarins Christhopers Hitches veitti viðtöku verðlaunum sem hann fékk fyrir framlag til opinberrar umræðu og bók um stöðu trúarbragða sem „rótar alls ills“ í heiminum. John Perkin, hagfræðingur og rithöfundur tók á móti verðlaunum fyrir bók sína „Confessions of an Economic Hit Man“. Fjarverandi voru svo meðlimir hljómsveitarinnar Pussy Riot sem fengu verðlaun fyrir baráttu sína fyrir bættum mannréttindum í Rússlandi. Verðlaunahafarnir í gær höfðu margir orð á því hversu góð opnunarræða Jóns Gnarr borgarstjóra Reykjavíkur hafi verið. Hann ræddi meðal annars um þá ósk sína að gera Reykjavík að algjörlega herlausu svæði. Þá rifjaði hann upp hvernig hann hafi bent öðrum erlendum ráðamönnum á brotalamir í mannréttindamálum. Lady Gaga sagðist óska þess að fleiri væru eins og Jón og Carol Hitchens, ekkja Christophers, sagði að helst þyrfti að klóna hann. Reykjavík Friðarsúlan í Viðey Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
„Við erum öll nágrannar á þessari jörð,“ sagði tónlistarkonan Lady Gaga eftir að hafa veitt viðtöku friðarverðlaunum LennonOno í Hörpu í gær. Vísaði hún til smæðar jarðarinnar í alheiminum og hvatti fólk til að sýna samhygð í verki. Þannig mætti bæta heiminn. gaman saman Vel fór á með Jóni Gnarr og Lady Gaga í Hörpunni í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Lady Gaga notar peningaverðlaun sín til að styrkja stuðningssamtök Eltons John fyrir alnæmissjúka og HIV-smitaða. „Og vinn náið með þeim til að tryggja að peningarnir fari í að styðja börn og ungmenni sem fæðast smituð í Bandaríkjunum,“ sagði hún. Yoko Ono, ekkja bítilsins Johns Lennon, kynnti fimm styrkþega í gær, en veitt er úr LennonOno-sjóðnum annað hvert ár. Í gær var fæðingardagur Johns Lennon og ljósið á friðarsúlunni í Viðey tendrað í gærkvöldi. Það logar fram á dánardægur hans, 8. desember. Yoko Ono sagði Lady Gaga fordæmi annarra listamanna fyrir að þora að stíga fram og vinna að því að bæta heiminn. „Allt of fáir þora það, sjálfsagt hræddir um að glata vinsældum,“ sagði hún. Aðrir sem fengu verðlaun voru Rachel Corrie, sem drepin var í Palestínu í mars 2003 þar sem hún reyndi að verja hús barnafjölskyldu sem Ísraelar ætluðu að rífa. Foreldrar hennar veittu verðlaununum viðtöku. „Einhvers staðar brosir Rachel yfir því að vera tengd Lennon með þessum hætti. Kannski brosir hann með henni,“ sagði Craig Corrie, faðir Rachel. Ekkja blaðamannsins og rithöfundarins Christhopers Hitches veitti viðtöku verðlaunum sem hann fékk fyrir framlag til opinberrar umræðu og bók um stöðu trúarbragða sem „rótar alls ills“ í heiminum. John Perkin, hagfræðingur og rithöfundur tók á móti verðlaunum fyrir bók sína „Confessions of an Economic Hit Man“. Fjarverandi voru svo meðlimir hljómsveitarinnar Pussy Riot sem fengu verðlaun fyrir baráttu sína fyrir bættum mannréttindum í Rússlandi. Verðlaunahafarnir í gær höfðu margir orð á því hversu góð opnunarræða Jóns Gnarr borgarstjóra Reykjavíkur hafi verið. Hann ræddi meðal annars um þá ósk sína að gera Reykjavík að algjörlega herlausu svæði. Þá rifjaði hann upp hvernig hann hafi bent öðrum erlendum ráðamönnum á brotalamir í mannréttindamálum. Lady Gaga sagðist óska þess að fleiri væru eins og Jón og Carol Hitchens, ekkja Christophers, sagði að helst þyrfti að klóna hann.
Reykjavík Friðarsúlan í Viðey Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira